Vikan


Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 45

Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 45
Soames hristi höfuðið. - Nei'. . . . Hún er farin frá mér. Hár og þrekinn líkami Emily lækkaði svolítið reisn sína, óg hún var eðlileg í hreyfingum, þegar hún gekk til sonar síns. — En, drengurinn minn, elsku drengurinn minn! sagði hún og kyssti hann á ennið. James varð grár í framan, og það var eins og hann yrði mörgum árum eldri. — Farin frá þér? Hvað áttu við með því? Þú hefur aldrei sagt eitt orð í þá áttina að hún ætlaði að fara frá þér. - Hvernig átti ég að vita það? sagði Soames móðgaður. - Hvað á ég að gera? James fór að ganga fram og aftur um gólfið. — Ja, það veit ég sannarlega ekki. Til hvers ertu að spyrja mig? Það segir mér eng- inn neitt. Og samt kemur fólk til að spyrja mig ráða. Hún mamma þín hérna, hún hefur heldur ekki neitt að segja. En ef ég á að segja þér mitt álit, þá finnur þú Irenu og tekur hana með þér heim. Soames brosti. Það var gamla, þóttafulla brosið, en nú var það hálf brjóstumkennanlegt. Ég veit ekki hvert hún fó’-. - Nú, svo þú veizt það ekki, sagði James. Þá skal ég segja þér það. Hún hefur stungið af með þessum Bosinney. Mig grunaði alltaf að þetta færi svona. Það varð löng þögn, og svo fóru andlitsdrættir James að titra, eins og hann væri að bresta í grát. Þetta endar með hneyksli. Það hef ég alltaf sagt. Og svo standið þið þarna bæði og gónið, þú og móðir bín. — Svona, svona, James, sagði Emily róandi. Soames gerið auð- vitað allt til að fá Irene t;l að koma heim aftur. En núna skulum við ekki tala meira um þetta. Þetta lagast allt. ... Um tíu-leytið fór Soames heim til sín. í anddyrinu fálmaði hann með skjálfandi höndum eftir bréfunum, sem pósturinn hafði fleygt inn um bréfarifuna. En það var ekkert bréf frá Irenu. Það var kveikt upp í búningsherberginu, en svefnherbergið hennar var kalt og dimmt. Soames gekk þangað inn og kveikti ljós. Hann gat ekki sætt sig við þá tilhugsun að hún hefði yfirgefið hann. Eins og til að leita eftir einhverjum skilaboðum, einhverri sennilegri skýr- inu á því að hún hafði farið að heiman, fór hann að leita í öll- um skúffum og skápum. Þarna hengu kjólarnir hennar. Hann hafði alltaf óskað eftir því að hún væri fallega klædd. . . . Ilún hafði ekki tekið marga kjóla með sér, aðeins tvo eða þrjá. Hann bevgði sig yfir skrautgripiskrín- ið, og varð hissa þegar hann sá að lykillinn stóð í skránni. Það hlaut að vera tómt. Hann opnaði það. í litlu, flauelsfóðruðu hólfunum lágu allir skrautgripirnir sem hann hafði gefið henni, og undir lokinu var bréf stílað til hans. Þar stóð aðeins: - Ég- held ég hafi ekki tekið neitt af því sem þú cða fjölskylda þín hafa gefið mér. Hann skoðaði hinar mörgu brjóstnælur og armbönd, sem voru al- sett perlum og demöntum. Hann starði á litla gullúrið, með stór- Um demant, sem var umkringdur safírum, á hálskeðjurnar og hring- ana, —• allt var í réttum hólfum. Og alh í einu streymdu tárin af augum hans yfir glitrandi skrautið. Þetta var greinilegasta sönnun þess að hún var farinn fyrir fullt og allt. Eins og leiftri skaut því niður í huga hans hve mikla and- styggð hún hafði á honum, og að það væri algerlega vonlaust að hún kæmi aftur. Hann skyldi líka að Irene var brjóstumkennanleg, hún hlaut að hafa gengið í gegnum miklar þrengingar. Með þessari skyndilegu tilfinningasemi brást Soames skyldum Forsyteættarinnar, gleymdi um stund sjálfum sér, auðæfum