Vikan


Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 31

Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 31
Þegar Lakonia fórst... Framhald af bls. 19. skipsmiðju. Donald Spencer sagði svo frá: — Við vorum í skeytasam- bandi við loftskeytamanninn á Montcalm. Það var svalur ná- ungi. Hann og skipstjórinn hans höfðu tekið að sér forustu allra björgunaraðgerðanna. Við flug- um hvað eftir annað yfir brenn- andi skipið hentum niður saman- lagt tuttugu björgunarflekum. Þeir féllu í sjóinn innan um lifandi og dauða aðeins sjö eða átta metra frá skipshliðinni. Við sáum faríþega stökkva út frá borðstokknum. Nokkrir reyndu að draga flekana aftur með til að fjarlægjast hitann frá eldin- um. Svo er hér frásögn Kens Fretz, nítján ára gamals flugmanns. — Sem við flugum þarna hugsuðum við um hve hamingju- samt allt þetta fólk hlaut að hafa verið stuttri stund áður. Það hafði dansað, skemmt sér, sólað sig og drukkið um borð í þessu lúxusskipi. Nú dóu þeir í þessu brennandi helvíti. Eldurinn hélt áfram að beið- ast út og nálgaðist jafnt og þétt afturendann, þar sem dauð- hræddir farþegar hnöppuðust ennþá saman. Um miðnætti höfðu þau átján skip, sem um- kringdu þá Lakoniu, tekið yfir fimm hundruð farþega um borð. En margir þeirra voru látnir. Hafið var tiltölulega kyrrt, vind- urinn um tíu stig. Þegar ég um eittleytið kom yf- ir Lakoniu var hún komin með mikla slagsíðu á stjórnborða og var þakin miklu reykskýi. Þeirri sjón gleymi ég aldrei. Björgun- arskipin voru allt um kring og loftið moraði af flugvélum. En á miðju þessa undarlega sviðs lá Lakonia hreyfingarlaus og brann eins og kyndill. Þegar flugmaður af einni Shackleton-vélinni kom aftur til Gíbraltar, sagði hann mér: — Ennþá getum við ekki hætt, en ástandið er voðalegt. Fólk er allsstaðar á floti. Flest greinilega dautt. Ég sá karlmann á hlaup- um um borð. Hann hefur áreið- anlega brjálazt af hitanum! Svo bárust fleiri tölur. Svo virtist sem átta hundruð sjötíu og sjö farþegum og skipverjum hefði verið bjargað. Tuttugu og fimm höfðu verið dregnir dánir úr sjónum. En hvað hafði orðið af hinum hundrað þrjátíu og fimm? Það vissi enginn. f Kasablanka var allt tilbúið til að taka á móti skipbrotsfólk- inu. Mehdi tilkynnti komu sína þangað um miðjan næsta dag og svipaðar tilkynningar bárust frá Montcalm og Charlesville. Sjúkrahús og glæsihótel stóðu opin. Marokkanskar flugvélar stóðu til reiðu þeim er fljúga vildu heim án tafar. Hafnarstjór- inn sá um að konsúlar Breta, Frakka og Þjóðverja (af þessum þjóðum munu flestir farþeganna hafa verið) yrðu til staðar til að taka á móti skipsbrotsmönnum. Allt var til staðar, sjúkrabílar, heitir drykkir og teppi, allt. Sím- stöðin hélt sérstakri línu opinni fyrir þá skipbrotsmanna, sem kynnu að vilja hringja heim taf- arlaust. Nú kom ný tilkynning frá Montcalm: Björgunaraðgerðum hœtt. Sjáum ekki fleiri lifandi á slyssvœðinu. Slagsíða Lakoniu nú tíu gráður á stjórnhorða. Möstur og skorsteinar standa ennþá, en öll yfirbyggingin hrunin. Skrokkurinn tútnar út af hitanum innifyrir. Við erum með hundrað og sextíu og sjö farþega, sjötíu og sjö skipverja og fimmt- án lík um borð. Fjórir alvarlega slajsaðir verða fluttir yfir í Strad heden. Síðan förum við tafar- laust af stað til Kasablanka. Nú þegar var það ljóst að björgunaraðgerðirnar voru ein- hverjar þær umfangsmestu í allri sögu sjóferða. Fyrir utan þá skipbrotsmenn, sem voru um borð í Montcalm og Salta á hraðri ferð til Kasa- blanka og Madeiru, voru nokkrir um borð í Rio Grap.de og Charl- esville. Salta mun hafa tekið ná- lægt fimm hundruðum um borð um þetta leyti. Samkvæmt venju yfirgaf skipstjóri Lakoniu skip sitt síðastur manna. Hann hét Matteos Sarbis. Honum var bjargað um borð í Charlesville. Þegar á eftir komst eldurinn í olíubirgðir Lakoniu, fimm hundruð tonn og þar með sprakk hún. Einu sinni enn flaug ég yfir flakið. Lakonia lá á hliðinni, og sá varla í hana fyrir eldi og reyk. Hún hallaðist gífurlega á stjórnborða og afturendinn sökk stöðugt. Ég sá nafnið ennþá milli skorsteinanna. Svo kom hvellur- inn, þegar olíugeymarnir sprungu. Þegar við snerum og flugum yfir staðinn aftur sáum við ekkert nema reyk og eld. Berfættir, klæðalausir og í sorglegu ásigkomulagi komu skipbrotsmennirnir í land — karlar, konur og börn. Konur