Vikan


Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 14

Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 14
TREMSTI HJARTASKURD- UKNII i HEIMI Mestu undur nútímans liai'a ger/A á sviði hjarta- skurðlækninga. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum áratugum, að hægt yrði að lengja líf manna með því að skipta um hjarta í þeim? SHk aðgerð tókst fyrst eins og kunnugt er hjá prófessor Barnard í Suður-Afríku og vakti afrek hans heimsathygli. En síðan hafa fleiri læknar siglt í kjölfarið víða um lönd, og nú er svo komið, að Barnard telst ekki lengur sá skurðlæknir, sem beztum árangri hefur náð í hjartaígræðslu. Sá maður er tvímælalaust pró- fessor Denton Cooley, sem starfar í Houston í Texas í Bandaríkjunum. Hann hefur skipt um hjarta í fimm karlmönnum og einni konu. Allir sjúklingar hans eru við góða heilsu og tveir þeirra meira að segja farnir að stunda aftur vinnu sína. Cooley er því enn sem komið er tvímælalaust fremsti hjarta- skurðlæknir heims. V_________________________________________________________J Cooley er kvæntur og- á fimm dætur. Kona hans, Louise, er hjúkrunarkona. Fjölskyldan stundar gjarn- an útilíf og bregður sér á hestbak eða í sundlaug — eins og á myndinni hér t. v. Hjartaígræðsla er flókn- asta og erfiðasta aðgerð, sem læknavísindin geta framkvæmt. Það sést bezt á stóru myndinni t. h. hve marga aðstoðarmenn og mikinn útbúnað þarf. Everett C. Thomas (47 ára) var sá fyrsti, sem Cooley græddi hjarta í. Hann er bankastarfsmaður og er nú aftur farinn að vinna sitt gamla starf. Hann fékk nýja hjartað sitt úr ungri konu, sem svipti sig lífi. Louis Fierro (54 ára) var annar í röðinni. Hann dvelst um þessar mundir á móteli og hvílir sig eftir aðgerðina. Ef allt gengur að óskum mun hann innan skamms geta far- ið aítur heim til New York og tek ið til við sitt gamla starf. 14 VIKAN «■ tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.