Vikan


Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 13

Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 13
yrðí neyddur til þess. Það þorðí engínn að stinga upp á nokkru, sem gat valdið hneyksli, þó það væri raunar ekki gott að koma auga á eitthvað, sem ekki vakti hneyksli. Það var því þegjandi sam- komulag að segja ekkert við Soames, og svo var ekki talað um þetta innan fjölskyldunnar. Þetta varð að hafa sinn gang. .. . Það var árdegis í miðjum október, þegar Jo Forsyte kom í gras- garðinn til að teikna nokkrar skissur fyrir vatnslitamyndir sínar, að hann sá að það sat ung kona á bekk, rétt hjá þeim stað við gróð- urhúsin, þar sem hann var vanur að sitja við vinnu sína. Hann varð ergilegur, því að hann kaus að vera einn og í næði við vinnu sína. Það var eitthvað yndislegt og aðlaðandi við fíngerðan vöxt þess- arar ungu konu, en Jo tók mest eftir andlitssvipnum, því hann minnti á konuna hans. Hann fann að þetta var kona sem var að berjast við öfl, sem hún réði ekki við. Þetta vakti með honum sam- úð og höfðaði til riddaramennsku. Hversvegna sat hún hér svo ein og yfirgefin? En allt í einu lifnaði yfir andliti hennar. Jo sneri höfðinu og kom auga á Bosinney sem hraðaði sér yfir grasflötina í áttina til hennar. Svo þetta var þá Irene Forsyte. Hann horfði forvitnislega á stefnumót þeirra, í skjóli við lárviðar- tré, milli tveggja bekkja. Hann sá svipinn í augum þeirra og tók eftir því hve þau tókust þétt í hendur. Þau settust hlið við hlið á bekkinn og töluðu saman, hratt og innilega. En hann heyrði ekki hvað þau sögðu. Einu sinni hafði hann verið í slíkri aðstöðu. Hann kannaðist við langa bið, stutt, leynileg stefnumót í almenningsgörðum eða á göt- um úti, alla þá óvissu, sem kvelur elskendur sem ekki eiga rétt á því að njóta samvista. Þegar hann leit á þessi tvö andlit, sá hann að það var annað og meira en stundar ævintýri sem batt þetta unga fólk saman. Þetta var ást, sama tilfinningin sem hafði rekið hann sjálfan til að yfir- gefa heimili sitt. Bosinney var ákafur og talaði hratt, en hún sat þögul og hreyf- ingalaus. Skildi hann vera maður til þess að fá þessa blíðu, mildu konu, sem ekki virtist geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir, á sitt band. Án efa hafði hún gefið sig honum á vald, og var nú jafnvel reiðubúin til að ganga í dauðann hans vegna, en gat hann fengið hana til að rjúfa örugg, borgaraleg bönd, hans vegna? Jo fannst eins og hann heyrði hana segja: — En vinur minn, það myndi eyðileggja framtíð þína og lífsstarf. Hann hafði sjálfur þekkt óttann, sem getur leynzt í huga konu, sem er hrædd um að verða manninum sem hún elskar fjötur um fót. Og hvernig var afstaða Soames? hugsaði Jo. Fólk hélt ef til vill að það kveldi hana að fara á bak við manninn sinn. Ó, nei, þá visst það ekki mikið um konur. Nú teygaði hún næringu, eftir að hafa búið svo lengi við hungur, — líklega naut hún þess að hefna sín. Guð hjálpi henni, Soames myndi örugglega reyna að ná sér niðri á henni. Nokkru síðar heyrði hann skrjáfið í silkipilsi hennar, bak við lárviðartréð, þau gengu burt saman, hönd í hönd... . Síðdegis þennan sama dag gerði gamli Jolyon sér upp erindi til að heimsækja lögmannafyrirtækið Forsyte, Bustard og Forsyte. James bróðir hans sat á stóru skrifstofunni sinni, með nefið niðri í einhverjum skjölum. — Nei, góðan daginn, Jolyon. Mér er sagt að þú hafir farið til Sviss með June. Það er meira sem hann gerir okkur lífið leitt þessi Bosinney. Já, ég bjóst auðvitað við því að þetta endaði allt með ósköpum. Sjáðu bara. . . . Hann rétti bróður sínum skjalabunkann. Jolyon las, án þess að segja nokkuð, og lagði svo skjölin frá sér, með reiðisvip. — Ég skil ekki að Soames skuli nenna því að feykja upp þessu moldviðri, vegna þessarra fáu punda. Hvaða gagn hefur hann af því? Hann er stórríkur maður. Langa yfirvörin á James titraði. Hann þoldi ekki að sonur hans væri gagnrýndur. — Það eru ekki eingöngu peningarnir, sagði hann, en þagnaði svo, þegar hann sá fyrirlitninguna í augum bróður síns. Framhald á bls. 43 41. tw. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.