Vikan


Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 49

Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 49
— Og tíu þúsund eru engir smá- munir, frú. — Það er undir því komið hvern- ig ó málin er litið, herra Cambosia. Ef innihaldið í hólfinu er aðeins tuttugu þúsund dollara virði hafið þér fyllilega rétt fyrir yður og tíu þúsund dollarar eru mjög höfðing- leg upphæð. En ef innihaldið er virði einnar milljónar, tveggja millj- óna eða þriggja milljóna eru tíu þúsund dollarar mjög aumleg upp- hæð, eins og þér hljótið að sjó . . . — Andskotakornið, greip Angie fram í. — Ég kom hingað til að nó í lykilinn, skiljið þér það, lykilinn. Ekki til að spjalla við yður. Camber samdi við feita manninn. Ég geri enga samninga, hann sneri sér að mér. — Hver sagði henni fró þessu öllu, Camber? — Hún er konan mín, sagði ég aumlega. — Mig varðar ekki um þótt þessi tómatur hér væri drottningin af Saba. Ég vil fó lykilinn! — Andartak, herra Cambosia, sagði Alísa með ískulda. — Þér er- uð hér sem gestur í mínu húsi. Ég er mjög kurteis við yður. Ég bauð yður te eða kaffi.... — Frú, ég vil ekkert andskotans kaffi! — Ég held að þér sem gestur hafið ókveðnum skyldum að gegna. Ég læt það ekki viðgangast að ég sé kölluð tómatur, eða uppnefnd á annan hótt. Mér finnst að þér ætt- uð að biðjast tyrirgefningar. — Camber, er hún vitlaus? — Nei, ég hef fulla geðheilsu, sagði Alísa. — Og úr því þér öskr- ið sífellt um þennan lykil skulum við tala um lykilinn. En ég vil að þér biðjist fyrst afsökunar. — Þó það, frú. Afsakið ef þér viljið. Komið bara með lykilinn. — Þakka yður fyrir, sagði Alísa og kinkaði kolli. — Þér getið fengið lykilinn, ekkert höfum við við hann að gera, en tíu þúsund dollarar eru ekki nóg, við viljum fá tuttugu og fimm þúsund dollara. — Hvað þá! ef öskubakkinn hefði ekki vegið salt ó lærinu á Angie, hugsa ég að hann hefði sprungið. Ég hafði voðalegan hjartslótt og ég varð að taka á öllu afli til að hrópa ekki upp: — Alísa, segðu honum sannleik- ann. Segðu honum að við höfum ekki lykilinn, segðu honum að við höfum týnt honum. Ég varð að berj- ast á móti þessu af alefli og mér heppnaðist að gleypa orðin og bæla niður þó tilfinningu, að við hefðum komið okkur út ó hættulega gjó- brún með þessu móti. Ég gat að- eins lagt fyrir mig þá spurningu hversvegna í ósköpunum ég léti hana tala við hann, en gerði það ekki sjálfur. — Mér finnst það ekki ósann- gjörn upphæð, sagði Alísa rólega. — Þér vitið hvað er f hólfinu og þér vitið að það er vel þess virði að fyrir það séu greidd tuttugu og fimm þúsund dollara ómakslaun. — Camber, sagði Angie og hreytti út úr sér orðunum. — Cam- ber, ég er hræddur um að nú séuð þér orðinn einum' um of sniðugur. Ég er búinn að fá nóg af þessu. Ég vil ekki nein samskipti við gyltur, né rökræða við þær.... — Hvernig vogið þér! hrópaði Alísa. — En það veit sá sem allt veit að ef þið látið mig ekki hafa lyk- ilinn, sht ég ykkur í sundur. Þú vilt áreiðanlega ekki sjá sjálfan þig í spegli næstu sex mánuðina, herra Camber, og heldur ekki sjá þennan tómat, þegar ég hef lokið mér af við hana. — Ég hef aldrei heyrt annað eins! hrópaði Alísa. — Haldið þér að ég sé fffl, herra Cambosia? Klukkuna vantar nú fimm mínútur í fjögur. Ég kom lyklinum fyrir hjá vinkonu minni. Haldið þér að ég hafi verið svo heimsk að geyma hann hér í þessu húsi? Ef ég hringi ekki