Vikan


Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 21

Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 21
síðustu stundu höfðu sannað gildi sitt. Þegar Harriet hafði lokað öllu kom hún og tók Dinkie upp. Robert stakk upp á því að Dinkie fengi að vera uppi; hann þarfnaðist félagsskapar fyrstu nóttina. Harriet sagði ákveðin, að hann ætti að sofa í eldhúsinu og myndi kunna því vel. Robert mótmælti ekki. Hann óskað ekki eftir því að Harriet óvingaðist við litla hundinn og eftir ára- löng kynni af sálfræðirannsókn- um vissi hann hvað lítið þurfti til að vekja ómeðvitaða andúð og jafnvel hatur — og meira að segja, ef því var að skipta, — meðvitaða. Svo Harriet bjó um Dinkie í eldhúsinu. Robert hreinsaði tennurnar og þvoði sér. Hann notaði klósettið og þvoði sér aftur. Hann yfirfór á sér yfirskeggið og kreisti ofur- lítinn fílapensil úr öðrum nas- vængnum, svo háttaði hann, tók náttfötin undan koddanum og kleip ástúðlega í eyrnasnepilinn é Harriet, þegar hún fór inn í baðherbergið. Þegar hún kom aftur lá hún í rúminu. Hann geispaði 'út í loftið. Eftir örfáar mínútur — ef hann færi þá ekki að tala um viðskiptin — yrði hann sofnað- ur. Hann átti góða konu; gott heimili; lífið hafði reynzt hon- um gjöfult, þrátt fyrir keppi- nauta og hálfvitlausan sölustjóra og þessa andskotans Japani. Hann lokaði augunum. Dinkie tók aftur að gjamma. í fyrstu var gjammið lágvært og fjarlægt, svo hækkaði það og nálgaðist. Hann heyrði Dinkie koma hlaupandi upp stigann. Harriet bylti sér eirðarlaus. — Harriet... . — Hm? — Ættum við ekki að setja Dinkie upp í risið? Harriet snögg settist upp og greip um sængurbrúnina. -— Upp í risið? -— Ég held að það sé rotta þar. Harriet slakaði á. Hún gerði sér upp geispa sem var einkenni- lega óeðlilegur. — Á morgun, ég er þreytt. — Við skulurn þá fá hann hingað inn og leyfa honum að sofa til fóta. — Til hvers? — Ja - hafa hann fyrir varð- hund. — Hvers á hann að gæta? spurði Harriet. Nú dró ofurlítið úr gauragang- inum. Ef til vill myndi hund- kvikindið þreytast, andskota- kornið, hugsaði Robert. Hann hafði átt erfiðan dag og hlaut að vera orðinn þreyttur. Hund- urinn myndi þá sofna við dyrn- ar hjá þem eða rölta aftur ofan í eldhúsið og hringa sig þakk- látur ofan í litlu körfuna sína. Augnalokin voru tekin að síga á Robert. Hann var rétt að byrja að dreyma draum, þar sem verk- smiðjan hans var farin að reka sig sjálf og hann hafði grætt milljónir punda skattfrjálst, og hafði efni á að taka upp baráttu móti fátækt og sjúkdómum í heiminum. Með ofurlitlu ónæði af sölustjóranum, sem alltaf var að boða til fundar í frumskóg- unum og auglýsingastjóranum, sem setti rangar auglýsingar í blöðin sem fluttu fréttir af nýj- ustu framleiðslu Roberts — þeg- ar hundurinn fór að gelta. í fyrstu var hávaðinn hluti af draumnum. Dinkie þaut í gegn- um frumskóginn og hræddi alla fílana og skildi eftir sig slóð af skelfingu og eyðileggingu meðal barna hinna vanþróuðu þjóða, sem höfðu ekki efni á að kaupa sér krikketpúða til að vernda á sér fæturna. Svo vaknaði Robert. Gjammið varð háværara og svo þagnaði það. Það heyrðist skellur — fótatak. Gjamm, skrækur. . . . Ofurlítið ýlfur. Svo vingjarnlegt hljóð eins og Dink- ie væri að vingast við einhvern. Robert rétti varlega út hend- ina, Harriet var enn hjá honum í rúminu. Svo heyrði hann annan skell. Fótatak, vingjarnlegt ýlfur og mannsrödd. Robert kólnaði upp. Hann var handviss um að hann hafði heyrt rödd. Þetta voru engar ofheyrn- ir, hann hafði suðu fyrir eyrun- um. Mannsrödd. Hvísl. — Ó, guð: nú var allt að byrja aftur. Hann lá þarna og reyndi að telja sér trú um að þetta myndi allt hverfa og hljóðna af sjálfu sér. Ef hann lokaði augunum og færi að sofa aftur.... Góður, kallinn. Þessi hvísl- uðu orð fóru ekki framhjá hon- um. Þau voru sögð niðri í stiga. - Má ekki bjóða þér í svang- inn? Meira hvísl. Robert settist upp. Hann heyrði hvísl og fótatak — og hundsfótatak — deyja út. Honum var enn kalt. Allir hans taugaendar titruðu. Hann sperrti eyrun til að heyra meira. Þegar næsta hljóð kom heyrði hann það svo ekki varð um villzt. Hann gat ekki ímyndað sér þetta. Það var hið kunnuglega hljóð þegar ísskápur var opnaður. Robert sveiflaði fótunum fram úr. Harriet settist upp og ein- hvern veginn fékk hann þá til- finningu að hún hefði allan tím- ann verið vakandi, en aðeins lát- izt sofa. — Það er einhver niðri í eld- húsi, sagði hann. —- Vertu ekki með neinn barnaskap. Robert stakk fótunum í inni- skóna. Harriet reyndi að ná í handlegginn á honum um leið og hann fór framhjá, en