Vikan


Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 9

Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 9
Anna Kristin Arngrfms- cSöttir LEIKKONA Þetta er það viðamikil spurning, að henni verður í raun og sannleika aldrei svarað, því MÍN PARADÍS verður líka að vera PARADÍS ALLRA ANN- ARRA MANNA, því annars er hún engin paradís á jörð! Ég hef aldrei séð fyrir mér jarðarparadís, líka hinni efri, sem biblían skýrir frá, en vissulega hef ég hugleitt betri lieim. Engin orð hafa að mínu áliti falið í sér meiri paradís á jörðu, en kjörorð frönsku stjórnarbyltingarinnar: FRELSI, JAFNRÉTTI, BllÆDRA- LAG! Baldur Guðlaugs- son LAGANEMI Það er erfitt að kyngja þeirri stað- reynd, að þrátt fyrir fólksfjölgun, fjöl- miðlun og allra handana samgöngubót tuttugustu aldarinnar, hefur einstakl- ingurinn aldrei verið eins einmana og nú. Á sama hátt virðast stórstígar tækni- framfarir og aukin lífsþægindi hafa leitt lil vaxandi lífsleiða. Eins og ætíð áður er það á valdi sérlivers einstaklings að skapa sér sína eigin paradís á jörðu og því segi ég: Sá sem hyggst liöndla jarð- neska paradís, verður að varpa af sér fjötrum efnishyggjunnar, snúa baki við glysi heimsins og leita h'fshamingjunnar í sjálfs síns barmi. Fábrotið líf á ver- aldar vísu, en þeim mun innihaldsrík- ara af andans fóðri er undanfari para- (iVarheimlar okkar allra. Baldvin Jónsson FRAM KVÆM DASTJÖRI SALTVlKUR Hvergi væri betra að lifa paradísarlífi en einmitt á Islandi, þ.e.a.s. ef landið væri skógi vaxið milli fjalls og fjöru, eins og það var í eina tíð, og veturinn stæði aðeins í fjóra mánuði, en sumar- ið í átta. I paradísarþjóðfélagi á að ríkja full- koinið lýðra'ði. Þeir sem eru dugleg- astir ög vinna bezt eiga að bera mest úr býtum, en hinir sem eru latir og vinna lítið eiga að hafa tekjur sam- kvæmt því. Skattar eiga að vera teknir af vöruverði. Tveggja flokka kerfi mundi ég telja æskilegast, og á alþingi ættu aðeins að sitja ellefu úrvalsmenn. For- setinn á að vera eins konar framkvæmda- stjóri alþingis og ráðinn af því, rétt eins og forstjóri hjá stóru fyrirtæki. IJtiloka ætti öll ríkisfyrirtæki að mestu leyti ,nema ]iað nauðsynlegasta. Einka- aðilar sem eiga frystihúsin eiga að reka þau up]> á eigin spýtur án aðstoðar frá ríkinu. Þeir eiga sjálfir að selja sinn fisk. Fólkið sjálft á að vinna sem mest saman, t.d. að byggingum íbúðarhúsa, en ekki láta ríki og bæjarfélög sjá um það fyrir sig. T paradísarþjóðfélagi mættu ekki búa nema um 200 þúsund manns, svo að Tsland er tilvalinn staður fyrir paradís hvað það snertir. "•tw- VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.