Vikan


Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 19

Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 19
árið 1964 skyldi Lakonia sigla tuttugu og fimm sinnum frá Southampton suður í sól. Tveimur dögum fyrir jóla- kvöld, þegar Lakonia var hundr- að og fimmtíu sjómílur frá Madeiru, tilkynnti yfirloft- skeytamaðurinn, Alexis Kaló- grídis, upp í brúna: Eldur um borð setjið slökkvitækin í gang! Áhöfnin fór nú að taka til höndunum, en senditækin voru stillt á alþjóðlegu neyðarbylgj- una og neyðarköllin bárust út í geyminn: Kalógrídis sendi: SOS SOS SOS GCDBR Ldkonia. Eld- ur um borð. Erum norðaustur af Madeiru og förum fram á tafo.rlausa aðstoð. Nánari staðar- ákvörðun fylgdi. Loftskeytastöðvar hvarvetna á Evrópuströnd náðu köllunum og báðu öll næstödd skip að veita aðstoð. Viðvörunarkerfi banda- rískra kaupskipa gerði slíkt hið sama, svo og strandvarnarlið Bandaríkjanna. Innan fimmtán mínútna frá útsendingu fyrsta neyðarkallsins var heill floti á leið til hins brennandi skips og á fullri ferð. Slys voru síður en svo ný bóla um borð í Lakoniu. í jómfrú- ferðinni 1930, en þá var sjálf Vilhelmína drottning um borð, lenti það í árekstri, svo að segja má að ill yrði þess fyrsta ganga. Og svo eldarnir sex sem upp komu 1951, er fyrr var getið. Áður er áætlun þeirrar ferðar var lokið, sneri skipstjórinn við til Amsterdam og afhenti skipið sjólögreglunni. Og í fyrstu skemmtiferð skipsins hafði út- gerðin neyðzt til að endurgreiða þriðjung fargjaldsins, þar sem farþegarnir höfðu ekki orðið aðnjótandi þæginda þeirra, sem lofað var. Viðgerðum var ekki lokið, málningin var sumsstaðar blaut og í sölunum ömstruðu pípulagningamenn og trésmiðir með amboð sín. Kalógrídis hélt neyðarköll- unum ótrauður áfram og eldur- inn breididst stöðugt út. Að lokum kom kallið sem allir höfðu óttast: SOS Lakonia — þetta er síðasta kall okka.r — get ekki verið hér lengur — taf- arlaus hjálp nauðsynleg — yf- irgefum skipið. Rödd Lakoniu dó út, en þeim mun meira kvað nú í ljósvakanum af viðræðum skipanna, sem streymdu að til aðstoðar. Hið fyrsta á vettvang varð brezka skipið Montcalm, nærri fimm þúsund tonn að stærð. Það sendi út að björgunarstarf- ið yrði erfitt, þar eð vindurinn yrði síhvassari. Þó var sjóhitinn tiltölulega mikill, svo að þe r sem flutu í sjónum áttu að geta haldið í lífinu alllengi. Hve lengi vildi skipstjórinn á Montcalm ekki segja um. Næst kom á vettvang Salta, rúmlega tólf þúsund tonna argentínskt skip og brezka farþegaskipið Strad- heden, tæplega tuttugu og fjög- ur þúsund tonn. Innan skamms tilkynnti Montcalm í senditæk- inu að tvö hundruð og fjörutíu manns hefði verið náð upp á það skip úr sjónum, en meðal þeirra voru tólf dauðir. Strat- hqden stóð sig enn betur, það æmHBBBHHif I hafði þá náð upp þrjú hundruð manns, en af þeim voru „því miður margir látnir.“ Stratheden hvatti loftskeytastöðina á Kan- aríeyjum til að útvega læknis- hjálp. Það næsta sem skeði var að bandarísk flugvél af gerðinni C-54 kom og hnitaði hringa yf- ir brennandi skipinu. Flugmenn- irnir komu auga á sjötíu og fimm manns í viðbót; þeir börðust fyrir lífinu í sjónum. Flugmenn- irnir vísuðu Montcalm á þá og björguðu þannig lífi þeirra. Áhöfn flugvélarinnar var stein- uppgefin, þegar hún kom aftur til bækistöðvar sinnar nálægt Madrid; hafði verið í loftinu í tólf tíma samfleytt. Flugstjórinn sagði svo frá: — Við greindum bjarmann frá eldinum í fimmtán sjómílna fjarlægð og yfir því lá þykkur reykjarmökkur. Við sáum fjölda fólks á floti í sjónum. Lífsmark varð ekki séð með þeim. En við sáum líka fólk með björgunar- belti sem veifaði til okkar. Hræðilegast var að sjá gamla konu, sem flaut í björgunarvesti góðan spöl frá hinum. Hún reyndi að veifa til okkar þegar við flugum yfir hana. Við köst- uðum niður fleka fyrir tuttugu manns rétt hjá henni, en hún var of máttfarin til að synda að hon- um. Og þótt svo að hún hefði komizt að flekanum, hefði hún áreiðanlega ekki getað klifrað um borð. Við fundum líka mann sem hélt dauðahaldi í tréplanka. Við köstuðum líka fleka til hans. Flekinn lenti í sjónum í aðeins þriggja metra fjarlægð frá mann- inum, en hann gerði enga til- rarrn til að komast upp á hann. Maðurinn sem sá um að. varpa niður flekanum, David Berger, sagði svo frá: — Ég man varla eftir öðru en lítilli stúlku, sem lá í flot- vesti ætluðu fyrir fullorðinn. Hún var dáin. Ég varð frá mér af hryllingi. Síðar sá ég annan skipsbrotsmann veifa, og það hressti mig svolítið. En aðstað- an var vonlaus. Dauðir og lif- andi flutu þarna í hræru hver innan um annan. Þegar við flug- um umhverfis brennandi skipið sáum við eitthvað hundrað manns,, sem eldurinn hafði kró- að af aftur í. Það var ekkert hægt fyrir þau að gera. Það var hræðilegt! Fleiri skip komu stöðugt til aðstoðar: Mehdi, pakistanskt, Gertrud Frizen, tuttugu þúsund tonna olíuskip þýzkt, flutninga- skipið Cabo Frio, bandaríska farþegaskipið Rio Grande, annað skip bandarískt að nafni Inde- pendence, brezka flugvélamóð- urskipið HMS Centaur, tuttugu og tvö þúsund tonn og belgíska skipið Charlesville, nærri ellefu þúsund tonn. Yfir þessum flota sveimuðu bandarískar vélar af C-54 gerð, brezkar Shackletons- vélar frá Gíbraltar og frönsk þyrla. Móttökustöðvar voru settar upp í Gíbraltar, Rabat, Kasablanka, á Madeiru og Kan- aríeyjum. Eldurinn stóð nú hátt í loft upp frá bógi Lakoniu og fram að Framhald á bls. 31. 41. tbi. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.