Vikan


Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 46

Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 46
PER SPARIÐ MEDÁSKRIFT ÞÉR SPARIÐ TfU KRÚNUR A HVERJU BLAÐI MEÐ ÞVl AÐ VERA ÁSKRIFANDI AÐ VIKUNNI VUCAN EU HEIMILI8BLAD OG í l»VÍ ERU GREINAR OG EFNI FYRIR ALLA Á IIEIMILINU, — UNGA OG GAMLA, SPENNANDI SÖGUK OG KRÁSAGNIK, FRÓÐLEIKUR, FASTIR PÆTTIR O. FL., O. FL. KLIPPIÐ HÉR------------------1----------------,----KLIPPIÐ HER □ 3 MÁNUDIR - 13 tölubl. - Kr. 400,00. Hvert bloö ó Itr. 30,77. □ 6 MÁNUÐIR - 26 tölubl. - Kr. 750,00. Hvort bloS ó lr. 28,85. Gjalddagcr: 1. fcbrúar — 1. maí — 1. ágúst — 1. nóvcmbcr. I Vinsamlegast sendið mér Vikuna í áskrift Mll MIR MP “■ 1 1 1 6KZUFJÐ GREINILEGA I I I HILMIR HF. VIKAN PÖSTHÖLF 533 SÍMAR: 3G720 - 35320 SKIPHOLTI 33 REYKJAVÍK skipti ekki lengur meginmáli, þau höfðu fjarlægzt svo upp á síð- kastið. Þegar June kom niður var hún fö! og hnuggin. Af gömlum vana settist hún á stólbríkina hjá afa sínum, og móti vilja sínum fylltist gamli Jolyon af meðaumkun með henni. Hann stamaði, þegar hann skýrði henni frá ákvörðun sinni, og þegar hann kom að því að segja henni að hún þyrfti ekki að fylgja honum, valdi hann orðin með mestu varfærni. . . . því setjum nú svo að þú kunnir ekki við fjölskyldu föður þíns. En ég get samt sagt þér að þau eru öll indæl. June hlustaði þögul, og þegar hann hafði lokið máli sinu, fann hann allt í einu mjúka kinn hennar við sína. Þá vissi hann að hún myndi aldrei hreyfa neinum alvarlegum mótmælum. Það jók ör- yggi hans. — Þér kemur áreiðaniega til með að þykja vænt um föður þinn, sagði hann. — Hann er svo ljúfur og skemmtilegur. Það hafa aldrei verið neinar sérstakar töggur i honum, en hann er mjög þægilegur í umgengni og svo hefur hann mestan áhuga á list og öðru því- líku.. . . Jolyon hugsaði um allar vatnslitamyndir sonarins, sem hann hafði keypt í laumi og læst vandlega inni í skáp í svefnherberginu sínu. Nú, þegar hann var búinn að ákveða brevtingarnar á erfða- skrá sinni, fannst hounm strax meira til myndanna koma. — Og, — og stjúpa þín, sagði hann, og hnaut um þetta framand- lega orð. Hún er mjög aðlaðandi og elskuleg kona. Hún er kann- ski svolítið mishittin, en hún elskar Jo. Og börnin, já, þau eru dá- samleg! Þegar hann minntist á börnin varð rödd hans undursamlega hlý. — Jæja, hvað segir þú svo? spurði hann, svolítið kvíðafullur. June renndi sér niður á kné hans. Jú, henni fannst sem þetta gæti verið ágætis tilhögun. Hún hafði ekkert út á þetta að setja, og ef fjölskyldan færi eitthvað að fetta fingur út í það, ætlaði hún að láta það sem vind um eyru þjóta. En það var bara eitt . . . og hún þrýsti kinn sinni að vanga gamla mannsins, svo hann skyldi að það sem hún ætlaði að segja væri mjög mikilvægt. Ef hann ætlaði að kaupa hús úti í sveit, gat hann bá ekki hennar vegna keypt þetta dásamlega hús, sem Soames hafði látið bvggia við Robin Hill? Það var tilbúið núna og Soames ætlaði víst ekki að búa í því. Jolyon var hrifinn af þessari uppástungu. En hvað var þetta? Ætlaði „ríki maðurinn“ ekki að búa í nýja húsinu sínu? Jolyon hafði vanið sig á að kalla Soames alltaf „ríka manninn", í huga sínum. —■ Nei, það ætlar hann víst ekki að gera, sagði June stuttlega. En Jolyon vildi vita hvaðan hún hefði bessar upplýsingar. Hún gat ekki sagt honum það, en hún vissi þetta. Það var að minnsta kosti ekki trúlegt að hann flvtti þangað sjálfur. Aðstæður höfðu tekið miklum breytingum.... Orð Irenu hljómuðu ennþá fyrir eyrum hennar: — Ég hef yi'ir- gefið Soamcs. Ég hef engan rétt til að vera neins staðar.. . . En hún sagði ekki afa sínum frá því. Ef afi