Vikan


Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 40

Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 40
HÁRLAKKIÐ sem vandlátir velja Fæst í næstu kaupfélagsbúð innar þótti sjálfsagt viðvíkjandi þeirri himnesku. Skáldin taka auðvitað þátt í þessu, nauðug viljug, til dæmis Kasakkinn Dsjambúl, sem varla orti svo kvæði að hann lyki því ekki með bæn og lofgerð til Stalíns. Meira að segja skáldmæltir kommúnistar á Vesturlöndum létu ekki sitt eftir liggja, eða hvað er það annað en sovéskt eden, sem Kiljan yrlcir svo um og setur Stalín í stað Drottins Jehóva: Eina jörð veit ég eystra sem áður í níðslu var, en er nú kostajörð kölluð. Kremlbóndinn situr þar. En nú er annar uppi, öld nýtur snildarmanns. Það er líbblegur litur í túni og laukur í garði hans. Og Jóhannes úr Kötlum bið- ur og vonar að um síðir verði ættjörð hans innlimuð í þá sömu paradís: Sovét-ísland, óskalandið, — hvenær kemur þú? Er nóttin ekki nógu löng ... Við þráum þig í einrúmi á andvökunóttum, þegar blóð vort rennur hægt, hægt út í yztu myrkur .. . Við þráum þig, land lífsins, — ljósblik hækkandi menningar, samönn sólskinsdagsins, samnautn lognmildra tungls- skinskvelda. Hvað er þetta ef ekki para- dísardraumur? Hjá kommúnísk- um trúarskáldum kemur oft fram grimmileg fullvissa um að paradís þeirri muni að vísu sigra þótt síðar verði: Hann veit að það sem koma skal það kemur, góðir menn, þótt öllum heimsins morðingj- um sé att gegn því í senn. Og segja má að hugsjón nú- tímans um velferðarþjóðfélagið, samféiag sem hefur að höfuð- markmiði sem mesta og víðtæk- asta vellíðan þegna sinna, sé paradísarhugmynd í yfirfærðri mynd. dþ. Dúmbó Framhald af bls. 22. sem Dúmbó sextett leikur fyrir dansi. Þannig hefur það alltaf verið. Þeir félagarnir hafa ein- stakt lag á að koma öllum í gott skap. Það var líka á þeim að sjá að þessu sinni, að þeim líkaði vel þessi „nýja“ músik, soul- músikin, sem þeir leggja sérlega mikla rækt við. •—- Já, við höfum breytt mikið um stíl, sagði Ásgeir Guðmunds- son hljómsveitarstjóri, þegar við hittum hann að máli og inntum hann tíðinda af hljómsveitinni. — Soulmúsikin er iangvinsæl- ust núna hjá unga fólkinu, og ef ég á að tala fyrir sjálfa okkur, þá vildum við helzt ekki spila annað. — Gerir þessi músik ekki meiri kröfur til ykkar sem mús- ikanta? Ásgeir brosir við og svarar að bragði: — Jú, það er nú það skemmti- lega við það. Mér hefur aldrei fundizt skemmtilegra að spila en einmitt nú. Nú er það rhytminn, tilfinningin, og improvisasjónin, sem öllu máli skiptir, það er að segja: músikin kemur meira frá okkur sjálfum. Söngvari, sem syngur soul, getur tjáð sig á frjálslegri hátt. Við höfum á orði, að hljóm- sveitin hafi ekki annan tíma ver- ið betri. — Við höfum æft mikið í seinni tíð. Tókum okkur t.d. all- ir frí í hálfan mánuð og æfðum frá morgni til kvölds. Þá sáum við enn betur, hve geysilegur munur það er, að geta gefið sig óskiptan að músikinni, en við höfum alltaf spilverkið í hjá- stundum. Að vísu hafa komið uppi raddir um það í hljómsveit- inni, að við gerðumst atvinnu- menn á þessu sviði, en meiri hlutinn var því andvígur. Við munum nú reyna að gefa okkur meiri tíma til æfinga, og vonandi fer árangurinn að koma í ljós. — Er ekki hljóðfæraskipan ykkar mjög ákjósanleg fyrir soulmúsik, tveir saxófónar, orgel, gítar, bassi og trommur? — Jú, það er víst liðin tíð að Lagningar, klippingar, hárlitanir, lýsingar, lokka litanir, lokka greiðslur. Permanent margar gerðir. Hárgreiðslustofan PIROLA Grettisgötu 31 Sími 147 87 við þykjum gamaldags fyrir að hafa saxófóna. Við erum að minnsta kosti ekki lengur kall- aðir lúðrasveit! — Megum við búast við nýrri plötu frá ykkur bráðlega? — Við höfum verið að vinna að fjögurra laga plötu að undan- förnu. Tvö laganna á plötunni eru eftir okkur, og þau eru svo til tilbúin. Við erum nú að leita að öðrum tveimur lögum, en þau verða í „soul“ stílnum. Ekki er endanlega afráðið, hvenær plat- an kemur á markaðinn, en við vonum, að þess verði ekki lengi að bíða. Framhald af bls. 21. kenna að hann hefði engan fast- an samastað. Það var sorgleg tilhugsun. Þessi orð voru jafnvel eins dap- urleg og viðkvæmnislegasta tón- list Roberts. Ambrose hugsaði um hlýtt risið sitt og hlýtt rúm- ið; bókahillurnar sínar og smekk- leg húsgögnin, sem hann hafði smíðað sér. Allt þetta var að ei- lífu glatað. — Ekkert fast aðsetur. Alls ekkert aðsetur. Fótatak nálgaðist hratt eftir bakkanum í áttina að bekknum. Ambrose stirðnaði upp. En þetta var ekki fótatak lögreglumanns, lögreglumenn voru ekki á háum hælum. Kannske lögreglukona. Svo heyrðist glaðlegt gjamm. Dinkie kom í ljós fyrir framan hann og Harriet á eftir honum. Dinkie nam staðar, lét sig síga að aftan, stökk svo upp í kjöltu Ambrose og sleikti hann í fram- an. Ambrose var nú orðinn svo blautur að þetta skipti ekki máli. Hann var aðeins ánægður með að tungan á Dinkie var of- urlítið hlýrri en rigningin. Harriet vafði regnfrakka um axlirnar á Ambrose og opnaði regnhlíf. Þau reyndu að hafa hana bæði. — Bítnikk! hrópaði Ambrose. — Hann kallaði mig bítnikk! Mig! Hann hugsaði um áralangt sjálfsnám sitt, hvernig hann þroskaði fegurðarsmekk sinn og aðdáanlega reglusemina, líferni hans í risinu. — Undirheimaskepna! muldr- aði hann. Var það fallega gert af honum? Hann var hræddur, sagði Harriet. Verkir, þreyta í baki ? DOSI beltin hafa eytt þrautum margra. Reynið þau. .EMEDIA H.F LAUFÁSVEGI 12 - Síml 16510 40 VIKAN «• tbI-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.