Vikan


Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 43

Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 43
scSíffttíinnnar Framhald af bls. 13 Það varð óþægileg þögn. Svo sagði Jolyon: É'g er kominn til að biðja þig um að láta mig fá erfðaskrána mína. Forvitnin vaknaði strax hjá James. Hann kallaði í einn af skrif- stofumönnunum. Viljið þér sækja erfðaskrá herra Jolyons For- syte. Svo sneri hann sér að Jolyon. Ertu að hugsa um að breyta erfðaskránni? Honum til mikilla vonbrigða stakk Jolyon erfðaskránni í vasa sinn og fór, án þess að gefa nokkrar skýringar. En þegar Jolyon var kominn til skrifstofu sinnar tók hann erfða- skrána fram og las hana gaumgæfilega. Svo skrifaði hann athuga- semdir á pappírsörk, stakk svo öllu í vasann aftur, lét ná í vagn fyrir sig og ók heim til Jo, sonar síns, í Wistaria Avenue. Ja, þessi James, hugsaði hann um bróður sinn, og ekki er þessi fjárgráðugi sonur hans betri. En Jolyon ætlaði að sýna þeim í tvo heimana. Hann var hamingjusamur yfir því að það var á valdi hans að gera son sinn ennþá auðugri mann, en. sonur James gat nokkurn tíma orðið. Soames sat einn að morgunverði. Þessa nótt hafði hann miskunn- arlaust krafizt réttar síns sem eiginmanns, og hann hafði framfylgt því með karlmennsku. Það var kveikt á gasljósinu. Nóvemberþokan lá þétt og grá yfir borginni. Hann eygði varla trén fyrir utan gluggann. Hann borðaði rólega, en stundum var e;ns og hann ætti erfitt með að kyngja. Hafði hann gert rétt i því að láta ofsalega þrá sína eftir Irene fá svo algerlega vald yfir sér? Eða var það rangt að hann hafði með valdi brotið niður mótspyrnu konunnar, sem tilheyrði honum lagalega séð? Hann gat ekki glevmt andliti hennar. Fullur smánar minntist hann þess hve örvæntingarfullur grátur hennar var, þegar hann leit niður á hana, áður en hann laumaðist út úr herberginu. Þegar hann vaknaði um morguninn hafði smánartilfinningin brunnið í huga hans. En eitt gat hann þó huggað sig við, þetta myndi aldrei fréttast, Irene myndi aldrei segja þetta nokkurri manneskju. Það var mikið að gera á skrifstofu lians þennan dag, og til við- bótar öðrum störfum varð Soames að gefa sér tíma til að athuga málið gegn Bosinney, sem átti að koma fyrir rétt daginn eftir. Það var því orðið áliðið dags, þegar hann settist upp í léttikerru og lét aka sér heim, í gegnum þokuna. Irene var ekki heima þegar hann kom. Stofustúlkan sagði að frúin hefði farið út fyrir stundarfjórðungi síðan. Svona síðla dags og í þessari hræðilegu þoku? Hvað átti nú slíkt að þýða? Soames settist við arininn í borðstofunni og hafði dyrnar út í anddyxáð opnár, hann reyndi að festa hugann við dagblaðið. En hann las það allt, án þess að skilja nokkurt orð. Hendur hans skulfu af taugaæsingi.... Klukkan var rétt um sjö, þegar hann heyrði að hún kom inn. Hún var komin hálfa leið upp stigann, þegar hann kom fram. Uppbrettur kraginn á grárri loðkápunni huldi næstum andlit henn- ar, og hún var með þétta blæju vfir höfðinu. Hún leit ekki á hann og sagði heldur ekki neitt. Afturganga hefði ekki svifið léttar upp stigann.... Stúlkan kom til að dúka borðið. Frúin ætlaði ekki að borða niðri, hún ætlaði að fá eitthvað smávegis sent upp til sín. Þetta var í fyrsta skipti í mörg ár sem Soames settist að mið- degisverðarborðinu, án þess að skipta um föt. Hann hafði ekki rænu á því, og eftir matinn sat hann lengi yfir vínglasi og braut heilann, þangað til hann seint og um síðir reis á fætur með erfiðismunum og fór í háttinn. Ég verð að vera úthvíidur og hress við réttarhlödin á morgun, hugsaði hann. En það leið langur tími þangað til hann gat fest blund. . . • Þetta sama kvöld, lenti Georg, sonur Rogei'S Forsyte, í fui’ðulegu ævintýri í Lundúnarþokunni. Þeir Monty Dartie, maður Winifred, voru að skemmta sér sam- an, og það gerðu þeir oft. í raun og veru líkaði Georg ekki vel við hinn nokkuð óheflaða Monty, en það gat vei'ið ágætt að gera sér glaðan dag með honum öði-u hverju. Þeir voru orðnir alldrukknir og mjög kátir. Á torginu við Charing Cross var þokan svo svört að ekki sá hand- arbreidd fram fvrir sig. Þá skaut upp, rétt við nefið á Georg, persónu, sem hann bar kennsl á. Þetta var arkitektinn Bosinney, ,,sjóræninginn“, eins og Georg hafði kallað hann í veizlunni forðum hjá gamla Jolyon, þegar hann var kynntur sem unnusti