Vikan


Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 27

Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 27
reglu. X»au urðu fyrstu aðdáendur Bítlanna úr hópi menntaðs lolks. Klaus var fæddur í Berlín, sonur vel- metins læknis. Hann var námsmaður í Hamborg og lagði stund á auglýsingateiknun. Einnig sótti hann tíma í Ijósmyndun og kynntist þá Astrid, sem var af þýzkri miðstéttarfjölskyldu komin. Þau urðu mjög nánir vinir og Klaus flutti inn í íbúðina, sem Astrid bjó í. Arið 1960 var Klaus auglýsingateiknari hjá þýzku vikublaði, en Astrid aðstoðarstúlka á ljósmyndastofu. Eitt kvöld- ið rifust þau. Ivlaus rauk út í fússi og ætlaði í bíó. „A leiðinni heyrði ég mikinn hávaða, sem barst úr kjallara nokkrum. Ég fór inn til að vita, hvað um væri að ræða. Eg hafði aldrei komið í svona klúbb áður. Þarna var óhrjálegt um að litast og allt heldur gróft og sóðalegt. En ég var heillaður af leik hljómsveitarinnar, þessum einkennilega hávaða, sem henni tókst að fram- leiða.“ Það var hljómsveit Rorys, sem lék og Ringo var við tormmurnar. Ivlaus dvaldist lengur en hann ætlaði í þessum sóðalega klúbb, og fyrr en varði hafði verið skijit um hljómsveit. Bítlarnir voru farnir að leika. „Þeir voru svo skrítnir og skemmtilegir útlits, að ég gat ekki að mér gert að fara að hlæja. Stu var til dæm- is í oddmjóum skóm og með sólgleraugu. Fyrsta lagið sem þeir léku var „Sweet Little Sixteen“ og það var John sem söng það. Eg varð enn þá hrifnari af Bítlun- um en Rory-hljómsveitinni. Mig langaði til að tala við þá og kynnast þeim, en vissi ekki, hvernig ég ætti að fara að því. Eg var undrandi yfir því, hve þeir léku vel og voru bráðskemmtilegir. Og allan tímann hopp- uðu þeir og stöppuðu og létu öllum illum látum.“ Klaus kom heim um miðja nóttina og sagði Astrid, hvar hann hefði verið. Hún átti engin orð til að lýsa hneykslun sinni. Hún harðneitaði að fara með honum í Kaiserkeller kvöldið eftir, svo að hann fór einn. I þetta skipti tók hann með sér umslag af dægurjagaplötu, sem hann hafði teiknað. Þegar Bítlarnir höfðu lokið leik sínum og voru að hvíla sig, fór hann til Johns Lennons, ávarpaði hann á sinni bjöguðu skólaensku og sýndi honum umslagið. „Ég man eftir þegar einhver náungi kom og sýndi mér plötuumslag,“ segir John. „Ég hafði ekki hug- mynd um, hvers vegna hann var að sýna mér það. Eg revndi að segja honum, að Stu væri líka listamaður. Hann reyridi þá að gefa sig á tal við Stu, en hann var önnum káfinn við að tala við einhvern annan. Svo að Klaus sat bara kyrr og hlustaði á músikina allt kvöldið.“ Næsta kvöld tókst Klaus að draga Astrid nauðuga inn í Ivaiserkeller. „Ég varð dauðhrædd um leið og ég var kornin inn í þennan skelfilega klúbb,“ segir hún. „En ótti minn hvarf þegar ég sá þessa finnn stráka á sviðinu. Ég varð strax hrifin af þeim. Ég hafði alltaf haft svolítið gaman af liinum svokölluðu „Teddyboys“. Og þessir skrítnu og skemmtilegu strákar voru í ætt við þá. Þeir voru með sléttgreitt hár og í níðþröngum buxum. And- rúmsloftið var skelfilegt í þessum klúbb, eins og raun- ar öllum slíkum klúbbum á Reeperbahn. En Bítlarnir voru óborganlegir.“ Eftir þetta kynntust Bítlarnir Klaus og Astrid og umgengust þau oft í tómstundum sínum. Þeir kunnu lítið sem ekkert í þýzku. En sumir af vinum og kunn- ingum skötuhjúanna kunnu svolítið í ensku. „Þau sögðust vera existentialistar,“ segir George. „Þau voru fyrstu Þjóðverjarnir, sem nrig langaði til að kynnast,“ segir John. Eftir vikutíma tókst Astrid að koma þeim í skilning um á sinni bjöguðu ensku, að hana langaði til að taka af þeim myndir. John sagði nokkrar skemmtilegar og meinlegar setningar í sambandi við þessa uppástungu. En Astrid hafði engan áhuga á viðbrögðum hans. Hún vildi fyrst og fremst kynnast Stu Sutcliffe. „Ég varð ástfangin af honum strax við fyrstu sýn,“ segir hún. Daginn eftir fór Astrid með þá á markaðstorg og tók af þeim margar myndir. A eftir bauð hún þeim heim til sín. Eftir þetta var Astrid sýknt og heilagt að taka af þeim myndir. Hún varð fyrst til að koma auga á, hversu Bítlarnir voru skemmtilegt verkefni fyrir ljósmyndara. Þeir voru daglegir gestir í íbúð Astrid eftir þetta og fengu oft að borða hjá lienni. Stu kunni ekki orð í þýzku og Astrid lítið sem ekkert í ensku. Þess vegna lét hún Klaus kenna sér ensku. Það leið ekki á löngu, þar til Astrid og Stu tóku að sitja hvenær sem þau gátu ein í svarta leðursófanum hennar og talast við með aðstoð þýzk-enskrar orðabókar! „Við höfðum ekki talazt mikið við, þegar við ákváðum að gifta okkur,“ segir Astrid. Þau opinberuðu trúlofun sína í nóvembermánuði árið 1960, aðeins tveimur mán- uðum eftir að þau höfðu liitzt. Astrid var tuttugu og tveggja ára, en Stu ekki nema nítján ára. Þá gerist það, að George fær skipun þess efnis að fara tafarlaust úr landi. „Einhver hafði komizt á snoðir um, að ég væri ekki nema sextán ára og hefði hvorki atvinnu- né dvalarleyfi. Mér leið hræðilega illa.“ George varð því að fara heim, en félagar hans réðu isig á nýjan klúbb, Top Ten. En þeir höfðu ekki leikið þar nema eitt kvöld, þegar fleiri erfiðleikar urðu á vegi þeirra. „Við Paul vorum að hreinsa til í íbúðarholunni okk- ar í Bambi,“ segir Pete Best. „Þá urðum við fyrir því óhappi, að það kviknaði í hjá okkur. Það urðu engar teljandi skemmdir, en lögreglan komst í spilið og okk- ur var varpað í fangelsi og sagt, að við yrðum fluttir aftur til Englands.“ John og Stu var einnig sag't, að þeir yrðu að fara. Ekki er ljóst, hvernig á því stóð, að Bítlarnir voru reknir úr landi, nema hvað npp komst, að George var undir lögaldri. Ekki er óhugsandi, að samkeppni milli næturklúbba hafi valdið því. Aðsókn hafði aukizt að Kaiserkeller og þess vegna má vera, að einhverjir næt- urklúbbaeigendur í nágrenninu hafi litið staðinn öfund- araugum. «•tbl- VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.