Vikan


Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 47

Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 47
limir Forsyteættarinnar gátu séð náfölt og stirðnað andlitið. Það var Philip Bosinney. — Þekkið þið hann? spurði lögregluþjónninn lágt. Jolyon kinkaði kolli. Hann horfði út undan sér á James, sem var sótrauður í framan, og svo hvörfluðu augu hans að iíkinu, og síðan að Soames, sem stóð, náfölur og þögull, við hlið föður síns. Sá kaii sem hann bar í brjósti til þessara tveggja manna, hvarf um stund, þegar þeir stóðu þarna allir andspænis dauðanum. . — Þótt undarlegt megi virðist var þokan ekki sérlega dimm, þeg- ar slysið bar að höndum, sagði lögregluþjónninn. - - Ökumaðurinn sagði að maðurinn hefði haft nægilegt svigrúm til að forðast vagn- inn, en það var sem hann gengi í svefni, beint fyrir vagninn. Við höldum okkur hafa sönnun fyrir því að hann hafi verið í peninga- vandræðum. Við fundum heilmikið af lánaseðlum heima hjá hon- um, bankareikningur hans var yfirdreginn, og svo voru það réttar- höldin, sem blöðin sögðu frá í dag. . . . Þannig röktum við feril hans til yðar.... Jolyon sá að bróðir hans skipti litum. Fjárhagsvandræði. . . . lána- seðlar . . . yfirdreginn bankareikningur . . . allt þetta hafði ónota- leg og fjarræn áhrif á James. Þetta var eitthvað svo óraunhæft, ískyggilegt í huga James, og hann hafði einhvern óljósan grun um að þetta gæti verið sjálfsmorð. James reyndi að mæta augum sonar síns, en Soames starði niður í gólfið. Jolyon virti þá fyrir sér, og hann sá hve sterk böndin voru á milli þessara tveggja manna. James gat stutt sig við son sinn. Hví skyldi hann ekki gera það líka. Hann var feginn því að hann hafði sent Jo boð um að finna sig strax. Lögregluþjónninn hafði hæversklega dregið sig í hlé, og eftir stundarkorn laumuðust James og Soames líka burt. En Jolyon stóð kyrr og virti hinn látna fyrir sér. Var hann kannski að hugsa um æsku sína, hugsa um sjálfan sig, þegar hár hans var brúnt eins og á unga manninum? Eða var hann að hugsa um sonardóttur sína og brostna hamingju hennar? Eða var hann að hugsa um hina konuna? Hugsa um hve örlögin hefðu leikið hana grátt. . Þá kom einhver við handlegg hans. Það var Jo. Og Jol^’-on sagði við son sinn. — Ég get ekki gert neitt gagn hér. Ég get farið. ií5tl- arðu að koma heim til mín, eins fljótt og þú getur, drengur minn? Jo bað lögregluþjóninn að segja sér hvað skeð hefði og lögreglu- þjónninn gerði það fúslega. Það var ekki á hverjum degi að störf hans voru svona þýðingarmikil. — Já, þetta er sorgleg saga, sagði hann að lokum. — En ég fyrir mitt leyti held að þetta hafi ekki verið sjálfsmorð, ég held að það hafi hreinlega verið slys. Hann hefur verið viti sínu fjær, af ein- hverjum ástæðum. Ef til vill gætuð þér sagt mér hvort þetta gæti bent til nokkurs? Hann tók lítinn pakka upp úr vasanum. Hann opnaði hann var- lega og sýndi Jo lítinn vasaklút, sem var vafinn utan um gamla gullnælu. Það vantaði steininn í næluna og frá vasaklútnum lagði ilm af fjólum. — Við fundum þetta í brjóstvasa hans, sagði lögregluþjónninn. — Nei, ég get ekki hjálpað yður, stundi Jo upp, með erfiðleikum. Andlitsmynd kom fram í huga hans. Mynd af andliti sem ljómaði af hamingju og ást, daginn sem Irene og Bosinney hittust í garðin- um. Ef til vill vissi hún ekki ennþá hvað hafði skeð, og beið þolin- móð eftir elskhuga sínum.... Jo var þungt fyrir, þegar hann yfirgaf líkhúsið og lagði af stað heim til föður síns. Þetta dauðsfall spáði illu fyrir Forsyteættina. Fjölskyldan myndi eflaust ekki vilja heyra sjálfsmorð nefnt. Það gat vakið hneyksli. Þau myndu örugglega öll kalla þetta slys, vilja örlaganna. í hjörtum sér myndu þau kannski taka þetta sem hefnd frá æðri máttarvöldum. Hafði þessi Bosinney ekki reynt að ráðast á dýrmætustu verðmæti