Vikan


Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 48

Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 48
Ég gafst upp. — Þá það, sagði ég. — Ég skal reyna það. Það er gagn- sætt, en ég skal reyna það. Það er bara eitt, ég vil að þú farir. Ég vil ekki að þú verðir hér, þegar hann kemur aftur. — Jú, Johnny. Alísa hristi höfuðið. — Jú, við erum i þessu saman og það er til- gangslaust að berja höfðinu við steininn. Kannske tekst okkur betur upp ef við erum saman. Okkur tekst áreiðan ekki betur upp hvort ( sínu lagi. Og ég vil að þú látir mig tala við hann. — Nei! — Gerðu það — gerðu það, treystu mér, Johnny. Þessi Angie gerir ekkert fyrr en hann er búinn að tala við Montez. En jafnvel þótt hann hafi í huga að vinna þér eitt- hvað illt, bindur þetta endi á allar þær hugsanir hans. Hann skaðar mig ekki — ekki núna. Gerðu það, trúðu mér, Johnny. Ég hristi höfuðið. — Gerðu það, Johnny. Þá hringdi dyrabjallan. Alísa lagði höndina á öxlina á mér. — Vertu hér, Johnny. Vertu bara hér og hlustaðu. Ég skal fara til dyra. 6: POLLÝ Dyrabjallan kvað við aftur, hátt og frekjulega og ég sagði við sjálf- an mig: — Nú kemur hann inn, hann tekur í handfangið, opnar ij dyrnar og kemur inn. En í stað þess fór Alísa til dyra og ég sat kyrr. Það má kannske segja að það hafi gert mig að minni karlmanni, en flestir karlmenn óska að vera, og örugglega minni karlmanni en ég hefði óskað að að vera, en á næstu klukkustundum átti ég eftir að læra mikið um hugrekki og heigulshátt. Ég endurskoðaði ýmsar eigin hugmyndir, en ég er ekki að fara þess á leit að nokkur endur- skoði sínar, nú og endirinn var sá að ég sat þarna meðan Alísa fór til dyra. Húsið okkar er lítið, og ég heyrði hana opna dyrnar og segja: — Kom- ið þér sælir. Þér eruð herra Angie. Gerið svo vel að koma inn. Jafnvel meðan ég sat þarna og hlustaði hafði ég ákafan hjartslátt. Ég hugsaði: — Hversvegna er hún svona andskoti barnaleg að kalla hann herra Angie. Veit hún ekki að Angie er fornafn hans? Ég hugsaði þetta þegjandi og þögnin hélt áfram að grúfa. — Gerið svo vel að koma inn, herra Angie, endurtók hún. — Ég er frú Camber. Mér skilst að þér viljið tala við okkur. Ég reis á fætur: — Ég ætla að fara til dyra, sagði ég við sjálfan mig. Hvað er ég? Fyrir guðs skuld, hvers konar karlmaður er ég? — Ég heiti Angie, heyrði ég hann svara. — Það er fornafn mitt. Ég heiti Angie að fornafni, frú Cam- ber. — Eftirnafn mitt er Cambosia. Ég stóð þarna og hugsaði um konu mína og fann að ég þekkti hana í raun og veru mjög lítið. Það var fyrsta staðreyndin, sem ég hafði áþreifanlega rekið mig á siðan mað- urinn á brautarpallinum greip um handlegginn á mér — eða kannske ennþá legnur. — Það er næstum eins og okkar nafn, sagði Alísa Ijúflega. — Ég meina Camber og Cambosia. Það er mjög skemmtileg tilviljun, finnst yð- ur það ekki? Það varð aftur þögn og ég ímynd- aði mér að Angie stæði þarna í opnum dyrunum og reyndi að draga þessa traustu, freknóttu og bláeygu konu með sinn einkennilega áber- andi, enska hreim, í einhvern ákveð- inn dilk. Menn eins og Angie lifa eftir ákveðnum flokka- og dilka- drætti, kona var hryssa, gylta, húkk- ari eða yfirboðinn, sem þýddi að hún var ekki föl sem stóð. Hann gat ekki dregið Alísu í dilk. — Gerið svo vel að koma inn, herra Cambosia, sagði hún. — Mað- urinn minn bíður. Þér viljið tala við okkur bæði, er ekki svo? Svo heyrði ég dyrnar lokast, ég gekk inn í setustofuna og Angie var þar. Hann var óviss. Hann leit frá mér á Alísu, varkár og hugsi. — Fellur yður við síðdegissól- ina? sagði Alisa. Siðdegissólin helltist inn í setu- stofuna gegnum myndagluggann okkar, gluggann sem ég hafði ver- ið svo stoltur af, gluggann sem var innsigli á minn sjálfskipaða þræl- dóm. — Sumir, hélt hún áfram, — eru alltaf að segja mér að sólin uppliti motturnar okkar og húsgögnin, en til hvers er litur i húsgögnum ef það er engin sól í lífi manns? Ég get