Vikan


Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 22

Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 22
DIONNE NARWICK Við höfum áður brotið heilann um, hvað rokk og roll og rhythm og blues væri í raun- inm. Nú er það soul. Á vinsældalistum í mörgum löndum má sjá nöfn eins og Otis Redding, Aretha Franklin, James Brown o. fl. Þau eru soul söngvarar. Músik þeirra ein- kennist öðru fremur af rhytma og tilfinn- ingu. Þannig er soul músikin. En hvað er soul? I heiminum er tvenns konar fólk: ann- ars vegar þeir, sem hafa soul, hins vegar þeir, sem ekki hafa soul. Þetta mátti lesa í útbreiddu bandarísku tímariti ekki alls fyrir löngu. Greinarhöf- undur var að reyna að gera grein fyrir því, hvað soul (á ísl. sál) væri. Hann var með skilgreiningu sinni að gefa í skyn, að soul væri ekki eitthvað, sem söngvarar hefðu einkarétt á. Það væri eitthvað miklu meira og miklu stærra en ný músikstefna. Grein- arhöfundur komst að þeirri niðurstöðu, að soul-músikin væri hluti af daglegu lífi. Við skulum heyra, hverju nokkrir þekktir soulsöngvarar svara, þegar þeir eru spurði að því, hvað soul sé. Otis Redding: Það, sem ég syng, er ekki alltaf soul, og þetta á bæði við um hljómplötur mínar og þegar ég kem fram á hljómleikum. Það er undir áheyrendum komið, í hvernig formi ég er, hvort ég hef hina réttu tilfinningu — „feeling“. Þegar svo ber undir, þá er ég soul-söngvari. Aretha Franklin: — Faðir minn er prestur í Baptistakirkju í Detroit, og ég hef sungið þar síðan ég var barn. Á hljómplötum mínum syng ég eins og ég hef alltaf sungið í kirkjunni. Text- arnir eru ekki lengur hinir sömu, en eins og sálmarnir, trúarljóðin, fjalla þeir um, hvernig það er að vera manneskja, um kær- leika, sorg og gleði. Þið getið nefnt það hvað sem þið viljið. Hvers vegna ekki soul? Ray Charles: - Soul er eins og rafmagn. Við vitum ekki með vissu, hvað það er, en það getur lýst upp stóra sali. Framhald á bls. 50. 22 VIKAN «■ tbl- JAMES BHOWN STEVIE WONDER WILSON PICKETT ARETIIA FRANKLIN IUAD ÉR SOUI? __________)

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.