sínum og gulli. En slík augnablik eru sjaldan langvarandi. Það var eins og tár hans hefði skolað í burtu allan veikleika. Hann reis rólega á fætur, læsti skríninu og tók það með sér inn í næsta herbergi. . . . June hafði verið á verði. í seinni tíð hafði hún lesið dagblöðin vandlega, og gamli Jolyon undraðist atferli hennar. Loksins sá hún það að mál þeirra Soames og Bosinneys átti að koma fyrir rétt, og þá tók hún til sinna ráða, með þeim viljastyrk, sem var svo einkennandi fyrir hana. Hún var ekkert hissa á því að Bosinney mætti ekki við réttar- höldin. Það var svo líkt honum að finnast hann vera yfir það haf- inn að verja mál sitt. :Strax, þegar dómurinn hafði verið kveðinn upp, náði June í vagn og ók heim til hans. En þegar hún stóð fyrir framan dyrnar og hringdi, var ekki lok- ið upp. Það var fyrst þegar hún var búin að standa lengi og hringja, að dyrnar voru opnaðar til hálfs. June varð undrandi og hörfaði aðeins frá. Það var hræðslulegt andlitið á Irene sem kom fram í gættina. Hún mætti augnaráði June, án þess að segja nokkurt orð, og þeg- ar June mætti augum hennar, þessum stóru, dökku augum, þá fann hún fyrir þeim töfrum, sem augu Irene höfðu æ+íð haft á hana. Hvað ert þú að gera hér, Irene? spurði hún. Og það var eins og hún væri hrædd um að Irene lesði fram sömu spurninguna, því hún flýtti sér að segja til skýringar. Þetta voru andstyggileg réttarhöld. Ég kom til að segja Philip að hann hefði tapað málinu. Irene svaraði engu, en hélt áfram að stara á hana, og að lokum hrökk út úr June. Stattu ekki þarna eins og steingervingur . . Irene hló, bitrum hlátri. Guð gefi að ég væri úr steini. . . . Ég vil ekki heyra neitt, hrópaði June. - Ég vil ekki vita hvað þú ert að gera hér. Þú hefur engan rétt til að vera hér. Nei, ég hef ekki rétt til að vera neins staðar, sagði Irene lágt. Hvað áttu við með því? Ég hef yfirgefið Soames. . . . Þá greip June um eyrun. - Ó, þegiðu! Ég vil ekki hevra það, ég vil ekki vita neitt. Hvað er+u að gera hér? Farðu, farðu burt. Þú hefur eyðilagt líf mitt., og nú ætlarðu að eyðileggja líf Philips líka. Það fór titringur um munn Irenu og hún laut höfði. Svo greip hún yfirhöfn sína, þaut framhjá June, án þess að segja nokkurt orð, og hljóp svo niður stigann. June stóð kyrr á stigapallinum, óhamingjusöm og utan við sig. Fótatakið hljóðnaði. . . . Hvað átti þetta að þýða? Var það tilgang- ur Irenu að sleppa tilkalli til Philips? Eða hvað ætlaði hún . . ? Síðar um daginn kom gamli Jolyon heim frá daglegri heimsókn sinni til sonarins, og fjölskyldu hans. Þegar hann heyrði að June væri komin heim, bað hann stúlkuna að segja henni að hann lang- aði til að tala við hana. Hann var ákveðinn i að segja henni að hann hefði fyrir löngu fyrirgefið föður hennar, og að beir Jo væru nú að fullu sáttir. Nú átti öll gömul þykkja að vera gleymd. Hann gat ekki hugsað sér að búa lengur einn í þessu stóra húsi, hann ætlaði að selja það og kaupa hús úti í sveit., þar sem þau gætu öll búið saman. Ef June vildi ekki fylgja honum, gat hún fengið að búa út af fyrir sig. Það <0 NÝ ELDAVÉL GERÐ 6604. MEÐ 4 HELLUM, STÓRUM STEIKAR- OG BÖKUNAROFNI. Yfir- og undirhiti fyrir steikingu og bökun, stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element (grill), stór hito- skúffa, Ijós í ofni. RAFHA eldavél, gerð 2650, með föstum hellum, 30 óra reynsla. 0 ÓDÝRASTA RAFMAGNSELDAVÉLIN ó markaðnum. y 41. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.