fjölskyldunnar, pyngjuna og friðhelgi þeirra? Jolyon sat einn í borðstofunni, þegar sonurinn kom. — Ert það þú, Jo? sagði hann. ■— Ég er búinn að segja June þetta. Vesalingur- inn litli. En það er annað, sem verður að gerast strax. Vilt þú fara heim til Soames? Ég get ekki hugsað mér að vita af Irene innilok- aðri þar, hjá þessum manni sínum, en alein og yfirgefin. . . . Þegar Soames yfirgaf líkhúsið rölti hann um göturnar í djúpum þönkum. Þessi sorgaratburður, dauði Bosinneys, hafði breytt öllum að- stæðum. Nú lá ekkert á, og hann ætlaði ekki að láta það fréttast strax að Irene hefði yfirgefið hann, ekki fyrr en rannsóknum út af þessu dauðsfalli væri lokið. Já, hugsunin um þennan atburð boraðist inn í hjarta hans eins og glóandi járn. En um leið fann hann til léttis, það var eins og hann hefði losnað við þunga byrði. En hvað skildi Irene nú gera? Soames rölti lengi, fram og aftur.... Þcgar hann loksins kom heim til sín, var það fyrsta sem hann kom auga á regnhlíf Irene í anddvrinu. Hann flýtti sér úr frakk- anum og skundaði inn í stofuna. Gluggatjöldin voru dregin fyrir, en í skininu frá arninum sá hann Irene. Hún sat á sínum vana stað. Hann lokaði dyrunum hægt á eftir sér og gekk til hennar. Hún hreyfði sig ekki, og lét eins og hún hefði ekki tekið eftir komu hans. — Svo þú ert þá komin aftur, sagði hann, hikandi. Hvers- vegna siturðu í myrkrinu? Þá fyrst sá hann greinilega framan í hana. Andlitið var náfölt, eins og blóðið hefði storknað í æðum hennar. Augun voru galopin og hræðsluleg. Ilún líktist einna helzt fugli í búri, þarna sem hún hnipraði sig saman. Reisnin og sveigjanleikinn í líkama hennar voru horfin með öllu. Hún veit það, hugsaði hann. Og allt í einu vissi Soames hvernig á því stóð að hún hafði kom- ið aftur, eins og helsært dýr. Hún átti engan samastað, hún vissi ekki hvert hún átti að fara. Af frjálsum vilia hafði hún leitað hælis í búrinu, sem áður hafði verið að kæfa hana. Hann þoldi ekki að horfa á liana. Hvernig hafði þetta allt skeð, hugsaði hann, og fannst sem hann myndi tryllast. Hversvegna á ég að kveljast svona? Hvað hef ég gert? Þetta er ekki mér að kenna. Hann sneri sér við og opnaði dyrnar fram í anddyrið. í sama mund skaut upp einhverri veru í dyragættinni, Soames hafði gleymt að loka á eftir sér. — Hvað er yður á höndum? spurði hann, höstum rómi. Okunni maðurinn leit upp. Það var Jo Forsyte. Dyrnar voru opnar, sagði hann. Get ég fengið að tala við konuna þina, eitt andartak. Ég er með kveðju til hennar. Soarnes leit hvasst á hann. Konan mín er ekki til viðtals fyrir neinn, eins og stendur, sagði hann. Jo leit framhjá honum, inn í anddyrið. í dagstofudyrunum hafði Irene allt í einu komið í ljós. Augnaráð hennar varð lifandi og hún rétti armana fram, eins og hún hefði verið að biðja og vona. . . . En við að sjá mennina tvo, dó ljósið í augum hennar, hún varð stjörf og hendur hennar héngu máttlausar niður með hliðunum. Soames sendi Jo biturt og hatursfullt augnaráð. — Þetta er mitt hús, sagði hann með kuldabrosi. — Hér er það ég sem ræð. Ég sagði það áðan og nú endurtek ég það, við tökum ekki á móti gestum, eins og er. Og með þeim orðum skellti hann hurðinni, fyrir framan andlitið á Jo.... Framhald í næsta blaði. r-----------------------------------------------------------------------\ Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð- launin eru slór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram- leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói. Síðast er dregið var hlaut verðlaunin: Anna I. Jensdóttir, Stóragerði 32, Reykjapík. Nafn Heimili Örkin er á bls. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. 41. V___________________________________________________________________J HANS NÓA? 4i. tbi- VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.