Vikan


Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 34

Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 34
— Fyrirgefðu Johnny. Það var eins og hún hrasaði um orð- in. — Það var ekki meining mín að gera þig reiðan. — Ég er ekki reiður. Ég vil bara ekki hlusta á eina af um- vöndunarræðum þínum enn. Eins og þig kannski rekur minni til þá hefi ég hyert þær allar áð- ur. Ég var að vona að þú værir vaxin upp úr þessu. Þjónustustúlkan fékk sér kaffi úr kaffivélinni, og sneri svo baki við þeim. — Ég ætlaði ekki að halda neina umvöndimarræðu. Ég bara .... Jane leit vandræða- lega í kringum sig. — Hvað varð af því sem þú skrifaðir, meðan við vorum á Ítalíu? — Drottinn minn, það veit ég sannarlega ekki. ítalirnir hafa sjálfsagt notað það fyrir skeini- pappír. — En Johnny, ertu geggjað- ur? Hljómurinn í rödd hennar kom honum til að líta beint framan í hana, í fyrsta sinn. — Hefir þú einhvern áhuga á því hvað varð af þessu? — Já. Hann hafði fengið hana til að skilja hæfileika hans, það var auðvelt þá, því hann var sjálfur svo öruggur þá. Þá var hann fullur af áformum og dreymdi glæsilega framtíðardrauma. En svo hafði misskilningur og kuldi komið upp á milli þeirra, og Jane yfirgaf hann. Þá nótt ýlfr- uðu úlfarnir. — Segðu ekkert. Þau sátu lengi þegjandi, horfðu hvosrt á annað og gleymdu að drekka teið Það var seinna um kvöldið. Borðið var fullt af tómum gos- flöskum. Þau sátu hlið við hlið á knæpu. Það sá varla út úr aug- unum fyrir reyk og veggirnir voru rauðir. — Þessvegna bað ég hana að koma með mér til Spánar. Þú veizt hvað ég er fljóthuga. En það urðu hreinlega vandræði. Hún var lagleg, hávaxin og ljós- hærð, og mjög vel vaxin. Það mátti hún eiga. Ja, þú veizt, sú týpa sem ég er hrifnastur af . Jane kinkaði kolli. — Eftir viku var ég að verða vitlaus. Um leið og ég reyndi að setjast við ritvélina, fékk hún æði; skellt hurðum, spark- aði og öskraði, og hótaði að rífa í sundur allt sem ég skrifaði. — Vesalings Johnny. Jane hló og hristi höfuðið. — Svo, einn morguninn, áð- ur en hanarnir fóru að gala, tók ég fyrstu lest heim. Ég skildi hana eftir á bóndabænum, ég var búinn að borgn leiguna fyr- irfram. Drottinn minn, það var ljóta ferðalagið. — Vesalings Johnny. Jane hélt áfram að hlæja. — Eins og ég hefi alltaf sagt, hélt Johnny áfram, — þá er ég ekki heppinn með kvenfólk. Hann þagnaði um stund. — Þú skilur, fyrir mér er aðeins ein kona til. Varir hans struku létt yfir kinn hennar, svo létt að henni fannst eins og hann hefði strok- ið með fjöður. — En ég hélt að þú ætlaðir að giftast Ameríkana, eða hvað hann nú annars var, bætti hann kæruleysislega við. — Já, ég ætlaði að gera það, ég á við, ég var hrifin af honum. Eitt andartak sá hún fyrir sér leikarann, sem hafði elskað hana. — Nú? sagði Johnny. — Þetta er allt yfirstaðið núna. Gleymdu því. — Ég býzt við að þú hafir ekki talað um annað en það, hve mikla leikhæfileika þú hefð- ir. — Haltu kjafti! Gamla reiðin sauð upp í henni, og hún varð sjálf hissa á því hve heiftug hún var. Það voru liðin tvö ár frá því að hún hafði orðið svona ofsalega reið, og þetta var bitrara en nokkru sinni fyrr. — Fyrirgefðu. Hann talaði svo lágt, að það var tæpast að hún heyrði til hans. — Jane, 34 VIKAN 41 tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.