hann hristi hana af sér. Það var hlutverk karlmannsins að ráðast gegn innbrotsþjófum að næturþeli og hann ætlaði ekki að bregðast sínu hlutverki. Og hann ætlaði að verja heimili sitt og fjöl- skyldu, að minnsta kosti eigin- konu. Hann þaut fram á stigaskörina. — Komdu út úr eldhúsinu. Ég heyri til þín! Dinkie byrjaði að gjamma, þegar hann heyrði rödd hans. Það var ekki hægt að kalla þetta vingjarnlegt gjamm; ekki held- ur þægilegt gelt, svo sem vænta má af heimilishundi, sem heyr- ir rödd húsbónda síns. Robert þrammaði niður stig- ann. Hann heyrði einhvern þys í eldhúsinu. Innbrotsþjófurinn hafði kastað sér á bakdyrnar, en þær voru kyrfilega læstar. Allt í einu þaut dökk vera eft- ir ganginum, yfir forsalinn í átt- ina að aðaldyrunum. Robert stökk niður síðustu þrepin og kastaði sér á mann- inn. —- Glæpamaður! Þjófur! Saman duttu þeir á dyrnar. — Út úr mínu húsi, æpti Robert og hélt dauðahaldi í mannveruna sem iðaði í höndum hans. Hann fékk olnbogann í kvið- inn og hrökklaðist aftur á bak. Maðurinn barðist við slagbrand- inn fyrir aðaldyrunum. — Harriet! Hringdu á lögregl- una! Dyrnar opnuðust, eitt andar- tak var þessi dökka vera eins og skuggamynd móti gráum nætur- himninum og daufum týrunum á götuljósunum. Svo hrasaði hún, valt niður þrepin, reis á fætur og hljóp slagandi niður eftir ak- brautinni. Robert hallaði sér upp að dyra stafnum. — Bítnikk! æpti hann æva reiður. — Undirheimaskepna! Þú . . . það ætti að hýða hann. Þú. . . . komdu aftur! Ég er ekki búinn með þig ennþá! Hann beið þar til hann var viss um að ögrun hans hafði ekki verið tekin til greina og þá lét hann lokahrinuna ríða: —- Þú . . . þú ævir-týraþyrsti unglingur. Hann skellti á eftir sér dyrun- um og sneri sigri hrósandi inn í anddyrið. Ljósin kviknuðu þeg- ar Harriet kom niður. Robert, sagði hún veiklu- lega. Fyrir ofan hana var lúgugatið lokað eins og venjulega, allt var eins og venjulega, en einhvers staðar hlaut að vera opinn gluggi, hugsaði Robert, einhvers staðar hafði Harriet förlazt, hún hafði ekki unnið sitt verk ræki- lega, hafði ekki læst húsinu kyrfilega. En hún var svo föl og í svo miklu uppnámi að hann hafði ekki brjóst í sér til að halda yfir henni fyrirlestur núna. í fram- tíðinni varð hann sjálfur að taka það að sér að loka húsinu. Engri konu — ekki einu sinni Harriet — mátti treysta til að gera allt rétt. Nú þegar þau voru örugg, fannst honum að hann hefði efni á því að klappa sér á brjóstið, hálft í gamni og hálft í alvöru. Þegar allt kom til alls hafði þessi náungi flúið heldur lúa- lega, var ekki svo? Þegar kom að hinni hættulegu orrustu í myrkrinu hafði Robert sigrað. Hann hafði rekið innrásarmann- inn út. Án þess að hugsa eitt andartak um yfirvofandi hættu hafði hann varpað þessum við- sjárverða glæpamanni út í yztu myrkur. — Jæja, sagði hann. — Ég hef að minnsta kosti ekki gleymt öllum atriðum vopnlausu bar- áttunnar. Hann lagði af stað yfir and- dyrið með útmældum, virðuleg- um og rólegum skrefum, hins sigurvissa húsbónda. Svo rak hann upp angistar- óp. Næsta skref, sem hann hafði ætlað að taka, jafn rólega og yf- irvegað og hið fyrsta var æðis- gengið og upp í loft og rauf hinn háttbundna hrynjanda. Dinkie missti takið á berum ökkla Roberts, en hann gerði aðra árás og að þessu sinni náði hann góðri kjaftfylli af nátt- buxnaskálm. Það heyrðist rif- hljóð, Dinkie hristi höfuðið og hélt fast. Rifhljóðið hélt áfram. 9. Það rigndi. Það hefur senni- lega rignt kvöldið, sem guð sagði leiguliðum sínum í Eden- garði upp. Og Adam hafði senni- lega farið að, rétt eins og Am- brose, hann settist niðri við ána og viðurkenndi fyrir sjálfum sér, að þetta hefði verið of gott til að geta enzt. En Adam hafði að minnsta kosti haft Evu með sér, til að hugga hann og taka á sig sökina fyrir að hafa hrakið þau úr hinu þægilega og fyrirhafnar- lausa umhverfi. Ambrose skalf. Rigningin lak ofan eftir bakinu á honum. Hann dró kragann á innisloppnum betur að sér en það stoðaði ekki mikið. Kuldinn rataði sína leið inn í merg og bein. Honum fannst að síðast í gær hefði verið bjart sólskin í lifi hans. Sólskin sem laumaðist inn um rifur milli gluggatjaldanna og gerði fallegt munstur á gólf- ið meðan hann og Harriet gerðu sín eigin munstur. — Og andskotakornið, það var í gær, og nú var því lokið. Hvenær sem var gat lögreglu- maður komið skálmandi eftir ár- bakkanum og tilkynnt honum að hann væri óforsvaranlega klædd- ur. Það yrði farið með hann á stöðina og hann yrði að viður- Framhald á bls. 40 41. tbi- VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.