Vikan


Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 4

Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 4
r NÝTT FRA NÝ ELDAVÉL, GERÐ 6604, MEÐ 4 HELLUM, STÓRUM STEIKAR- OG BÖKUNAR- OFNI. Yfir- og undirhiti fyrir steikingu og bökun, stýrt með hitastilli. Sér- stakt glóðarsteikar eli- ment (grill), stór hita- skúffa, Ijós f ofni. VELJUM ÍSLENZKT- ÍSLENZKAN IÐNAÐ NYJAR SKOLABÆKUR Á HVERJU ÁRI Kæri Póstur! Skólarnir eru nýbyrjað- ir þegar ég pára þér þess- ar línur. Ég á fjögur börn, sem öll eru við nám um þessar mundir, tvö í gagn- fræðaskóla, eitt í mennta- skóla og það elzta er kom- ið alla leið í háskólann. Á hverju hausti þurfa börn mín að kaupa sér nýjar skólabækur fyrir offjár. Skólabækurnar hækka í verði, eins og allt annað á þessum síðustu og verstu tímum. Það er ekki verið að greiða þær niður eins og afurðir bændanna, þrátt fyrir allt rembingsrausið í ráðamönnum þjóðfélagsins um gildi menntunar. Þegar elzti strákurinn minn hóf framhaldsnám og þurfti að kaupa sér reiðinnar ósköp af kennslubókum, hugsaði ég með mér, að yngri krakkarnir mundu geta notað sömu kennslubæk- urnar og hann síðar meir. Þess vegna hef ég alltaf gætt þess að setja allar kennslubækur í kassa og geyma þær vandlega nið- ur í kjallara. En þar skjátl- aðist mér hrapallega! Það eru nefnilega gefnar út nýjar útgáfur af sömu kennslubókunum næstum á hverju einasta ári, og auk þess eru kennslubækur ekki kenndar nema kann- ski í tvö eða þrjú ár. Þá eru komnar nýjar, sem all- ir verða að kaupa. Mér finnst þetta ekki ná nokk- urri átt. Ég hef bókaútgef- endur grunaða um að reyna að græða á skóla- krökkunum með því að gefa út nýjar og nýjar kennslubækur. Og ein- hvern veginn hljóta þeir að hafa kennarana hlið- holla sér, því að enn hef ég ekki heyrt getið um nokkra kennslubók, sem hvergi er kennd! Það hlýt- ur að vera eitthvað bogið við þetta. Og mig langar að lokum að spyrja: Hvers vegna gefur ekki Ríkisút- gáfa námsbóka út allar kennslubækur, jafnt fyrir æðri sem lægri skóla? Þetta kennslubókafargan er ekki neitt vandamál í barnaskólunum, því að þar sér Ríkisútgáfa námsbóka um útgáfuna og gerir það að mínum dómi til mikill- ar fyrirmyndar. Kæri Póstur! Ef ég fer með rangt mál og misskil eitthvað í sambandi við þetta, þá bið ég þig endi- lega að leiða mig í allan sannleikann. Ég hef reynd- ar aldrei notið neinnar teljandi menntunar, en þó var alltaf um mig sagt í gamla daga, að ég talaði og ritaði íslenzkt mál lýta- laust. Með beztu kveðjum og þakklæti, Húsmóðir. Ekki þorum viff aff ásaka bókaútgefendur um, aff þeir reyni viljandi aff græða á fátæku skólafólki meff kennslubókaútgáfu sinni. Hitt er rétt, aff allt- of margar kennslubækur eru gefnar út og útgáfa þeirra virffist lítiff sem ekkert skipulögð. Tillög- una um eina allsherjar rík- isútgáfu námsbóka styðj- um við eindregiiV og kom- um henni hér mcsff á fram- færi. VILL EKKI GIFTAST Kæri og elskuleg;i Póst- ur minn! Nú bið ég þig um gott ráð við miklu vandamáli. Þannig er mál með vexti, að ég er trúlofuð (ekki þó hringtrúlofuð) yndislegum manni og við erum fyrir skemmstu byrjiLð að búa. Allt gengur eins og í sögu hjá okkur, að einu atriði undanskildu. Hann vill ekki giftast mér! Hann er dálítið sérvitur á köflum og hefur alveg sérstakar hugmyndir um lífið og þjóðfélagið, sem ég skil satt að segja lítið L Yfir- leitt hlusta ég ekki á hann, þegar hann er a.ð prédika þessar kenningar sínar. Ég horfi bara á hann í stað- inn, og mér er ]það alveg nóg. Hann er nefnilega bæði fallegur og myndar- legur. En mér líkar ekki þessi sérvizka harts að vilja ekki. giftast mér. Auk þess eru foreldrar mínir stór- hneykslaðir á þessu. Þau eru trúuð, gömlu hjónin, og hnfa miklar áhyggjur af því, að ég sfculi ÍLifa „í 4 VIKAN «■tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.