Vikan


Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 23

Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 23
EKKILENGIIR KAUABIR LIÍBRASVEIT DÚMBÖ SEXTETT MEÐ NYJUM SVIP. Dúmbó sextettinn frá Akranesi hefur um langt árabil verið meðal vinsælustu hljómsveita hér á landi. Lengst af höfum við þekkt þessa ágætu hljómsveit undir heitinu Dúmbó og Steini, og sem slík naut hún fádæma vinsælda, ekki sízt eftir að plata með laginu Angelía kom á max-kaðinn. Nú hefur Steini dregið sig í hlé, og er raunar nokkuð um liðið síðan, en Dúmbó sextettinn er enn í fullu fjöri, og kannski miklu meira fjöri en nokkru sinni fyrr — og er þá mikið sagt. Sá Dúmbó sextett, sem nú er á kreiki er ekki sá sami og fyrir svo sem einu ári. Liðsmenn eru auðvitað þeir sömu, en efnisskráin, lagavalið er annað. Sumir álitu, að Dúmbó mundi ekki bera sitt barr, þegar Steini hyrfi frá, en raunin hefur orðið önnur. Nú eru fjórir þeirra félaganna virkir þátttakendur í söngn- um í stað eins áður, og allir hafa þeir dáfögur hljóð! Dúmbó sextettinn hefur annað veifið leikið í Glaumbæ, og þangað brugðum við okkur nýlega til þess að sjá og heyra og spjalla við Ásgeir Guðmundsson, hljómsveitarstjórann. Dúmbó er ein af fáum hljómsveitum, sem hefur haldið stíft í þann sið að íklæðast ein- kennisfötum. Eins og þeir eru klæddir, þegar þeir koma fram þessa dagana, líta þeir út sem nautabanar: í svörtum skyrtum með blúndu- verki og knipplingum framan á og þar yfir skærrauðum vestum með fagurlega skreyttu mynstri. Buxur eru svartar með hvítum strípum. Við sáum auðvitað fleira en nýjan einkennisklæðnað Dúmbó- manna. Við sáum, að fólkið hrúgaðist inn allt kvöldið og við sáum, að ánægja skein úr hverju andliti. Það er alltaf líf og fjör, þar Framhala á bls. 40 Asgeir. Reynir ANDRES INDRIÐASON Dúmbó sextett í fullum skrúða. Finnbogi. Brynjar. Jón Trausti.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.