Vikan


Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 10

Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 10
HUGMYNDIN um paradís felur í sér þrá mannsins til æðstu hugs- anlegrar sælu, lífs í algerri gleði og fullkomnun, lausn frá hættum heimsins og hvimleiða hversdags- legs veraldarvafsturs. Hún hefur jafnan verið nátengd hugmyndinni og voninni um iíf að loknu þessu, enda hefur lífið hérna megin grafar sjaldnast verið meira sældar- brauð en svo fyrir flesta menn, að ævin- týralega bjartsýna skýjaglópa hefur þurft til að láta sér detta í hug að hægt væri að skapa sér paradís í þessum táradal. Þar sem trúarbrögð mannkyns hafa flest löngum nærzt á óttanum við dauðann og þránni til eilífs lífs, kemur af sjálfu sér að paradís skipar veglegan sess í þeim flest- um. Samkvæmt biblíunni var hin upphaf- lega paradís aldingarðurinn Eden „langt austur frá“ er Drottinn Jahve hafði ætlað Adam og Evu til vistar en rak þau þaðan í vonzku þegar þau átu eplið fræga, sam- kvæmt áeggjan höggormsins, sem mun ann- aðhvort hafa verið fulltrúi djöfulsins eða hann sjálfur. Enginn skyldi þó ætla að himnafaðirinn hafi gert þetta af réttlætis- ást, eins og margur prestlingurinn hefur logið að mönnum gegnum aldirnar, heldur af afbrýðisemi. Sakarefnið, að eta af skiln- ingstré góðs og ills, gerði að verkum að mað- urinn öðlaðist gáfu, sem guðirnir vildu ein- oka. Eða eins og stendur í Fyrstu Mósebók, þriðja kapítula, tuttugasta og öðru til tutt- ugasta og fjórða versi: „Og Drottinn Guð sagði: Sjá, maðurinn er orðinn einn af oss, þar sem hann veit skyn góðs og ills. Aðeins að hann rétti nú ekki út hönd sína og taki einnig af lífsins tré og eti, og lifi eilíflega! Þá lét Drottinn Guð hann í biirt fara úr aldingarðinum Eden, til að yrkja jörðina, sem hann var tekinn af. Og hann rak mann- inn burt og setti kerúbana fyrir austan Eden-garð og loga hins svipanda sverðs, til að geyma vegarins að lífsins tré.“ Þessi upprunalega paradís kristninnar var sem sagt heldur jarðnesk, þar sem mann- inum var ekki einungis fyrirmunað eilíft líf, heldur og almennasta grundvallarskyn- semi: skilningur á góðu og illu. Hér kemur fram hugmyndin um guðina sem ruddalega og sérgóða forréttindastétt, sem af grútar- skap og svíðingshætti vilja halda æðstu gæðum fyrir sig eina. Hið sama kemur fram í grísku sögninni um Prómeþeif, sem stal frá guðunum eldinum og færði mönnunum. Báðir hlutu þeir Adam og Prómeþeifur Hólpnar sólir slappa af í paradísargarði. Þýzkt mólverk frá því skömmu eftir 1400. „Leikur sér með Ijóni, lamb í paradís." Eitt meg- inatriðið við paradís í hugum manna hefur oft verið það, að hún væri gersneydd þeim rándýrs- móral sem einkennir jarðlífið. Mjög kvað að trúarlegum mótifum í myndlist miðalda og lengi síðan. Þetta er eirstunga fró því um 1500 eftir Albrecht Diírer og sýnir Ad- am og Evu í Eden. Höggormurinn hangir á grein ó milli þeirra og réttir Evu eplið, sem allt varð vitlaust út af. Baðströndin er hin jarðneska almenningsparadís nútímans. Fjöidi manns mundi áreiðanlega kjósa sér þess háttar líf eftir dauðann; enda má segja að baðströndin sé að mörgu lik þeirri paradis, sem Múhameð fyrirhugaði sínu fólki; meginmun- urinn er sá að hún er færð fram að sjó. 10 VIKAN «• »1.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.