Vikan


Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 8

Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 8
Errair Snorrason SÁLFRÆÐINEMI Það er nauðsynlegt fyrir manninn að „antisipera“, að leita einhvers, sem er utan seilingar hans og færis. Það, sem gerir nútíma lifnaðarhætti og ]íf svo ófrjótt, er einmitt skortur á þeirri nauðsynlegu hvöt, að leita hærri mark- miða heldur en unnt er að ná. Mannleg paradís er alls staðar, þar sem eðlilegt bil er á milli þess, sem sózt er eftir og þess, sem unnt er að ná. Ilnot fúlk svarar mrnrn IIIKINNAI Enn í dag leitast menn við að finna paradís á jörðu. En hvað er eftirsóknarverð- ast í lífinu í augum unga fólksins nú á dögum? Hver er þeirra paradís? Hvernig vill það breyta þióðfélags- háttum og líferni til batn- aðar? VIKAN hefur leitað til ungs fólks og beðið það að svara eftirfarandi spurn- ingu: Hvað er paradís á jörðu í þínum augum? - Svörin fara hér á eftir. V_________________y Sigurður Tómasson MENNTASKOLANEMI „Hugsjónin er komin úr tízku.“ Ótal fagnaðarandyörp sem þetta hafa Jiðið úr brjóstum íslenzkra ágætismanna, síðan dollaraflóðið skall yfir ástkæru ísafold, — úr brjóstum fólks, sem hefur týnt hugsjón sinni milli seðlanna í pen- ingaskápnum eða misst hana niður inn- an um áhyggjur af óseldri skreið. Sér til fróunar hrópar þetta fólk í örvæntingu sjálfslyginnar: „Hugsjónin er komin úr tízku.“ Stundmn liggur við að rofi til í þessu skýjaþykkni blekkingarinnar, ef til vill Jjegar þetta fólk heyrir um æsku- menn, sem mótmæla lyginni í krafti sannfæringar sinnar. En það er svika- rof, sem samstundis er dregið fyrir með nýrri lygi: „Það eru allir róttækir, þegar þeir eru ungir. Þetta breytist og lagast með auknum þroska.“ T þessu er þó fólgið örlítið sannleiks- korn: sannleikur lyginnar. Kerfi blekk- ingarinnar mylur okkur undir sig, gerir okkur að nýjum bókstöfum í hinni „fersku“ orðaframleiðslu lyginnar. Rót- tækir ungir menn breytast úr reiðum og hrópandi mótmælendum í feitlagna, mærðarlega skókaupmenn og kökuinn- flytjendur á miðjum aldri. Kannski erfðu þeir hagsmuni feðra sinna: liags- muni peninganna. Peningarnir eru uppspretta lyginnar. Þeir hvísla blekkingunni í eyru ungu mannanná, og þeir grípa fegnir í þá Framhald á bls. 37. 8 VIKAN "• tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.