Vikan


Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 20

Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 20
— Robert. Robert! • Robert var kominn í fjólublá- an smokingjakka. Þegar hann gekk að hljómsveitarpallinum brosti hann eyrnanna á milli. Enginn Beethoven í kvöld. Ekk- ert óperugaul. í kvöld var það Savoy eða Quaglino. Það var verst við þetta atriði, að innkoman og brosið til áhorf- endanna skyldi breytast í æðis- gengið stepp á hljómsveitarpall- inum vegna árásar frá Dinkie. Dinkie var sparkað í burtu. Hann vældi. Harriet horfði sem i fastast á strigann og lét ekki á sér kræla. Það var alls ekki viðeigandi fyrir hana að hafa neitt á horn- um sér vegna hundsins. Það mátti hún alls ekki gera. Það hefði gert lítið úr örlæti Roberts. Hann gerði óbeina árás á Dinkie, þreif hann upp af gólf- inu og bar hann upp. Um leið greip hann tækifærið til að bæta ofurlítið við fatabúnað sinn. Svo sneri hann aftur inn í danssal- inn þar, sem eftir honum var beðið. Hann brosti til Harriet yfir salinn. Það var betra að hafa þetta danssal heldur en veitinga- hús. Það var ekki hægt að heyra hvað verið var að spila á þess- um stöðum, þar sem fólk var alltaf að glamra í hnífapörum. Þar að auki höfðu engin af þess- um hótélum nú til dags sæmi- lega stórar hljómsveitir; þeir voru hættir að nota þær stór- kostlegu hljómsveitir, sem tíðk- uðust i veitingahúsum áður fyrr, og þess í stað voru 1 mesta lagi komnir sextettar. Og hvaða sext- ett þarfnaðist stjórnanda? Robert seildist í tónsprotann. Svo lét hann hann eiga sig, það var betra að nota bara tjáning- arfullar hendur. Hann þrýsti á fjarstýrihnapp- inn. Mildur foxtrott barst um her- bergið, Robert lokkaði djúpa samhljóma úr saxafónunum og sló taktinn með höfðinu. Bassa- lcikarinn var sá bezti sem völ var á. Uppi byrjaði Dinkie að gelta. Robert hækkaði í hljómburð- artækjunum. Hann vonaði að Harriet skemmti sér. Robert hafði aldr- ei verið mikið fyrir að dansa og nú fann hann til sektar yfir því að hafa vanrækt dansgleði Harr- iet svo iengi. Ef til vill óskaði hún ekki eftir symfóníukvartett á hverju kvöldi. Ef til vill vildi hún að henni væri boðið út. Kvöld í borginni, kæti og al- gleymi, dansað þangað til í dög- un . . . og þess háttar. Robert lét hljómsveitina leika Cha-cha-cha. Gegnum það heyrði hann óljóst einhvern hávaða sem alls ekki var í sama tónfalli. Dinkie var enn að gjamma. Lagið endaði, Robert kinkaði kolli til hljómsveitarinnar. — — Allt í lagi, strákar. Fimm mín- útna pása. Harriet lagði frá sér pensilinn. — Þetta var stórkostlegt, elskan. Robert gekk til hennar. Hann leit á allan þennan skarlatsrauða farða á léreftinu og fígúrur, sem voru eins og að reyna að losa sig. Hann reyndi að gera sér grein fyrir hvort tónlistin hans hefði einhver áhrif á verk Harr- iet, en hann fann ekki neitt, sem hann gat örugglega kallað svör- un. Það var slæmt, það hefði verið svó gaman að vita að hann hefði haft einhver áhrif á hana. — Þetta gengur vel, sagði hann hughreystandi. — Þetta róar mig. Harriet strauk af penslinum og svo leit hún upp. Gjammið í Dinkie var að verða óþolandi. Það var eins og hann hefði króað af hóp af rottum uppi á stigabrúninni. -—■ En það er meira en hægt er að segja um þetta, sagði hún. — Hann róast líka, sagði Ro- bert. — Þetta er fyrsta kvöldið á nýju heimili. Hann þarf bara að finna hlýhug. Hann gekk að stiganum. — Dinkie. . . . Dinkie ... Dinkie minn. . . . Dinkie rak hausinn út á milli handriðsrimlanna og gelti að honum. — Ættirðu ekki að fara með hann út að ganga? Robert var ekki spenntur fyrir því að fara út á kvöldgöngu með Dinkie hættulega nálægt hælun- um á sér. Hann var heldur ekki viss um að klæðaburður hans eins og nú, þætti viðeigandi í þessu frekar íhaldssama hverfi. Það væri nóg að ganga aðeins um garðinn. — Komdu Dinkie minn. Dinkie lá kyrr þar sem hann var. Robert varð að sækja hann, tók um hálsbandið á honum og otaði honum á undan sér þannig að hann var í sem minnstri hættu. Hann fór með Dinkie út í garðinn í fimm mínútur og kom svo inn aftur. Svo hélt hann áfram léttum hljómsveitarleik kvöldsins. En einhvern veginn var andrúmsloftið ekki alveg rétt. Það var ekki hægt að hlaupa út úr danssal til að viðra hundinn og koma svo aftur án þess að eitthvað hefði gengið úr skorðum. I stað þess að dansa alla nótt- ina, eins og hann hafði hugsað sér, ákvað hann að hætta snemma. Síðasti valsinn kom fyrr en nokkur hafði átt von á. Harriet varð ofurlítið undr- andi á svipinn en auðsveip eins og venjulega. Dinkie hélt áfram að gjamma. — Viltu loka, elskan? Robert gekk að stiganum aftur. —■ Það er orfiður dagur hjá mér á morg- un. Það er bezt að koma sér í rúmið. . Ahha! Ah! Hann teygði úr sér og lagði af stað upp stigann. Dinkie sat efst í stiganum, keyrði hausinn aftur á bak, starði á loftlúguna og gjammaði. Það hlaut að vera rotta uppi í risinu, það hefði ekki komið Ro- bert á óvart. Það gæti verið lausnin á hljóðunum, sem hann hafði heyrt þaðan. í hjarta sér vissi hann að þessi hljóð voru miklu viðameira en fótatak rottu, en það var svo notalegt að finna einfalda skýringu. Ein- hvern daginn yrði hann að fara þangað upp og rannsaka málið. Ef til vill ætti hann að lyfta Dinkie þangað og lofa honum að hlaupa um risið. Hann kom upp á stigaskörina. Dinkie sneri sér að honum og setti sig í stellingar. Gjammið jókst um allan helming; síðan kom æðisgengið, móðursýkislegt urr. — Nú sneri ég á þig, sagði Ro- bert kumpánlega. Krikkertpúðarnir, sem hann hafði sett um fæturna á sér á 20 VIKAN 41. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.