Vikan


Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 17

Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 17
mm Framhald á bls. 33. Þau höfðu verið sammála um að þau ætluðu að hittast, og þau ætluðu að vera ein. Það var fámennt og rólegt á litla veitingahúsinu, þetta sunnudagssíðdegi. Burtséð frá skrjáfi í sunnudagsblöðum heyrðist ekkert hljóð. Þjónustustúlka kom með te í könnu, og gekk svo rólega að sæti sínu, bak við af- greiðsluborðið. Maðurinn yljaði sér í lófunum á tebollanum. Fölt andiit hans, næstum gegnsætt, bar mestan svip af dökkum augun- um, næstum svörtum, þungum augnabrúnum, sem á mynd hetði litið út eins og ofnotkun á svarta litnum. — Þú lítur ljómandi vel út. Það fer þér vel að vera stutt- klippt. — Þakka þér fyrir, sagð: hún og hló að þessum vana hans að slá henni gullhamra. — Annars hef ég verið stuttklippt síðan við skildum. — En þú hefur alltaf litið út fyrir að vera yngri en þú ert, hélt hann áfram. Önnur hliöin á vísifingri hans var gul af reykingum. Einu sinn' hafði hún reynt mikið til að kenna honum að halda þ: nnig á sígarettunni að fingurnir gulnuðu ekki. — Nú lýg ég til um aldur, sagði hún. — Ég þurfti þess ekki áður. Þau þögðu, og hún tók sígarettu úr pakkanum, sem hann rétti henni. — Ertu ekki ánægður yfir því hve vel þér gengur með ritstörfin? spurði hún, sneri andlitinu frá honum og blés út úr sér reyknum. Hann virti hana fyrir sér, horfði á léttan roðann í kinn- um hennar, skarpar línur nefsins, sem vísaði niður á við, þegar hún hló. En varnarleysið, sem áður hafði einkennt framkomu hennar var horfið. — Jú, það er ég að sjálfsögðu. Þú veizt það að velgengni og peningar veita manni öryggi Það var einmitt það sem við óskuðum alltaf eftir, sagði hún hljóðlátlega. — Það varst þú sem þráðir það svo ákaft. Þau slógu öskuna af sígarettunum samtímis, svo hendur þeirra mættust. Ja-h, þetta höfum við allt. öðlazt nú, er það ekki? sagði hann og benti með höfðinu út um gluggann, á hvíta Jagúar- 'nn sem stóð þar. — Jæja, en hvað er svo í fréttum? sagði Jane. Hún var bein í baki, eins og hún sæti svo varlega í stóln- um að hún kæmi hvergi við hann. Hann yppti öxlum. — Ég er að skrifa skáldsögu um þig. — Um mig? Hefurðu nokkuð á móti því? Hún sat hljóð, hugsandi. — Eg get ekki aftrað þér frá þvþ Að hugsa sér, mér hafði aldrei dott'ð í hug að ég ætti að verða efni í metsölubók. — Þessi bók verður ekki metsölubók, skaut hann hratt inn í. — Ekki? Hún horfði á hann, en leit svo undan. Það var eins og hann hefði komið með einskonar játningu. — Ertu kominn langt með hana? — Nei, ekki langt. Það er erfitt að skrifa hana. Ég get ekki skrifað hana á sama hátt og hinar sögurnar. — Það skii ég vel. 41. tbi. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.