Vikan


Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 41

Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 41
Þessi hendi heldur á pakka sérstaklega gerðum til þess að vernda og halda hinum sérstæða keim gæða tóbaksins sem notað' er 'M w m í Philip Morris Multifilter sfgaretturna Svo hún var að biðjast afsök- unar vegna eiginmanns síns. Mér er kastað út af mínu eigin heimili, kveinaði Ambrose. —■ Allt var dásamlegt . . . allt var svo gott, þar til þessi and- skotans hundur kom. Harriet - einhver okkar verður að fara! Þau litu á Dinkie. Dinkie sleikti Ambrose aftur í framan og dillaði skottinu. — Robert verður mjög æstur, sagði Harriet. Robert verður mjög æstur. — Kannske ef Dinkie bara stryki.... — Segðu honum þá að strjúka. Harriet vafði regnfrakkanum blíðlega betur utan um hann, lokkaði hann til að reka hand- legginn í ermarnar og hneppti að honum. Komdu heim, sagði hún blíðlega. — Heldurðu að það sé allt í lagi? .. Robert er steinsofandi núna. Hann sefur svefni hinna réttlátu. — Ja. . .. Ambrose var enn djúpt særð- ur. Hluti af heila hans sagði hon- um, að hann ætti að sitja kyrr þarna á bekknum og segja henni að fara heim, en halda sjálfur fast við sín prinsip. Hann átti að láta hana fara eina. Hér lauk leiðinni. Hann átti að láta hana taka þetta fjandans hundkvik- indi og láta hana fara heim til eiginmannskornsins og ætli þau hefðu mikla gleði út úr því öllu saman! Aldrei framar ætlaði Ambrose að láta nota sig og síð- an misnota. Hann ætlaði ekki að láta auðmýkjast, ekki fremur en þola misþyrmingar. Hann var Ambrose Tuttle, ekki kjöltu- rakki, sem hægt var að kjassa aðra mínútuna og sparka í þá næstu. Svo varð honum hugsað til rúmsins, bókanna, beikonsins og eggjanna og ristaða brauðsins og tómatanna, sem þau myndu éta í morgunmat, morguninn eftir. Seint, eftir allt það sem gerzt hafði í nótt. Hann reis á fætur: — Þá það, sagði hann virðulega og reyndi að láta ekki sjá á sér svipbrigði, þó að vatnið bullaði upp úr inni- skónum hans. — En með einu skilyrði. —- Hvað sem þú vilt, elskan. Þetta \»ar eins og þessi gamla kvikmynd um Waterloo- brúna ,sem hafði verið sýnd í sjónvarpinu, fyrir nokkrum mán- uðum þar var maður í leit að hinni týndu ást sinni, fann hana niðurbeygða og örvæntingarfulla, allslausa, tilbúna að kasta sér í ána eða undir strætisvagn. Nú var þetta bara á hinn veginn. Það var hann, sem var týndur. Burtrekinn. Smáður. Reiðin vall upp í honum aftur. Hann sagði: Ég meinti það sem ég sagði, einhver okkar verður að fara. Ég kem ekki aftur ef hundurinn kemur aftur. — En elskan .... — Hann eða ég. Tennurnar í Ambrose voru farnar að glamra, en hann var ákveðinn í að sýna enga linkind. — Það er ekki rúm fyrir okkur báða í þessu húsi. — Á morgun, sagði Harriet róandi. — Við finnum einhverja leið til að losna við hann á morg- un. — Það er kominn morgunn núna, sagði Ambrose. Við get- um ekki geymt neitt. — í fyrramálið, þegar Robert er farinn, getur þú farið út og — ja — týnt Dinkie. — Er það loforð? — Ég lofa því. Þau sneru burt frá ánni og gengu heim. Það sladdaði i Am- brose við hvert skref. Dinkie trítlaði kátur við hlið hans og rótaði við og við upp aurleðju, fagnandi í bragði. Morgunmaturinn var seint, eins og Ambrose hafði kveðið á um. Sá bezti morgunmatur, sem hann hafði nokkru sinni smakk- að. Óttinn hafði nagað hann inn- an nóttina áður og fram undir morgun. Nú hafði hann aftur náð fullum þrótti og var farin að trúa því að hægt væri að endurvekja hið gamla og góða skipulag. Hann sveið ennþá undan óþægi- legum athugasemdum Roberts, en Harriet hafði rétt fyrir sér, Robert hafði ekki vitað að þetta var hann, hafði ekki gert sér grein fyrir því á hvern hann var að æpa og hefði ekki látið sér detta í hug, að segja svona and- styggilega hluti um Ambrose, ef hann hefði nokkru sinni fengið tækifæri til að kynnast honum almennilega. Eftir þriðju ristuðu brauðsneið- ina með marmelaði, sagði Harr- iet: — Tilbúinn? Ambrose leit á Dinke sem stóð og dinglaði skottinu. —• Tilbúinn, sagði hann. Harriet fór út á götu til að sjá hvort nokkur tortryggilegur væri á ferli. Allt var í lagi, svo flýtti Ambrose hér út með Dink ie á hælunum. Á síðustu stundu brá fyrir efa í hug Harriet. Frá dyrunum kall- aði hún: - Anginn litli, hvað verður um hann? — Og ég, sagði Ambrose og nam staðar við hliðið. — Manstu eftir síðustu nótt? Mundu eftir mér, yfirgefnum á götunni, burt- reknum. Þegar Harriet kinkaði kolli og andvarpaði, sagði hann: Framhald í næsta blaði. 41. tbi. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.