Vikan


Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 39

Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 39
ástin sem hreyfir sól og tungl og stjörnu. Síður, eftir að kaþólikkar og aðrir kristnir ofstækismenn þreyttust á að brenna þá, sem voru annarrar skoðunar en þeir, hvarf paradís að mestu úr landa- fræðinni. Þó mun ekki fjarri að ætla að til séu sálir sem ímynda sér hana einhversstaðar úti í geimnum, jafnvel á einhverri stjörnunni; gott ef ekki sé hægt að nálgast hana í þessu lífi með bættum flugsamgöngum og geimferðum. Fleiri munu þeir þó vera, með vaxandi útbreiðslu allskonar guðspekihugmynda og spíritisma, sem afneita algerlega staðsetningu paradísar í nátt- úrunni, en telja hana þess í stað á einhvei’ju öðru „plani“, ef til vill „blárri eyju“ eða því- umlíku. En hvað sem guðfræðingar og guðspekingar hafa sagt um þetta á ýmsum öldum, þá fer ekki hjá því að hugmyndir einstaklinga og þjóða um paradís hafi á flestum tímum mótast af þeim mjög svo jarðnesku aðstæðum, sem búið var við á hverjum stað. Kaþólskir guðfræðingar brutu mikið um það heilann hvort ekta fjaðrir væru í vængj- um engianna eða eitthvað gerfi- efni, en þessháttar dispútan var einungis fyrir lærða menn. Al- múganum var fjrrir mestu að fá í paradis gnóttir þeirra lífs- nauðsynja, sem hann hafði sár- legast skort í jarðlífinu. f sálm- inum stendur: Klára vín, feiti og mergur með mun þar til rétta veitt. Hér kemur fram eðlileg para- dísarhugmynd íslenzku bænda- menningarinnar sem hékk á horriminni mestalla sina tíð, sem og vissi engin gæði meiri á himni eða jörðu en hvíta hringukolla og þverhandarþykk- ar spiksiður. Og Eskimóar létu sér fátt um finnast, þegar Hans Egede sagði þeim frá paradís. Við viljum miklu heldur fara til helvítis, sögðu þeir einum rómi. Kuldinn var það jarðneska hel- víti sem þeir höfðu fengið sig fullsadda af; þeim mun meiri hiti í öðru lífi, því betra. Kannski er hér skýringin á því hve djöfullinn er viðkunnanleg per- sóna í íslenzkri þjóðtrú, gerólík- ur þeim órafjarlæga og grimma Jehóva sunnan af eyðimörk, sem af órannsakanlegum duttl- ungum sendi landsmönnum stöðugt pestir og hungursneyð- ir. Með öðru móti var paradís sú er Múhameð lofaði sínum mönnum. Á þeim breiddargráðum fá menn meira en nóg af velgjunni hérna megin, svo að eðlilegt er að all- temprað loftslag sé haft í paradís. Þar fá réttlátir Múhameðstrúar- menn eftir dauðann að sitja í gullskreyttum hásætum, en drengir sem aldrei eldast bera þeim svaladrykki. Þess á milli geta þeir hvílt sig við svalandi uppsprettulindir innan um ban- analundi og lótusblóm í félags- skap svarteygðra kvenna, sem Allah hefur sérstaklega skapað til þess arna. í Austurlöndum fjær hafa menn að jafnaði lagt minna upp úr framhaldsiífi en vestur i löndum. Búdda hafði að vísu eins konar annarslífs paradís í huga, en hann lagði öllu meiri áherzlu á að koma mönnum í fullsælu hérna megin, með því að fá þá og sjálfir þeir og æsir. Og ketill- inn hét Eldhrímnir en kokkur- inn Andhrímnir: Andhrímnir lætr í Eldhrímni Sæhrímni soðinn, fleska best en þat fáir vitu við hvat Einherjar alaz. Með fleskinu drukku þeir mjöð er streymdi úr spenum geitarinnar Heiðrúnar; var sízt ofmælt að hún væri þeim „geysi- haglig geit“. Mjólkaði hún dag- lega slík firn að „alhr Einherj- ar verða fulldrukknir