Vikan


Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 33

Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 33
SJONHARPSHORNID RaSsett, sem má breyta eftir aðstæðum. Framleiðandi og seljandi: Hverfisgötu 74 — Sími 15 1 02. var í káetu hans. Þegar viðvör- unarmerki var gefið, var dans- leikur um borð og meirihluti far- þega var annaðhvort í sölunum eða á prómenaðdekki. Skipverj- ar hlupu í gegnum reykinn inn í káetur farþega til að taka fram flotvestin. Þetta misskildu marg- ir farþegar; héldu víst að skip- verjar væru komnir til rána eða til að ná vestunum fyrir sjálfa sig. Þar að auki flutti Lakonia með sér fjögur hundruð auka- vesti, sem geymd voru á efra þilfari. Þeim var öllum úthlutað til farþega. Margir skipverjar afhentu vesti sín farþegum, sem ekki náðu í nein. Grikkirnir voru sem sagt á nokkuð öðru máli en farþegarn- ir um frammistöðu sína. Skýrslu útgerðarfyrirtækisins lauk þannig: — Þegar öllum björgunarbát- um Lákoniu hafði verið komið í sjóinn, urðu nokkrir brezkir farþegar kyrrir um borð og létu bera sér te og kaffi. Háskinn var ekkert óskaplegur að þeirra dómi. Þriðja janúar 1964 kom skip að nafni Transvaal Castle til Southampton með níutíu skip- brotsmenn af Lakoniu. Og þá kom í ljós að ekki allir farþegar báru skipverjum jafnilla sög- una. Einn þessara níutíu, sextug kona, sagði svo frá: — Ég náði ekki í björgunar- vestið mitt, því að eldurinn lok- aði leiðinni til káetunnar. Ég fór um borð í björgunarbát, en það tókst ekki að renna honum nið- ur. Einhver skar á reipin með hníf, og báturinn skall í sjóinn. Þótt undarlega kunni að virðast tókst mér og mörgum öðrum að halda okkur kyrrum í honum. Ég varð ekki vör við neitt ofboð hjá áhöfninni. Margir þeirra gerðu áreiðanlega mistök, en það var því að kenna að þeir voru ungir og óreyndir. I sömu viku birti brezka sjón- varpið þátt um Lákoniu-slysið. Þar var lögð áherzla á að áhöfn- in hefði gert rangt í því að reyna að hindra útbreiðslu eldsins. Þess í stað hefði hún átt að ein- beita sér að því að koma bát- unum í sjóinn. Þá hefði enginn farizt, álitu þeir sem sjónvarps- þættinum stjórnuðu. Patricia Byrne, falleg og ljós- hærð tuttugu og sex ára gömul stúlka, sem var forstöðukona hárgreiðslustofu kvenna um borð í Lakoniu, var blóðill og æst: — Því er haldið fram að eld- urinn hafi komið upp í stofunni hjá mér. Ég leit eftir öllú þeg- ar ég lokaði klukkan sex. Þeg- ar ég kom aftur tveimur klukku- tímum síðar til að ná í bók, var allt eins og það átti að vera. Eldurinn getur ekki hafa komið upp í hárgreiðslustofunni. Ungfrú Byrne var ein þeirra síðustu sem yfirgáfu skipið. Þeg- ar Montcalm veiddi hana upp var hún ekki klædd öðru en flotvesti og síðbuxum. Einn skipstjóri, Charles Reilly á bandaríska skipinu Independence, hlaut heldur bet- ur orð í eyra eftir slysið. Hann var í tæpra sex tíma siglingu frá brennandi skipinu. Hans eig- ið skip var hánýtízkulegt, hafði meðal annars sjúkrasal með fjörutíu og fjórum rúmum, tvo lækna, hálfa tylft hjúkrunar- kvenna, röntgentæki og miklar lyfjabirgðir. Reilly fullvissaði loftskeyta- menn Lákoniu um að hann væri á fullri ferð áleiðis á slysstað- inn. En síðar tilkynnti loft- skeytastöðin í Scheveningen í Hollandi að Indenpendence hefði snúið aftur á sína upprunalegu stefnu til Kasablanka. Þetta út- skýrði Reilly skipstjóri