Vikan


Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 28

Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 28
Félagarnir fimm, John, Paul, George, Pete og Stu voru sem sagt alliv komnir heim til sín, vonsviknir og niðurbrotnir eftir misheppnað ævintýri. John Lennon lá í rúminu í viku eftir að hann kom lieim. Þeir hittust ekki í langan tíma og reyndu ekki að hafa samband hver við annan. Hamborgarævintýrið hafði farið út um þúfur. En þar höfðu þeir öðlazt reynslu, sem síðar varð þeim ómetanleg. legir. Og ekki spillti framkoman á sviðinu fyrir, en hana höfðu þeir lært. í Þýzkalandi, eins og áður er sagt. Þeir höfðu skapað sinn eigin stíl, sem var gjörólíkur þeirri dægurlagatónlist, sem tíðkaðist um þessar mundir. Tón- list þeirra var þess eðlis, að annaðhvort stungu menn upp í eyrun og hlupu burtu, eða gáfu sig henni á vald og görguðu og stöppuðu eins og Pítl&mir gerðu sjáífir á meðan þeir spiluðu. „Þetta var allt Hamborgardvölinni að ])akka,“ segir Jolm. „Við höfðum orðið að spila eins hátt og láta eins illa og við gátum til að gera Þjóðverjunum til geðs. Við höfðum orðið að gera allt, sem okkur datt í hug í Ham- borg. Við gátum engan stælt. En það var ekki fyrr en við fórum að spila aftur í Liverpool, sem við gerðmn okkur ljóst, hve mikið tónlist okkar hafði breytzt.“ Eleiri dansstaðir sóttust eftir að fá Bítlana til að leika fyrir dansi. Og alls staðar fór á sömu lund. Dnnsleik- irnir enduðu með ólátum og óspelctum unglinganna. Sérstaklega hafði lagið „Long Tall Sally“, sem Paul söng og fleiri lög í svipuðum dúr, mikil áhrif. Bítlarnir tóku smátt og smátt að gera sér grein fyrir, hve mikil áhrif þeir gátu haft á áheyrendur sína. Þeir voru lengi að átta sig' á þessu og trúðu því varla í fyrstu. Eigendur dansstaða urðu að ráða í sína þjónustu fleiri lögregluþjóna og dyraverði til þess að koma í veg fyrir, að allt færi í bál og brand. Það var ekki fyrst og fremst vegna táninganna sjálfra, heldur vegna Bítlanna. „Á einum staðnum tókum við eftir, að það varð að hafa fjölda lögregluþjóna til þess að gæta þess, að krakkarnir mundu ekki ryðjast upp á sviðið,“ segir John. „I rauninni skildum við hvorki upp né niður í, hvað væri eiginlega að gerast.“ Þeir hefðu getað þénað miklu meira, en höfðu enn ekki fengið sér neinn umboðsmann. „Það tók okkur langan tíma að gera okkur ljóst, að við vorum orðnir vinsælli en nokkur önnur hljómsveit í LiverpooI,“ segir George. „Við veittum því eftirtekt, að fólkið elti okkur. Það kom á þá staði, þar sem við spiluðum. Það kom til að sjá okkur og hlusta á oklcur spila, en ekki til að dansa.“ „Okkur geðjaðist bezt að Cavern Club. Það var fremur lítill staður og þar voru ekki yfirgengileg ólæti eða óspektir. Þar gátum við spilað í friði fyrir aðdá- endum okkar, sem komu gagngert til að hlusta á okk- ur. Þar virtist okkur allt vera með eðlilegum hætti.“ Þótt Bítlunum hefði farið mikið fram og ættu nú meiri velgengni að fagna en nokkurn tíma fyrr, voru þeir enn aðeins þekktir og vinsælir innan ákveðins hóps ákafra aðdáenda. Bítlarnir brugðu sér aftur til Hamborgai' í apríl- mánuði 1061. George Harrison var nú orðinn átján ára. Astrid og Peter Echorn, sem var eigandi klúbbsins Top Ten, en þar voru þeir ráðnir til að leika, sáu um, að öll nauðsynleg leyfi og skjöl væru i lagi. Bítlarnir höfðu enn ekki gleymt hrakförunum um árið og höfðu lítinn áhuga á að lenda í slíku ævintýri aftur. Framhald í næsta blaði. Tíundi kafli LITHERLAND OG CAVERN Þegar þeir byrjuðu aftur að spila, útbjó vinur Petes Bests, Neil Aspinall, stórt auglýsingaskilti, sem á stóð: „Hinir stórkostlegu Bítlar eru komnir aftur“. En spjald- ið hafði lítil álirif og þeir félagar voru orðnir mjög von- daufir. Þeir voru enn ekki búnir að jafna sig eftir hið endasleppa ævintýri í Hamborg. En þá býðst þeim tæki- færi til að spila í Litherland Town Hall, en það er gríðarstór samkomusalur, þar sem unglingadansleikir voru haldnir tvisvar í viku. Ef hægt er að tala um þáttaskil í sögu Bítlanna, þá urðu þau 27. desember 1960, þegar þeir léku í Litherland í fyrsta sinn. í fyrsta lagi fengu þeir sex pund hver fyrir hvert lcvöld, en það var meira en þeir höfðu noklcurn tíma fengið áður greitt í Englandi. Að vísu höfðu þeir fengið hærri laun í Ham- borg, en þá höfðu þeir eytt mildu og áttu því ekki grænan eyri, þegar þeir komu aftur til Liverpool. í öðru lagi valcti sú tónlist, sem þeir léku nú og hafði orðið til í Ilamborg, slíka athygli og hrifningu hjá ungl- ingunum, að allt ætlaði um koll að keyra. „Krakkarnir misstu alveg stjórn á sér,“ segir Pete Best. „Þeir urðu bókstaflega snarvitlausir. Á eftir sáum við, að krítað hafði verið utan á samkomuhúsið: „Eg elska Bítlana“ og annað í þeim dúr. Við höfðum aldrei séð neitt slíkt fyrr. Á auglýsingaspjöldunum hafði staðið: „Bítlarnir, beint frá Hamborg“. Margir héldu þess vegna, að ])eir væru þýzkir. Þegar þeir voru beðnir um eiginhandar- áritanir sögðu krakkarnir undrandi: „Þið talið góða ensku“. „Þetta var ofur eðlilegt,“ segir George. „Við vorum alveg eins og Þjóðverjar í útliti. Við vorum í leðurbux- um og kúrekastígvélum. En það sem mestu máli skipti var, að við spiluðum öðruvísi en flestar aðrar hljóm- sveitir í Liverpool.“ Þetta eru orð að sönnu. Meðan Bítlarnir höfðu verið í ITaraborg, höfðu allar hljómsveitir í Liverpool reynt að stæla Cliff Richard og hljómsveit lians „Shadows“. Það var í tízku að vera snyrtilega til fara, í gráum föt- um og velburstuðum skóm. Bítlarnir léku aftur á móti háværa og æsandi tónlist og þeir voru síður en svo snyrtilegir til fara. Þeir voru grófir og svolítið subbu- 28 VIKAN «• tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.