Vikan


Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 18

Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 18
fórst VFIR ÞUSUND MANNS 1I0RU UM ROID í BRENNANDI SKIP- INO. MARGIR IÖRPDDO SÍR FVRIB BORD. AIRIR DRDKKU Tt ENN ABRIR SIÓGUST AF HEIFT BM AD KOMAST í BJÓRGDNAI- IÁTANA. Lítið barn með úfið höfuð lá í gulum björgunarhringnum og veltist til og frá í clgandi sjón- um. Allt í kringum það var urm- ull björgunarbelta — en þau voru öll tóm. í tvö hundruð metra fjarlægð frá barninu lá karlmaður hreyfingarlaus með andlitið í sjónum. Nú fór að nótt eftir dag, sem einkennzt hafði af gleði og kát- ínu. Dagurinn hafði byrjað svo vel með sólarupprás í rauðum og gullnum lit. Nú var sólin á leið niður í skýjabakka. Allt þetta sá og hugsaði Larry Dishon, tuttugu og fimm ára gamall meðlimur áhafnarinnar á C-54, björgunarflugvél frá bandaríska flughernum. Síðar skrifaði hann í dagbók sína: „Þetta minnti meira á martröð en nokkuð annað, sem ég hef orðið vitni að!“ Nokkrum vikum áður höfðu þúsundir manna fengið ríkulega skreyttan þækling, þar sem með- al annars stóð: „Það er áríðandi að verja fríum sínum vel, maður fær þau ekki alltof oft! Maður verður að velja vel og rétt. Hvað viljið þér? Sól — það verður enginn hörgull á henni. Góðan 18 VIKAN 41 tbI mat, tilreiddan eins og bezt verður á kosið? Hann fáið þér. Þér fáið að sjá nýja staði, hitta nýtt fólk. En umfram allt: Þér fáið a.lgera lausn frá öllum áhyggjum og allri ábyrgðl Allt þetta getið þér fengið ef þér 'siglið með okkur. Frá þeirri stundu er þér komið um borð getið þér verið áhyggjulaus. Þér fáið frí sem verða mun yður í minni það sem eftir er ævinnar. Dásamlegt og áhyggjulaust frí!“ Þetta stóð í bæklingnum og hljómar heldur kaldhæðnislega með tilliti til þess sem á eftir fylgdi. Sex hundruð fimmtíu og ein persóna gleypti við þessu tilboði og gekk um borð í gríska farþegaskipið Lakoniu, sem var tuttugu þúsund tvöhimdruð þrjátíu og átta tonn. Þrjátíu og fimm börn voru meðal farþega, áhöfn þrjú hundruð áttatíu og fimm manns. Lagt var af stað nítjánda desember 1963 frá Southampton. Siglingin átti að taka ellefu daga, og farþegarnir hlökkuðu ákaft til að yfirgefa myrkrið og kuldann sem er dæmigerður fyrir enskan vetur. Fyrst skyldi stefnt til Kanarí- eyja, síðan Madeiru, þaðan til Las Palmas og Teneriffa og heim. Það voru aðeins fjórir dagar til jóla, og þau áttu að verða al- veg sérlega dýrleg um borð i þessum hvítmálaða risa með sjö þilförum. Farþegarnir, sem þráðu sólina, höfðu borgað sum- ir um tíu þúsund krónur, sumir fimm eða sex sinnum meira, fyrir ferðina. Flestir þeirra höfðu sparað meira eða minna allt sitt líf til að komast í slíka dýrð. Margt eldra fólk var í hópi þeirra, fólk sem taldi sig geta unnt sér nokkurrar hvíld- ar og hressingar í ellinni. Þrjú nýgift hjón voru um borð og nokkrar dansmeyjar, og bikinibaðföt þeirra, sem vqlru eins fyrirferðarlítil og hægt var að komast af með, juku aðsókn- ina að upphitaðri sundlaug skipsins. En glöðust allra voru börnin, enda voru nú jól. Jól á sjó með jólasveini og öllu til- heyrandi hlutu að vera eitthvað sér á parti. Lakonia var þrjátíu og þriggja ára gömul, nokkuð eldri en flest slik skip eru, en talin í svo góðu standi að hún gæti vel dugað í nokkur ár enn. Ilún hafði verið byggð í Amsterdam 1930 fyrir hollenskt útgerðar- félag og þá gefið nafnið Joha.n van Oldenbarnevelt. Um hríð hafði skipið verið í siglingum til Indónesíu. Árið 1940 var það leigt Bretum, sem notuðu það til herflutninga að og frá Norður- og Austur-Afríku, Grikklandi og ítalíu. Kafbátar sendu því oft tundurskeyti, en hittu aldrei. Þetta virtist því vera happa- fleyta. En þetta færðist til annars og verri vegar 1951, þegar Hollend- ingar tóku aftur við skipinu og gerðu úr því farþegaskip á ný. t fyrstu ferð þess eftir það kom upp í því eldur hvorki meira né minna en sex sinnum, enginn vissi hvernig. Var það þá boðið til sölu. 1962 keypti það grískt skipafélag, Ormos. Hlaut það þá rækilega yfirferð á ítalskri skipasmíðastöð. Átti meðal annars að koma fyrir í því full- komnu slökkvikerfi. Þá var skipinu gefið nýtt nafn, Lakonia eftir héraði Spartverja hinna fornu og tryggt fyrir hundrað sjötíu milljónir króna. Tók Lloyds í Lundúnum á sig helm- inginn af því. Var fyrirhugað að /

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.