í náttkjólum einum fata, karlmenn í náttfötum. Andlitssvipur flestra var tryllingslegur. Margir voru slasaðir, aðrir veikir af því að drekka sjó, nokkrir voru að því komnir að fá taugaáfall. Flestir voru og reiðir. Þeir sem til Mad- eira voru fluttir fengu inni á Funchal Hotel, þar sem allt var prýtt og skreytt fyrir jólin. En meðal þessa fólks ríkti engin jólagleði. Því voru gefin föt og dálítið af peningum, en flestar flíkurnar fóru því illa eða alls ekki. Fáeinir harðsnúnir náung- ar fóru beint á hótelbarinn og hófu drykkju. En því máttu þeir hætta fljótlega. Magar þeirra þoldu ekki áfengið. Þegar skipsbrotsmennirnir fréttu að annað grískt skip, Arkadia, rúmlega tuttugu þús- und og sex hundruð tonn, ætti að koma til Funchal á jóladag og flytja þá aftur til Southamp- ton, harðneituðu þeir að taka það til greina. Þeir vildu ekki ferð- ast með systurskipi Lákoniu. Bræðin sauð í þeim og sex manna nefnd frá þeim sótti fund brezka konsúlsins í borginni. Þeir höfðu ljóta sögu að segja honum. — Jafnskjótt og heyrðist í neyðarflautunum komst allt á algera ringulreið. Enginn yfir- maður reyndi að hafa stjórn á neinu. Einn okkar var meira að segja neyddur til að taka af sér björgunarvestið og afhenda það skipverja. Og í bátnum voru grísku skipverjarnir ekki betri. Þeir reru í áttina að flakinu en ekki frá því. Við vorum á floti í sjö klukkustundir áður en Salta fiskaði okkur upp. Þegar Salta kom að okkur, klifruðu skip- verjarnir fyrstir manna upp reipstigana, sem látnir voru síga niður til okkar. Annar skipbrotsmaður sagði: — Og svo er ætlast til að ég fari heim með Arkadiu? Nei, segðu heldur hinn sem þú kannt! Ég stíg aldrei framar fæti um borð í grískt skip, nei, ekki einu sinni fyrir milljón! Hversvegna var spurt. — Vegna þess að ég hef séð hvernig grískir sjómenn hegða sér. Ég get fullyrt að það var viðurstyggilegt. Þeir tróðu sér niður í bátana á undan konum og börnum og þegar þangað var komið, vissu þeir ekkert hvað gera skyldi. Báturinn sem ég lenti í var ofhlaðinn. Enginn grísku sjómannanna þar kunni áralagið. Annan eins ræfildóm hef ég aldrei séð! Tveir starfsmenn brezku ferða- skrifstofunnar, sem skipulagt hafði ferðina, voru kyrrir um borð fimm tíma eftir að neyðar- flautan gall. Þeir hjálpuðu til allt hvað þeir gátu. — Það er enginn vafi á því að Grikkirnir hegðuðu sér eins og svín, sögðu þessir menn báðir. Þeir slógust við farþegana um pláss í bátunum. Við vorum um borð eins lengi og við gátum, en þegar hitinn varð óþolandi, sett- um við á okkur björgunarvestin, stigum upp á borðstokkinn og stukkum. Ein flugvélanna benti einu skipanna á okkur. Sama kvöld voru tvær gamlar konur og sjö karlmenn jörðuð í brezka kirkjugarðinum í Fun- chal. Aðeins einn þessara níu hafði reynzt unnt að þekkja, Ernst Smedding ofursta, fyrrum í þýzka hernum. Rússar höfðu haldið honum föngnum í Síberíu í yfir tíu ár. Hann hafði þolað kuldann, niðurlæginguna og eymdina í Síberíu, en kaldi sjór- inn við Madeiru bugaði hann. Tuttugasta og áttunda desem- ber komu fimmtíu og sjö skips- brotsmanna til Lundúnaflugvall- ar. Vitnisburðir þeirra voru mjög í sömu átt og hér hafa verið raktir. — Hefði ég haft byssu hefði ég skotið á Grikkjaskepnurnar, sagði einn. Ég varð að grátbiðja þá um pláss í bát fyrir konuna mína. Það var afkáralegt og hræðilegt. Það tók hálftíma að koma hverjum báti út, allur út- búnaðurinn var kolryðgaður innundir málningunni. Annar sagði: — Ég hygg ég hafi fyrstur manna séð rjúka úr hárgreiðslu- stofu kvenna um borð, eða með- al þeirra fyrstu. Síðan gall neyð- arbjallan, og jafnskjótt fóru sjó- mennirnir að æpa sem óðir væru. Þeir voru gripnir ofsahræðslu. Enginn skipverji hreyfði fing- ur til hjálpar farþegunum. Hefði áhöfnin gert skyldu sína, efast ég um að nokkur hefði farizt. Einn vitnisburður enn: — Áhöfnin gerði ekkert til að hjálpa farþegunum. Með einni undantekningu. Ég sá sjómann halda á lítilli stúlku um borð í björgunarbát. Þegar við lcomum að Salta var reipstiga kastað niður til okkar og einn af áhöfn- inni þar hrópaði niður: „Kon- ur og börn fyrst!“ En Grikkirn- ir ruddust upp stigann og hrintu okkur farþegunum tillitslaust til hliðar. Björgunarbátarnir voru líka svo illa útbúnir, að það var 41. tbi. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.