Vikan


Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 12

Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 12
URDRATTUR ÚR SÖGU JOHNS GALSWORTHY 3. HLUTI Það voru aðeins tveir meðlimir Forsyteættarinnar sem vissu að það var vegna þess að Soames krafðist réttar síns sem eiginmanns, að sorglegur atburður gerðist í Lundúna-þokunni, — vegna þess að tveir menn elsk- uðu sömu konuna, og tvær konur elskuðu sama manninn Jafnskjótt og húsið við Robin Hill var tilbúið, fór Soames í mál við Bosinney, krafðist þess að hann greiddi 350 dollara yfirdrátt við byggingakostnaðinn. Hann hafði ekki séð Bosinney síðan þeir höfðu rifizt mest um kostnaðinn, en samt sem áður var eins og hann hefði nærveru arkitektsins á tilfinningunni. Soames gat ekki losnað við minninguna um magurt andlitið, há kinnbein og brennandi augu. Irene, konan hans, hitti alltaf þennan Bosinney, það var hann viss um. Hvar eða hvernig vissi hann ekki, enda spurði hann aldrei um það. Innst inni var hann hræddur við að vita of mikið. Hún var farin að leggja það í vana sinn að borða hádegisverðinn úti, og Soames lét það nægja að segja henni að hann kynni ekki við að hún væri á flakki í borginni, en hún skellti skollaeyrum við því sem hann sagði. Hann réði ekkert við hana. Það var eins og hún hefði nautn af því að þrjózkast við hann. Soames reis upp úr sæti sinu við arininn og gekk upp í svefnher- bergið. Með tilliti til þjónustufólksins hafði Irene tekið upp þann vana að loka ekki svefnherberginu fyrr en hann fór upp til að hátta, svo mikla tillitssemi sýndi hún þó. Hún sat við spegilinn og burstaði hár sitt, þegar Soames kom inn, en sneri sér fljótt við. — Hvað vilt þú? spurði hún. — Viltu gjöra svo vel að fara út úr svefnherberginu mínu. Ég ætlaði að grennslast eftir því hve lengi þessi vitleysa á að ganga, sagði hann. Ég hef verið þolinmóður við þig, alltof lengi. Viltu gjöra svo vel að minnast þess að ég er eiginmaður þinn. — Nei! — Þá skal ég sýna þér.... - Þú skalt reyna.... Hann starði á hana, undrandi yfir hörkulegu svari hennar. Hárið hékk laust niður um axlirnar, eins og gullin bylgja, dásamleg and- stæða við dökk augun . . . augun sem gneistuðu af hatri, fyrirlitn- ingu og einhverju óskiljanlegu sigurhrósi. — Viltu gjöra svo vel að fara út á stundinni, endurtók hún. Soames varð ofsareiður, snerist á hæl og gekk út. Hann vissi það vel sjálfur að hann gat ekki knúið fram vilja sinn með valdi. Og sýnilega var henni það Ijóst. En hversvegna hataði hún hann svona óumræðilega? Það var Gamli Jolyon Forsyte, hinn virðulegi, hjartalilýi aldursforseti Forsyteættarinnar. óþægilegt að finna til þess að vera hataður svona ofsalega. Sjálfur brann hann líka af hatri, hann hataði Bosinney, flækinginn, sem hafði komizt inn í líf þeirra. . . . Dag nokkurn, síðast í september, var frú MacAnder, bezta vin- kona Winifred Dartie, í miðdegisverðarboði hjá Timothy Forsyte og systrum hans, Juley og Hester. Gestirnir voru Winifred og Monty maður hennar, Frances dóttir Rogers Forsyte og frú MacAnder. Þegar þau sátu við borðið, nánar tiltekið, rétt áður en steikin var borin inn, sagði frú MacAnder: — Getið þið nú hvern ég sá í Rich- mond í dag? Konu Soames og Bosinney arkitekt. Ég hugsa að þau hafi verið að koma frá því að skoða húsið.... Winifred Dartie hóstaði vandræðalega. Enginn sagði eitt einasta orð, en allir hugsuðu sitt. Þarna kom aðkomumanneskja með sönn- un fyrir því sem þau hafði lengi grunað, en ekki vitað með vissu. Frú MacAnder hafði lengi verið utanlands, svo hún gat ekki vitað hver áhrif þessi frétt hafði á fjölskylduna. Nú roðnaði hún og flýtti sér að tala um eitthvað annað. En eftir matinn, þegar þau voru komin inn í dagstofuna, settist hún ákveðin hjá Juley frænku. Hún vildi komast til botns í þessu. — En hvað konan hans Soames er töfrandi, hóf hún mál sitt. — Og svo er þetta svo aðlaðandi manneskja. Já, hann getur prísað sig sælan.... f ákafanum við að forvitnast um þetta, hugsaði hún ekki út í það að það er ekki siður Forsyteanna að ræða vandamál fjölskyldunn- ar við ókunnuga. Juley frænka rétti úr sér, svo það brakaði í göml- um limum hennar og sagði reiðilega: — Góða mín, þetta er nokkuð sem við tölum yfirleitt ekki um, að minnsta kosti ekki upphátt. Og Juley frænka, sem alltaf var einkar lagin á það að segja það sem ekki má segja, hafði einmitt með þessu svari sínu aukið á for- vitni frú MacAnder, svo hún var alveg að springa En nú, eftir þessar fréttir, voru þau öll viss um að ástasamband var á milli Irene og Bosinneys. Hvað myndi Soames nú gera, hann hlaut auðvitað að hafa einhver ráð, en það var óþægilegt fyrir alla fjölskylduna, ef hann 12 VIKAN 41 tbI

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.