af“. Börð- á aðeins það hezta skilið til að útrýma úr huga sér þrám og löngunum. Er og erfitt að sjá hvað maður sem á það stig kemst hefur að gera með aðrar para- dísir. í ásatrú forfeðra okkar koma fram ýmsar paradísarhugmynd- ir. Að loknum ragnarökum eiga „góðir menn ok siðlátir“ sér vís- an verustað í ýmsum ágætum himinsölum; þeirra beztur er Gimlé; hinir Brimir, Ókólnir, Sindri. Þekktust er þó Valhöll, þar sem Einhei’jar, andar vopn- bitinna manna, sátu í félagsskap goðanna og átu beikon af geltin- um Sæhrími, er var jafn eilífur ust þeir síðan sér til gamans, sem fullum mönnum er títt. Þetta var paradís víkinganna, en til þess að komast í hana varð mað- ur að vinna það til að láta drepa sig. En þar fyrir utan virðast margir grónir bændur hafa átt sér einkaparadísir, sem aðeins þeir og þeirra heimafólk hafði aðgang að. Svo segir í Eyrbyggju frá dauða Þorsteins þorskabíts, að maður hafi séð hann og föru- nauta hans ganga í Helgafell; „hann sá inn í fjallit elda stóra og heyrði þangat mikinn glaum ok hornaskvol.. .. “ Þorsteini var þar vel fagnað og honum boðið að sitja í öndvegi með föður sínum. Þetta hafa verið eins konar andlegir heima- grafreitir. Hjá Indíánum Norður-Ame- ríku var paradísin sem kunnugt er „hin sælu veiðilönd", þeirra eigin heimur aukinn og endur- bættur. Og svipað er raunar að segja um allar aðrar paradísir. Nú er það svo að þrátt fyrir stór orð klei’ka og galdramanna hefur lengst af leynst með mann- kyninu viss vafi á því að nokk- urt líf væri eftir þetta, og jafn- vel þótt svo væri, gæfist fyrir því ekkert garantí að það væri nein sæluvist. Því eru hugmynd- ir um fullsælu hérna megin, jarðneska paradís, gamlar meðal mannkynsins. í Austu'rlöndum fjær komu upp hugmyndir um að þessháttar dýrð næðist með andlegri upphafningu, samanber Búdda. Laó-tse hinn kínverski, höfundur taóismans, boðaði frumstæða paradís einfaldleik- ans í Bókinni um Veginn. í kristnum löndum var hinsvegar lengi gengið að því sem gefnu að jörðin væri táradalur og ætti að vera það. En hversu dapurleg sem jarðvistin reyndist átti trú- uðum mönnum að vera vorkunn- arlaust að þrauka; hinummegin grafar áttu þeir vísa umbun allra sorga. Heilög skal heimvon mín. Hærra, minn Guð til þín. Mörgum hefur paradísarvistin ekki sízt verið tilhlökkunarefni af þeim sökum, að þar efra hafa þeir átt von á endurfundum við látna vini og ættingja. Þessi þrá sem er einkar eðlileg hefur átt hvað mestan þátt í viðgangi spíritismans. Ó, blessuð stund er hátt í himinsölum minn hjartans vin ég aftur fæ að sjá, og við um okkar ævi saman tölum, sem eins og skuggi þá er liðin hjá. En áður en varði fór einnig á Vesturlöndum að skjóta upp hugmyndum um jarðneskar paradísir. Það vottar fyrir þeim hjá mönnum eins og Tómasi More sem skrifaði Útópíu, og á síðustu tímum hafa sósíalistar og kommúnistar gengið lengst í að telja mönnum trú um að virki- lega sé mögulegt að skapa eden á jörðu hér. Þar eð kommúnistar afneita trúarbrögðum, verður þörf þeirra fyrir jarðneska para- dís í stað hinnar himnesku auð- vitað sterkari að því skapi. í samræmi við það er í Sovét og fleiri kommúnistaríkjum ætlast til að gervöll skepnan syngi paradís sósíalismans lof og dýrð, líkt og á velmektardögum kristn- 41. tM. VTKAN 30

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.