Vikan


Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 11

Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 11
grimmilegar refsingar fyrir tiltæki sín: sá síðarnefndi þoldi villimannlegar pyndingar, en Drottinn á hinn bóginn lagði á Adam og frú hans að hætti galdramanna. Og setti svo kolgrimma varðengla með surtarloga að vopni að gæta eilífa lífsins, sem hann var á nálum um að maðurinn kæmist í. Þessi varðhöld hafði hann að því er virðist aðeins fyrir austan Eden. Kannski hefur hann grunað að úr þeirri átt væri helst að vænta þeirra spekimanna, sem gert gætu að engu frumstæða bannhelgi hans. Sem nærri má geta hefur þessi óhappa- atburður oft orðið skáldum yrkisefni, og mun Paradísarmissir Miltons hvað fræg- astur af þeim kveðskap. Milton lýsir fagur- lega friðsæld þeirri, sem hin fyrstu hjón bjuggu við áður en djöfullinn kom í spilið: Hjá þeim hoppuðu hvers kyns jarðar dýr og bestíur með dansleik kátum .... Þar stökk leikfullt ljón og lambunga í hraustum vaggar hramm að gamni. Áttu dans saman igultanni, tígris- og lýnxdýr og leópardus. Drykkur, spil og kaldsljó hundingjaandlit. Val- höll þykir ef til vill heldur frumstæð paradís nú á dögum, en hætt er viS að þessi manntegund sætti sig dóvel viS hana, lítillega breytta f sam- ræmi viS nútíma híbýlahætti og skemmtitækni. Af stjórnmólahreyfingum hafa kommúnistar ver- iS cdeigastir aS lofa mönnum jarSneskri para- dís cg leiðtogar þeirra skipa í hugum aSdóenda sinna svipað rúm og Jesús og MúhameS hjó trúarbragðaflokkum þeim, er viS þá eru kennd- ir. Hér marséra Kínverjar með Maó sinn. VelferðarríkiS er eins konar paradís í augum maigra lýðræðissinna, en öðrum færir það leiða og tómleika. Þetta mun rótin að stjórnleysis- hreyfingum þeim, er undanfarið hafa lótið á sér kræla á Vesturlöndum, bítnikkum, hippum, flower-Powers o. s. frv. Þeirra paradís er að gleyma heiminum í kringum sig og njóta stund- aránægju — næstum hvernig sem vera skal. Það mun sannast mála að um enga per- sónu hafi verið samansettur jafn mikill og jafnframt leiðinlegur kveðskapur og himna- föðurinn. Mikly betur hefur skáldunum tek- izt upp þegar þeir ortu um andskotann, enda e. t. v. fundið meira til skyldleika við hann. Milton, púrítaninn blindi, er þar engin und- antekning. Hvergi nær hann sér betur á strik en þegar hann segir frá höggorminum, þegar sá slæmi skálkur hefst handa við að tæla Evu, og varla hefur Jón á Bægisá spillt neinu í þýðingunni. Þannig lýsti Milton orminum: Stugghærður kambur stóð á höfði, augun glóðu svo sem glóðarsteinn. Glóaði af gulli og sló grænku á, hálsinn háttreistur hringa á milli, þeir irm foldarfax fóru í bylgjum. Gljáði sem glaðast á gullspreklur hans, en fofnir flaðrandi, þar fljóðið gekk slægða slunginni sleikti tungu fold, og flensaði fótspor hennar. Þegar liðið var fram á tíma kristninnar og kaþólska kirkjan komin til sögunnar með sína heimsmynd, þar sem enginn grein- armunur var gerður á trú og raunvísindum, var paradís að vísu bústaður manna í öðru lífi, en engu að síður landfræðileg staðreynd. Samkvæmt henni átti helvíti að vera í jörðu niðri og inngangurinn til þess einhvers staðar skammt frá Jerúsalem. Hinum megin á yfirborði jarðarinnar reis geysihátt fjall í sjö hjöllum, og var Eden á tindi þess. Þar upp af tóku við himinhvelfin, sem að frá skildum úthimninum voru níu talsins. En á hæsta himni bjó sjálf heilög þrenning, umkringd sveitum útvaldra. Frægustu lýs- inguna á þessari paradís mun að finna í Guðdómlegu kómedíu Dantes, en þar lýsir Framhald á bls. 37. 41. tbi. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.