Vikan


Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 36

Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 36
fyrirgefðu mér, ég er bara af- brýðisamur. Það voru bara börn og hundar sem gátu verið svona hjálpar- vana. Hún vissi hve hratt hjarta hans sló, og hún vissi líka að hún gat lægt þessar öldur óróleikans. Já, hún vissi að hún gat það, það var svo auðvelt. — Johnny. — Já, hvað er það, ástin mín? Ástin mín! Orðin léku í loft- inu. — Ég veit ekki. — Elskan ....... Þau fundu hvort annað með þeim auðveldleik, sem aðeins löng vinátta getur skapað. Þau þekktu hreyfingar hvors annars, ilminn hvort af öðru, líkama hvors annars. Og þau héldu dauðahaldi í töfra augnabliks- ins, eins og til að brúa bilið sem aðskilnaðurinn hafði mynd- að á milli þeirra. Þau lágu kyrr. Það var Jane sem fyrst rauf þögnina. — Þetta er svo ljúft. Það er svo gott að þurfa ekki að byrja á allskonar skýringum .......... sleppa kröfunum sleppa við fullyrðingar ..... Þetta er það eina raunverulega ......... þú ert sá sem áttir mig fyrst. — Þú ert engri lík. Og þú getur bókað að ég hefi leitað fyrir mér. En þetta er heilagur sannleikur. Þú ert sú eina Þau lágu aftur þögul um stund. Johnny virti fyrir sér reykinn, sem steig upp af sígarettunni, en Jane virti hann fyrir sér, horfði á augnahárin, sem voru löng og brettust upp á við, og sá hvernig hann kipraði munninn utan um sígarettuna, drakk þessar myndir í sig, eins og til að festa þær í huga sínum. Svo hjúfraði hún sig upp að honum, kom við handlegg hans, og þá hrundi aska niður á brjóst- ið á honum. Hún sléttaði úr öskunni, svo hún varð eins og blæja yfir brjósti hans. Svo opnaði Johnny munninn og fór að tala. — Ég er að hugsa um nokkuð, sagði hann. — Já? sagði Jane, eftirvænt- ingarfull. — Ef ég umskrifa fyrsta kafl- ann, og kem Ameríkananum fyrr inn í söguna, þá verður meiri heild í henni. Jane lá kyrr, grafkyrr. — Með smávægilegum breyt- ingum er hægt að fá fína kafla í bókina. Jane kippti til sín hendinni og stakk henni undir lakið. — Þú hefir víst ekki breytzt, sagði hún kuldalega. — Hvað áttu við? Hún sneri sér frá honum. — Þú hugsar aldrei um neitt annað, ekki einu sinni nú. — Hugsa um hvað? — Ritstörfin. — Hvað annað. Ég er rithöf- undur, er það ekki? Eins og þú ert leikkona. Hvað er út á það að setja? — Ekkert. Ég hélt bara að nú, einmitt nú....... Jane stakk höfðinu niður í koddann. — Það er ekkert, alls ekkert. Johnny dró lakið til hliðar og reis upp, andvarpandi. — Hversvegna þarftu endilega að tala um hversdagslega hluti með slíkum fjálgleik, eins og deyjandi Ofelia? Þú yfirleikur ennþá, Jane. Það er meinið þitt sem leikkonu, þú leggur allt of miklar áherzlur á venjulega hluti, áherzlur, sem alls ekki eiga við atvikin. Jane rauk upp úr rúminu og sneri sér að honum. — Þú þarft ekki að kenna mér neitt um skilning á hlutunum eða hvernig eigi að túlka þetta og hitt. Þú hefir alltaf ímyndað þér að þú værir alvitur, að þú vissir líka allt um mig, en þú veizt ekkert um mig. Og þú hefir aldrei vitað neitt um mig! Þau störðu hvort á annað yfir óreiðuleg rúmfötin í rúminu. — Þetta er næstum eins og að horfa á gamla kvikmynd, sagði hann lágt. Eftir andartaks þögn, eins og hún biði eftir stikkorði, sagði Jane: — Það var ekki meiningin. Johnny virtist hika, áður en hann svaraði: — Það hefir það aldrei verið. ' Hann beygði sig niður til að ná í hálsbindið, sem lá á gólfinu, og svo sagði hann: — Við vitum að minnsta kosti hvernig sagan endar, er það ekki? Og svo smeygði hann bir.dinu undir flibbann. Þau stóðu hreyfinga- laus um stund, eins og leiktjald hefði fallið á milli þeirra. Svo gekk hann að speglinum, gretti sig framan í sína eigin spegilmynd. Hann strauk hár- ið frá enninu upp að hvirfli, með fingrunum. Þegar hann hélt áfram að tala, var röddin breytt. — Ja, — við getum ekki stöðv- að tímann. Ætlarðu ekki að fylgja gesti þínum til dyra? Jane leit á rúmið, og það var ekki laust við skjálfta. — Sjáðu nú til, sagði Johnny vingjarnlega. — Þú skalt ekki taka þessu svona þunglega. — Ég hélt að þú hefði kannski eitthvað breytzt, tautaði hún. — En þú sjálf? — Já, ég hélt að ég hefði líka breytzt, ef til vill svolítið. Tárin á kinnum hcnnar voru ekki eðlileg. Johnny gekk að dyrunum. — Jaeja, vertu þá sæl, fyrr- verandi eiginkonan mín. Þú ert alls ekki svo afleit leikkona. Um stund hélt ég í einfeldni minni að þú vildi að ég yrði kyrr. Jane hlustaði á fótatak hans, heyrði að hann gekk að stigan- um, heyrði hann ganga niður stigann, heyrði útidyrnar opn- ast og lokast. Þegar allt var orðð- ið hljótt, gekk hún að snyrti- borðinu og starði inn í spegilinn, ekki á sína eigin spegilmynd, heldur á það sem hann hafði skilið eftir. Svo renndi hún augunum yfir rúmið. Hún sá það yfir hægri öxlina. Þar var allt í einni bendu, lök, koddar og teppið hafði dottið á gólfið. — Johnny! Hún grúfði andlitið í hendur sér og grét. Hún sat ennþá kyrr, þegar OSRAM HWL HQL kvikasilfurperur gefa góöa OSRAM og þægilega birtu. 36 VIKAN «• tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.