einfaldlega ekki lokað úti sól- ina. Þar sem ég ólst upp, herra Cambosia, var sólarljósið svo dýr- mætt. Þér getið ekki ímyndað yður hvað það er dýrmætt. En ég er ekki að reyna að hafa áhrif á yður, trú- ið mér til. Það er bara svo margt fólk, sem kemur hingað og þolir ekki sólina og þá er ég reiðubúin að draga fyrir. Angie horfði skilningssljór á hana. — A ég að draga gluggatjöldin fyrir? spurði hún. Angie herti sig upp. — Heyrið mlg, frú. — Ég læt mig andskotann engu skipta hvort þér hafið sólar- Ijós eða kolbogaljós. Ég vil bara fá lykilinn. — Auðvitað. Alísa brosti. — En þér verðið að fá bolla af kaffi. Það tekur ekki fimm mínútur. Ég drekk te, en Johnny verður að fá kaffið sitt og dóttir mín heitt súkkulaði. Þér getið fengið hvað af þessu sem þér viljið. Það eru engin óþægindi. Hvað kjósið þér helzt? — Ég vil ekkert kaffi, frú, sagði Angié. — Ég vil ekkert kaffi. Ég vil ekkert te. Ég vil ekkert súkkulaði. Ég vil bara lykilinn, þess vegna er ég kominn hingað. — Gott. Alísa kinkaði kolli. Mamma sagði oft við mig: — Alísa, það er ókurteisi að bera gestum ekki veitingar, en það er ennþá meiri dónaskapur að neyða veiting- um upp á gesti. Eruð þér ekki sam- móla því, herra Cambosia? — Heyrið mig nú . . , — Ég veit. Þér viljið fá lykilinn. Gerið þá svo vel og fáið yður sæti, sagði Alísa léttilega. — Við skulum tala um lykilinn. — Það er ekkert til að tala um, frú. Hann virtist hafa gleymt að ég var til, að ég stæði í nokkru sam- bandi við lykilinn. — Það held ég samt, og það fer betur um okkur öll ef við setjumst. Þig líka, Johnny. Hún settist sjálf. Ég settist og mér fannst ég hafa stigið í gegnum eldhúsdyrnar inn á stað, sem ekki ætti heima i raunveruleikanum. Angie gaut augunum á víxl á Alísu og mig og síðan aftur á Alisu. Hann settist, dró andann djúpt og kveikti sér í sígarettu. Ég kveikti mér líka i sígarettu og dró reykinn þakklátur að mér. Alísa tók öskubakka og áð- ur en Angie gæti hindrað hana, smeygði hún honum fimlega í kjöltu hans. Hann starði á hann, snerti hann og lét hann svo vera. — Varðandi lykilinn . . . byrjaði , Alísa. — Hvar er hann? — Við komum að þvi, herra Cambosia .... — Nei, hreytti hann út úr sér. — Ég vil hann nú — ég vil fá lykil- inn. Til þess er ég kominn, ekki til að hlusta á álfasögu. — Ég veit að þér viljið fá lykil- inn, sagði hún mjúklega. — Þetta er mjög verðmætur lykill, mjög mikilvægur lykill og ég veit að þér viljið fá hann. — Hvar er hann? — Þér tönglizt alltaf á því sama, herra Cambosia, sagði Alísa í ávít- unartón. — Ég ætla að segja yður hvar hann er, en fyrst verðið þér að hlusta á mig. — Allt í lagi, sagði Angie. — Verið fljót. — Eins fljót og ég get, sagði Al- ísa og kinkaði kolli. — Mergurinn málsins er, herra Cambosia, að lyk- illinn í sjálfu sér er einskis verður. Hann myndi kosta tuttugu og fimm sent kannske, ef það ætti að kaupa hann — svo það er ekki lykillinn sjálfur, sem við höfum raunveru- lega áhuga á, heldur það sem hann gengur að. Það er tilgangur lykilsins, eins og þér vitið að opna dyr, í þessu tilviki eru það dyr að öryggishólfi. Þér viljið fá það, sem er i þessu hólfi og þér getið ekki opnað það án lykils og þér eruð fús að leggja töluvert á yður til að fá þennan lykil. Svo mikið að herra Montez hikaði ekki við að bjóða eiginmanni mínum tíu þúsund doll- ara fyrir lykilinn að hólfinu og það eru miklir peningar, herra Cam- bosia — og það er næstum jafn gott og skjalfest yfirlýsing um það hve mikils virði það er, sem í hólfinu er. Þið buðuzt ekki til að láta okk- ur hafa helminginn af því verðmæti, ekki einu sinni tíu af hundraði. Þess í stað ógnuðuð þér eiginmanni mín- um, já, þér gerðuð það, herra Cam- bosia, og köstuðu svo fyrir hann örlitlum mola. — Hver ógnaði honum? hrópaði Angie. — Þér, svaraði Alísa. FRAMHALDSSAGAN 6. HLUTI EFTIR E. V. CUNNINGHAM - TEIKNING BALTASAR V___________ 48 VIKAN «• tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.