í hana klukkan fjögur gerir hún lögreglunni viðvart. Ef ég hringi í hana og segi henni að koma með lykilinn hingað gerir hún einnig lögreglunni viðvart. Og ef nokkur annar en við Johnny kem- ur heim til okkar, við tvö ein, hringir hún þegar í stað til lögregl- unnar. Mér finnst þér ákaflega heimskur, herra Cambosia, með þessi miðalda koparhnúajárn og dósahníf og barnalegar, grófar hót- anir og þar að auki getið þér ekki talað fimm gófuleg orð á nokkurn veginn sómasamlegri, konunglegri ensku. Mér finnst þér afar viður- styggilegur og þegar ég segi herra Montez hvernig þér hafið farið að í þessu máli, býst ég við að hann verði ekki sem kátastur. Hún leit á úrið sitt: — Það eru nákvæmlega tvær mínútur þar til ég á að hringja í vinkonu mína. Viljið þér að ég hringi í hana? Eða kjósið þér held- ur að snúa aftur til herra Montez og segja honum að lykillinn sé glat- aður að eilífu. Ég hélt að Angie myndi kafna eftir þvf að dæma hvað æðarnar á hálsi hans þrútnuðu og allt hör- undið dökknaði. Hann nötraði þeg- ar hann hvíslaði: — Takið símann og hringið í vin- konu yðar. — Þegar þér eruð farinn, herra Cambosia. Þér vitið hvert okkar til- boð er og ég hef fengið meira en nóg af yður. Nú hafið þér nákvæm- lega eina mínútu og tíu sekúndur eftir. Hann reis upp og Alísa fór til dyra og hélt þeim opnum fyrir hann. Þegar hann var farinn læsti hún dyrunum tryggilega á eftir honum, svo kom hún aftur, hristi sig aðeins og fór svo að flissa og í gegnum flissið sagði hún: — Johnny, viltu færa mér eitt- hvað kalt að drekka. Ég held að ég sé að fá móðursýkiskast og ég er svo þurr f hálsinum. Við sátum ( setustofunni og Alísa dreypti á drykknum sínum, og ég horfði á hana, þar til hún bað mig að horfa ekki svona á sig. Hún sagðist vera ákaflega næm fyrir því hvernig fólk horfði á hana. — Augun í honum eru eins og í snáki, sagði hún. — Þau eru alveg eins og f snáki, Johnny. Hann er alveg eins hræðilegur og þú lýstir honum. Hefurðu nokkurn tíma séð svona haus — svona háan og mjó- an, það er bókstaflega ekkert rúm milli eyrnanna fyrir neinn heila, nema það sé eitthvert heilakorn efst í hauskúpunni. Venjulega reyni ég að hugsa eins vel um fólk og finna allt það bezta hjá fólki og hægt er, en það er ákaflega erfitt að finna nokkuð gott hjá manni á borð við þennan, ertu ekki sammála? Ég kinkaði kolli og starði áfram á hana. — Og augun í honum — það er eitthvað að augunum í honum, Johnny. Hvað er sagt um fólk sem neytir eiturlyfja? Spillir eitthvað augunum í því, er það ekki? Það gerir þau annaðhvort minni eða stærri.... Hvort er það, Johnny? — Ekki augun, sjáöldin. — Það er það sem ég meinti. — Stærri, held ég. Hve lengi höf- um við verið gift, Alísa? — Atta ár, svaraði hún. — Átta ár. Ég kinkaði kolli hugsi. — Það ætti að vera nógu langur tími til þess að maður hefði átt að vera farinn að vita eitthvað um kon- una sína. — Ó, Johnny — ég var svo hræði- lega hrædd. — Nei, það varstu ekki, sagði ég. — Ég held að þú hafir alls ekki verið hrædd. Þú varst bara gröm við hann. — Þegar hann kallaði mig gyltu. Geturðu ímyndað þér nokkuð and- styggilegra. Ég held ekki að ég sé með hreinlætisbrjálæði en það er ekkert hús við þessa götu hreinna né snyrtilegra en mitt. Það veiztu, John Camber. — Já, ég veit það, en. . . . — Og ég sjálf, ég er kannske ekki eins falleg og þessi brókar- sóttarjómfrú þfn. . . . — Ég