Jane. ,,Sjóræninginn“ var ekki fullur, en þrátt fyrir niðdimma þokuna, sá Georg að hann var í geysilegum hugaræsingi. — Ó, guð, ó, guð minn, endurtók hann í sífellu. Þetta vakti forvitni Georgs. Hann var alltaf á höttunum eftir einhverju spennandi, þó helzt einhverju sem hægt var að gamna sér við. Ósjálfrátt litaðist hann um eftir Monty, en hann var hoi'f- inn í þokuna, hann kom hvergi auga á skvapmikið andlit hans. Jæja, það var ekkert við því að gera, Monty varð að sjá um sig sjálfur.. . . Það var greinilegt að Bosinney vissi ekkert hvað hann var að fai'a eða gera. Hann stai'ði fram fyrir sig, með trylltu augnaráði, nam staðar og æddi svo af stað aftur. Georg, sem upphaflega hafði ætlað sér að lenda í einhverju spennandi, vai'ð skvndilega allsgáð- ur, og hann hugsaði með sér að hann yrði að hafa auga með arki- tektinum, svo hann færi sér ekki að voða í þessari blindþoku. Hann hélt sig því alveg á hælum Bosinneys, sem stundum stökk út á götuna. Það var rnjög erfitt að greina hljóð, og eiginlega úti- lokað að átta sig á stöðum. Nýjar þokubylgjur komu stöðugt velt- andi, en einstaka sinnum grillti í götuljós, eins og sæist til vita á óendanlegu og dimmu hafi. Bosinney óð út í þessa ólgu og Georg fylgdi honum eftir. Ef mað- urinn hefði í huga að flevgja sér fvrir vagn, ætlaði hann að koma í veg fyrir slys, ef það væri á hans valdi. En allt í einu tók þessi sorgarleikur á sig aðra og óvænta mynd, því að Bosinney fór að tala hátt, eins og í óráði. Hann hækkaði stöðugt róminn, orðin komu í gusum, og allt í einu varð Georg Ijóst, hvað það var sem kvaldi manninn. Það var að Soames frændi hans hafði tekið konuna sína, sem alls ekki elskaði hann og vildi ekki búa með honum, með valdi. Bosinney, sem virtist algerlega ráðvilltur hafði hnigið niður á bekk við Trafgalgar Square. Hinum spjátrungslega Georg fannst á þessu augnabliki að hann væri bandamaður arkitektsins. En Georg var háttvís, hann skildi það að hann hafði engan rétt að troða sér upp á manninn, sem átti í þessari sálarkvöl. Svo fór Bosinney aftur að tala upphátt við sjálfan sig. Bitur og reiðileg orð streymdu frá vörum hans. í augnabliks meðaumkun greip Georg í handlegginn á Bosinney, sem sneri sér eldsnöggt að honum. — Hver eruð þér? Hvað viljið þér mér? öskraði Bosinney. í dagsbirtu hefði Georg trevst sér til að ráða við þetta, en í þok- unni var allt svo óraunverulegt, svo óhugnanlegt, að honum varð ónotalegt innanbrjósts. Ef hann aðeins gæti náð í lögregluþjón, þá myndi hann láta gæta Bosinneys, hugsaði Georg. Mannauminginn átti alls ekki að vera einn á ferð í þessu ástandi og í þessu veðri. Bosinney beið ekki eftir svari, en æddi út í þokuna á ný. Georg fylgdi eftir, en lét þó vera lengra bil á milli þeirra. Léttivagn straukst við öxl hans og hann stökk til hliðar. Fjandinn hafi það, ekki ætlaði hann að láta aka yfir sig, vegna þessa sjóræningja. En samt sem áður þrjózkaðist hann við og hélt eftirförinni áfram, þangað til hann sá að þeir voru komnir á Piccadilly Circus. — Það var mikill léttir, þar gat hann ratað í blindni. En allt í einu var kallað til hans, og hann hrökk aftur á bak, dauðskelkaður. Stór vagn kom fram úr þokunni og Georg sá að hann hafði misst sjónar á Bosinney, þrátt fyrir alla viðleitni sína. Hann hljóp fram og aftur, gripinn af einhverri óskiljanlegri ang- ist. Hann nam staðar, hraðaði sér svo áfram, gáði í allar áttir og hlustaði. En Bosinney var horfinn.... James Forsyte var hreykinn af syni sínum. Soames hafði staðið sig vel við réttarhöldin í málinu gegn Philip Bosinney. Nú vantaði aðeins lokaorð verjandans, áður en dómur yrði kveðinn upp. Chankery lögfræðingur var taugaóstyrkur þegar hann reis á fæt- ur. Hann var í stökustu vandræðum, því að skjólstæðingur hans hafði ekki látið sjá sig. Það var ekkei't annað að gera en að reyna að gera sem minnst úr fjarveru hans. Hann byrjaði með því að segja að hann væri alvarlega hræddur um að eitthvað hafi komið fyrir skjólstæðing sinn. Það hafði verið sent til skrifstofu Bosinneys, en hann var ekki þar. Það vissi eng- inn hvað hafði orðið af honum. Það var ástæða til að óttast hið vei’sta, vegna þess að Bosinney hafði verið mjög ákafur um að rnæta fyrir rétti í dag. Þegar verjandinn hafði lokið máli sínu, var nafn Bosinneys kall- 41. tbk VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.