Vikan


Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 37

Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 37
Það jafnast ekkert á við Lark." IARK FILTER CIGARETTES MADE 1N U. S. A Laik filterinn ei þrefaldur. RICHLY REWARDING UNCOMMONLY SMOOTH Reynið Lark, vinsælustu nýju amerisku sigarettuna dyrabjallan hringdi, og hún hreyfði sig ekki fyrr en hún var búin að hringja nokkrum sinn- um og að síðustu þrjár hringing- ar í röð. Var það, mögulegt? Svo reis hún á fætur og gekk fram að dyrunum. — Opnaðu Jane. Ég veit að þú ert þarna inni. Áður en hún tók um hurðar- húninn, var hann búinn að grípa í hann utan frá. Þegar hún sá andlit hans í dyragættinni fór hún að hlæja. — Ó Johnny ........ Hann lokaði dyrunum á eftir sér og gekk inn í herbergið. — Hvað er svona hlægilegt? spurði hann. — Ekkert. Bara að þetta er allt svo sjálfu sér líkt. Við höf- um sannarlega ekki tekið stakkaskiptum. Síður en svo. Við elskumst, við förum að rífast, og svo hleypur þú burt. Bang! Svo fer ég að gráta, og þú kemur aftur. Finnst þér þetta ekki hlægilegt? — Ekki beint hlægilegt. En líklega óhjákvæmilegt. Hann sneri sér við og mætti augum hennar. Svolítið hikandi, fannst henni, — óöruggur. Við erum bæði alveg ómöguleg saman. — Óhjákvæmilegt? skaut Jane inn í. Það leit út fyrir að hann væri að brjóta heilann ura þetta. Svo sagði hann, með alvörusvip: — Já, óhjákvæmilegt. — Hvað eigum við þá að gera? Ég meina, hvað gerir fólk, sem er eins og við? — Ég veit það ekki, Jane. Hann sló út höndunum, eins og í vonleysi. — En maður verður að vona að maður vitkist með tímanum því ég veit að þetta er, það erum við tvö Jane gekk til hans, snerti kinn hans létt með vörunum. — Við? Já en við getum ekki búið saman. Ekki eins og er, að minnsta kosti Allt í einu lifnaði yfir honum. — Viitu það í raun og veru? Að við búum sitt í hvoru lagi? Hún kinnkaði kolli. — Þú varst svo mikið á móti því áður. — Ég hefi kannski breytzt, þegar allt kemur til alls. Ég sá þetta, þegar þú stóðzt fyrir utan dyrnar. — Hvað þá? Hvað sáztu? — Að við getum ekki búið saman. Ekki ennþá Það verður allt of kjánalegt að þú þjótir í burt og skellir hurðum í hvert sinn sem ég verð reið. Ég meina að það væri miklu ein- íaldara em þú segir „Iiæ, nú fiýti ég mér heim.“ Er það ekki? Hann var nokkuð tregur til að skilja hvað hún átti við, en svo færðist bros yfir þreytulegt andiitið. Hann þreif til hennar og þrýsti henni að sér. — 'Ó, Jane ....... Ungt fólk ... Framhald af bls. 9. þægilegu afsökun, að hugsjónin sé löngu komin úr tízku. Málsvarar lyginnar gylla mik- ið og oft hið vestræna frelsi. En það er bara einn af „frösunum“, sem búnir eru til úr hinum ,,nýju“ bókstöfum lyginnar, volgum úr vélinni. Því pening- arnir hafa gert frelsið að lygi. Dæmin eru lifandi: Fólk, sem syndir í hafi blekkingarinnar, blindað af peningaglýjunni. Það heldur að frelsið sé ljóminn af gullinu. Æðsta tákn hins vest- ræna frelsis er dósakók. Og helzt í gylltum dósum! Það er svo skrýtið, að það er ekki hægt að setja hugsjónir í gaffalbitadósir eða pakka þeim með úldinni skreið fyrir Afríku- markað. Það er líka andkanna- legt, að það er ekki hægt að flytja inn hugsjónir í kökubotn- um. Þær eru heldur ekki háðar heimsmarkaðsverði á síldarlýsi. Þess vegna hefur hugsjónin átt erfitt uppdráttar á íslandi. En ker lyganna tekur að fyll- ast. Lygamaskínan fer að stirðna. Þjóðskipulag blekkingarinnar mun falla. Það fellur á sinni eig- in lygi: lygi peninganna. Þegar lygin er fyrir róða, verð- ur byggt nýtt þjóðskipulag, þjóð- skipulag sannleikans. Þar verður írelsið ekki lygi. Tjald blekk- inganna, peningaglýjan, verður dregið frá augum manna. Þessi gamla sjálfslygi, að hugsjónin sé komin úr tízku, verður álitin blekking ein. Þá mun ríkja hið. sanna þjóðskipulag, skipulag al- þýðunnar, hið frjálsa skipulag sósíalismans. Paradís á jörðu Framhald af bls. 11. hann leiðangri sínum um allt- saman, helvíti, hreinsunareld og himnaríki. Sjálf heilög þrenning birtist honum sem þrefaldur geislabaugur, og geislaði einn baugurinn útfrá öðrum og varð ekki í sundur greint, en kring- um þessa náðarsól himnanna stigu hersveitir þeirra eilífan hringdans. Þótti Dante mikið til koma, sem von var að líta tákn þess guðdómlega kærleiks, sem honum skildist að væri hreyfi- afl allra hluta: Mér andagiftin brást með öllu hér; en eins og hjól, sem snýst á hveli förnu, svo upptendraði ósk og vilja í mér 4i. tw. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.