á hana ekki, ég sagði þér það. — En ég reyni að Ifta sæmilega út. Þú sérð mig ekki dragast um húsið í inniskóm og innislopp og ég sóa ekki peningunum þínum í hárgreiðslu og snyrtistofur. Það geri ég sjálf.... — Ég held að hann hafi ekki átt við það, Alísa. Þegar hann segir gylta, á hann við konur almennt. Þetta er heiti, á þeim í þeim heimi sem hann lifir f. Þetta er slangur- yrði. — Þá er þetta amerfska slangur þitt hreint ekki eftirsóknarvert. Ég hristi höfuðið. — Ég skil þetta ekki. Við sitjum hérna og rökræð- um um það hvað hann hafi kallað þig, rétt eins og allt væri klappað og klárt. — Nú, það er það, Johnny. — Að minnsta kosti í nokkrar klukkustund- ir og það gefur okkur tíma til að hugsa eitthvað upp. — Það færir okkur ekki lykilinn. — Það geturðu verið þakklátur fyrir, sagði hún og kinkaði kolli til áherzlu. — Ég vildi ekkert í heim- inum síður núna en hafa lykilinn. — Hversvegna? — Sérðu það ekki, Johnny? Við segjum honum að hann geti fengið lykilinn fyrir tuttugu og fimm þús- und dollara. Setjum nú svo að hann gengi að því — feiti maðurinn þinn. Þá værum við í vandræðum með alla þessa peninga. Ég skal segja þér eitt, ég held ennþá að við ætt- um að hringja á lögregluna. Strax. — Við höfum lokið viðræðum um það. — Þá það, Johnny, en ég held að þú sért að hlaupa á þig. — Kannske, en segðu mér eitt, Alfsa. Þú segir, gerum ráð fyrir að feiti maðurinn samþykki tilboð þitt og láti okkur hafa tuttugu og fimm þúsund dollara og við höfum lykil- inn. En setjum nú svo að hann gangi að tilboðinu og við höfum ekki lykilinn. — Það datt mér ekki í hug, sagði hún og andvarpaði. Það er ekki auðvelt fyrir mig að lýsa Alísu, nema bara á yfirborð- inu, eða skilgreina hana hlutlægt, eins og hún væri eiginkona ein- hvers annars en ekki mín. Konur eru frábrugðnar körlum á nokkur þúsund vegu, meðal annars af því að gerðir þeirra stjórnast að engu leyti af þörf fyrir að sýna af sér hetjudáð. Hetjuskapur hefur þess utan oftastnær verið tengdur slátr- un og hrottaskap og þar sem kon- um hefur um ómunatíð ævinlega verið útilokað að verða slátrarar, hvort heldur er sem áhugamenn eða skráðir hermenn, láta þær sér nægja að vera hugrakkar, þegar þeim gott þykir og hræddar, þegar það er skynsamlegt. Þegar þær eru mjög hughraustar og árangursríkar, sem mig grunar að þær séu oftastnær, er eins og þaer biðjist afsökunar á því. f landi eins og okkar hefur enginn fengið heiðursmerki fyrir að eiga barn. Alfsa sagði eitt sinn við mig: — Mismunurinn milli mín og þfn, Johnny, er ekki eins mikill að uppeldislegu leyti og í öllum okk- ar tilætlunum. Þegar við vorum börn vorum við bæði mjög fátæk, en ég samþykkti það eins og full- komlega eðlilegan hlut. Þér var kennt það að álíta það mistök og þú heldur áfram að álíta, að allt sem kemur fyrir okkur og gerist með okkur, sé mistök. Það var meiri sannleikur í þessu en ég kærði mig um að viðurkenna. — Hvernig sem það nú var, sagði ég við hana, — er komið mál til að ná í Pollý. Hún leit á úrið sitt og kinkaði kolli. — Þú nærð í hana, ég býð hér. Alísa hristi höfuðið. — Við náum bæði f hana, Johnny. Við skulum um hrfð gera allt saman, við tvö ein. Ég vil ekki vera ein og ég vil ekki láta þig vera einan. — En á morgun? Ég hef ennþá starfi að gegna eins og þú veizt. Framhald í næsta blaði. 41. tbi. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.