hennar keypti nú húsið, gat hann líka gengið frá þessum aumu peningum, sem Philip hafði verið dæmdur til að greiða. Það var ágætis lausn. Það gat líka verið að allt snerist nú til betri vegar. June beygði sig niður og kvssR afa sinn blíðlega á ennið. En Jolyon losaði sig við faðmlag hennar, með þeim myndugleika svip, sem hann ávallt setti upp, þegar hann þurfti að taka mikilvægar ákvarð- anir. Nú vildi hann fá hreinar línur. Hafði hún hitt Bosinney? Nei, en ég fór heim til hans. Heim til hans? Hver var með þér? June leit fast á afa sinn. Ég ók þangað ein. Hann hafði tapað málinu, og mér var alveg sama um bað hvort það var réttlátt eða ekki. Ég veit aðeins það eitt að ég vil hjálpa honum eftir beztu getu. Ég ætla að gera það! Var hann heima? spurði Jolyon. Augnaráðið var svo hvasst að það var líkast því sem hann ætlaði að horfa í gegnum sál hennar. Nei, hann var ekki heima, svaraði June. Ég beið um stund, cn hann kom ekki. Jolyon andaði léttar. June var staðin upp, og stóð nú og horfði á hann. Þótt hún væri ung og smágerð, var hún á þessu augnabliki bæði örugg og ákveðin. Honum líkaði miður við hana, en hann gat ekki haldið hörkusvipnum. — Þú átt örugglega eftir að róta þér inn í sitt af hverju um dag- ana, rumdi í honum. Þú ert víst fædd þannig, og þú verður lík- lega ekki öðruvísi. . . . Og hann, sem alla ævi hafði verið þrjózkur og komið vilja sínum fram gagnvart viðskiplavinum og keppinautum, horfði nú með at- hygli á þessa skapmiklu sonardóttur sína. Hann fann hjá henni þau skapgerðareinkenni, sem hann dáði mest. Það varð löng þögn, svo sagði Jolyon: — Viðvikjandi því að kaupa þetta hús, þá á ég bágt með að trúa því að það sé til sölu. En June fullvissaði hann um að það væri öruggt. Og hann gæti líklega fengið það fyrir minna verð en það sem Soames hafði borgað. - Ég fer ekki til Soames. Ég nenni ekki að hafa neitt saman við hann að sælda, sagði Jolyon reiðilega. Það er ekki nauðsynlegt. Þú getur bara talað við James frænda. En ef það fer svo að þú kaupir ekki þetta hús, gætirðu ekki samt borgað þetta sem Philip var dæmdur til að greiða? Ég veit að hann er í miklum kröggum. Þú mátt taka þessa upphæð af mínum pen- ingum. Það kom glettnisglampi í augu gamla mannsins. Af þínum peningum? En sú hugmynd. Þú hefur sjálf full not fyrir bá, er það ekki? En hugsunin um að hrifsa til sín þet.ta hús, fvrir framan nefið á James og syni hans, var sannarlega freistandi. Hann hafði heyrt mikið talað um þetta hús, innan fjölskyldunnar, sem hafði verið bæði með og móti. Það var víst nokkuð ,,listrænt“, en ákaflega skrautlegt, sagði fólkið. Að ræna „ríka manninn" því, scm hann hafði lagt svo mikið að sér til að eignast, vrði mikill sigur gagnvart James bróður hans, og greinilegt vitni þess að hann hefði sjálfur hugsað sér að Jo yrði líka ríkur maður og kæmist í rétta aðstöðu innan fjölskyldunnar, og hann ætlaði líka að sjá til þess að hann héldi þeirri aðstöðu. Já, það var sannarlega þess virði að athuga það. Gamli Jolyon studdist fast við regnhlífina sína, þegar hann gekk hægt eftir James bróður sínum og Soames syni hans, niður stig- ann sem lá niður í líkhúsið. Hann staldraði við, andartak, og kast- aði mæðinni. Lögregluþjónninn sem fylgdi þeim sagði: — Já, þá erum við hér. Þið þurfið ekkert að hraða ykkur.... Herbergið, sem þeir gengu inn í, var stórt með hvítkölkuðum veggjum. Örmjór sólargeisli skein á hvítþvegið gólfið. Á börum við vegginn lá hreyfingalaus vcra, hulin hvítu laki. Lögregluþjónninn gekk rólega að börunum og dró lakið til hliðar, svo þessir þrír með- 46 VIKAN 41- tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.