þannig. — Ég sagði Lákoniu að við kæmum, en sá svo fram á að við yrðum á eftir öllum hin- um, sem voru á leið til hennar. Ég taldi víst að búið yrði að bjarga öllum þegar ég kæmi og tók því upp fyrri stefnu. Ég hafði ekki hugmynd um hve stórt þetta gríska skip var og hve margir farþegar voru um borð. Hefði ég vitað það, hefði ég haldið áfram á slysstaðinn. Þrír bátsmenn og fjórir vél- stjórar á öðru bandarísku skipi, Rio Grande, kærðu skipstjóra sinn, Arthur Debozy, fyrir hug- leysi og ragmennsku við björg- unina. Hefði skip hans orðið hið þriðja í röðinni á slysstaðinn, en orðið síðast allra við að koma út björgunarbátum. Rio Grande bjargaði að vísu sextíu og sjö manns, en einn ákærandanna fullyrti að skipstjórinn hefði látið hjá líða að hjálpa mörg- um, „sem flutu í sjónum og æptu á hjálp.“ Rannsókn þótti leiða í ljós að ásakanir á hendur Debozy skipstjóra hefðu við takmörkuð rök að styðjast, og var ástæð- an til þeirra talin að nokkru leyti sú að stéttarfélag ákær- andanna átti í grimmilegri deilu við skipstjóra og stýrimanna- félag það, sem Debozy var með- limur í. Tveir efnafræðingar frá Car- diff, Treharne og Davies, voru sendir til Gíbraltar til að reyna að hafa upp á ástæðunni fyrir eldsvoðanum. En tvö hundruð og fimmtíu mílur fyrir suðvest- an Gíbraltar urðu Norðmenn- irnir á Herkules í snatri að höggva á vírana, því þar valt Lakonia snögglega á stjórnborða og sökk með skutinn á undan. Þarna liggur Lakonia enn, á nærri fjögur þúsund metra dýpi og verður víst varla úr rann- sókn þar. Endanlega niðurstaða mann- tjóns í slysinu hljóðaði upp á níutíu og einn látinn og sextíu og fjóra sem saknað var. Þeir hafa áreiðanlega farizt líka. En ný atriði komu stöðugt fram. Þegar viðvörunarmerki var gefið, fimdu margir lykt líka þeirri sem verður við skamm- hlaup. Vistirnar í nokkrum bát- anna reyndust, þegar til átti að taka, tuttugu til tuttugu og fimm ára gamlar. Vatnsgeym- unum í þeim hafði verið lokað 1943! Og ómögulegt reyndist að kveikja á neyðarblysum í þeim. Fimm vikum eftir slysið kvað tannlæknir Lákoniu, G. H. Leigh, upp úr með að áhafnir björgun- arskipanna hefðu ekki gengið alltof vel fram. Sérstaklega hafði hann margt við Montcalm að athuga. — Skipverjar þar, sagði hann, skiptu sér ekkert af öllum þeim, sem flutu á sjónum og sýndust látnir. En þeir voru áreiðanlega ekki allir látnir, heldur aðeins meðvitundarlausir. Það hefði áreiðanlega mátt bjarga mörg- um þeirra, hefðu þeir aðeins verið teknir upp úr sjónum. Það gerðu þeir á öðrum skipum. Þar var þeim haldið þannig að sjórinn rann upp úr þeim, og höndum þrýst á bringu þeirra og kvið. Við þetta röknuðu marg- ir við og urðu á stuttum tíma fullfrískir. Og svo óhugnanlegt sem það virðist, dóu áreiðanlega margir í þetta sinn vegna skorts með- bræðranna á dugnaði og ímynd- unarafli, eða kannski einfald- lega vegna takmarkaðra hæfi- leika manna til að finna með meðbræðrum sínum í neyð. ý? Vertu sæl fyrrverandi.. Frafhald af bls. 17. — Hvað meinarðu með því að segja að þú skiljir það vel,? Það var eins og hann hefði stungið sig, hann var strax kom- inn í varnarstöðu. — Ég meina það að hinar bækurnar voru skrifaðar i mesta flýti. — Ég kom ekki hingað til að sæta gagnrýni, eða hlusta á lýsingar um bækur mínar. 4i. tbi. vncAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.