Vikan


Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 44

Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 44
Gólfdúkur — plast, vinyl og línólíum. Postulíns-veggflísar — slærðir 7VÍ2X15, 11x11 og 15x15 cm. Amerískar gólfflísar — Godd Year, Marbelló og Kentile. Þýzkar gólfflísar — DLW. Hollenzkur Fiesta dúkur — eldhúss- og baðgólfdúkur. Málningarvörur — frá Hörpu hf., Mólning hf. og Slippfél. Rvíkur. Teppi — ensk, þýzk, belgísk nylonteppi. Fúgavarnarefni — Sólinum, Pinotex. Silicone — úti — inni. Veggdúkur — Somvyl, frönsk nýjung. Vinyl veggfóður — br. 55 cm. Veggfóður — br. 50 cm. V að upp, þrisvar sinnum. Þetta glumdi óhugnanlega gegnum salinn, en það kom ekkert svar. Dómarinn hallaði sér áfram, fékk sér vatn að drekka, og hóf svo að lesa dóminn: Kærandi hefur á sínum tíma skrifað ákærða eins og hér segir: ,,Ég gef yður frjálsar hendur til að fullgera húsið og sjá um all- an búnað þess, með þvi skilyrði að kostnaðurinn fari ekki fram úr tólf þúsund pundum. Ef yfirdráttur verður ekki meiri en fimmtíu pund, mun ég greiða það, en það sem fer þar fram yfir mun ég aldrei greiða.“ Kærandi hefur valið þann kostinn að greiða allan yfirdrátt, en gerir kröfu til ákærða, með tilvísun til framangreinds bréfs. Urskurður dómsins er því sá að ákærða beri að greiða kær- anda þá upphæð sem hann er krafinn um, ásamt málskostnaði. . . Á heimleiðinni hugleiddi Soames hvernig hann ætti að haga orð- um sínum, þegar hann segði Irene frá úrslitum dómsins. Ef til vill var bezt að segja: - Nú hef ég unnið málið. En ég kæri mig ekki um að ganga hart að Bosinney, ég vil gefa honum kost á að semja við mig. Og finnst þér svo ekki að við ættum að byrja nýtt líf? Við getum leigt húsið hérna og flutt út í Robin Hill strax. Það hefur aldrei verið meining mín að vera harður eða ruddalegur við big. Getum við ekki tekizt í hendur og.. . . Gat verið nokkur möguleiki á því að hún gæti gleymt? En áður en hann komst heim hafði afbrýðisemi og tortryggni aftur náð valdi á hugsunum hans. Hann ætlaði að koma í veg fyrir skammarlega framkomu hennar, í eitt skipti fyrir öll, hún skyldi ekki fá leyfi til að draga nafn hans niður í svaðið. En ef hún héldi áfram með þessa þrjózku, eða viðurkenndi brot sitt opinberlega? Já, þá var engin önnur leið fyrir hann en að heimta skilnað. r~ Haritiiiatkatiit INNI ÚTI BiLSKURS SVALA HURÐIR ýhki- & Hltikutiif H Ö. VIUHJÁLMSSQN RANARBOTU 17, >3ÍMI 19669 Hjónaskilnaður! Sjálft orðið hafði hrollvekjandi áhrif á hann. Það stríddi á móti öllum meginreglum og uppeldi hans. Það myndi líka skaða stöðu hans og álit að standa í skilnaðarmáli. Hann yrði líklega að selja húsið við Robin Hill, sem hann hafði fleygt svona miklum peningum i og hafði hlakkað til að flytja inn í það. Og Irene? Hún myndi hverfa úr lífi hans, hann sæi hana kannski aldrei meir. Þegar vagninn rann upp að húsi hans, var hann jafnnær, hann var í sömu óvissunni og áður.... Hann var fölur þegar hann gekk inn í anddyrið, 'nendurnar voru þvalar af svita. Hann kveið fyrir því að hitta hana, en þráði um leið að sjá hana aftur. Stofustúlkan sagði honum að frú Forsyte hefði farið út snemma morguns, og hún hefði haft ferðatöskur með sér. Hvað eruð þér að segja, sagði Soames og röddin var hás, en áttaði sig fljótlega og hugsaði með sér að það væri um að gera að láta ekki þjónustufólkið komast að neinu. — Voru nokkur skila- boð til mín? spurði hann svo, eins rólega og honum var mögulegt. Stúlkan leit undrandi á hann. Nei, frúin bað ekki fyrir nein skilaboð. Ekki það? Takk fyrir, það er gott. Eg ætla að borða úti, sagði Soames. Orðin „ferðataska", „engin skilaboð" þutu í gegnum heila hans. Hann fór ekki úr yfirfrakkanum, hljóp upp á loft, tók tvö þrep í einu skrefi. Það var allt snyrtilegt og með kyrrum kjörum í svefnherbergi Irenu. Inniskórnir hennar voru við fótagaflinn á rúminu, og á snyrti- borðinu voru hárburstar og ilmvatnsglös úr silfri, sem hann hafði sjálfur gefið henni. Hvaða tösku skildi hún hafa tekið með sér. Hann var að því kominn að hringja á stúlkuna, en hætti við það. hann mátti ekki láta hana gruna neitt. Hann varð sjálfur að komast til botns í þessu. Hann flýtti sér niður stigann og út á götuna aftur. . . . Á leiðinni til skrifstofu Bosinneys íhugaði hann hvað hann ætti að segja við arkitektinn, ef Irene var ekki hjá honum. Eða ef hún væri þar? Hann varð aftur jafn óöruggur, og var ekki búinn að taka nokkra ákvörðun, þegar hann kom i Sloan Street. Útidyrnar voru læstar, en ókunnug kona opnaði fyrir honum. Hún vissi ekki hvort herra Bosinney var heima, hún hafði ekki séð hann í nokkra daga. Hún var hætt að gera hreint hjá honum, hann hafði enga húshjálp, hann........ Soames tók fram í fyrir henni, sagðist sjálfur ætla að ganga úr skugga um það hvort hann væri heima. En á leiðinni upp stigann bilaði kjarkurinn skyndilega. Hann skalf af kulda, þrátt fyrir loðfóðraðan frakkann, honum fannst sem hjartað væri að frjósa í briósti hans. Hann gekk hægt niður stigann og út á götuna. Þar náði hann í léttivagn og bað um að sér yrði ekið til Park Lane. Á leiðinni reyndi hann að muna hvenær hann hafði síðast látið Irene fá peninga, en hún gat ekki haft nema nokkur pund, en svo voru það auðvitað allir skrautgripirnir hennar.... Hve mikið gæti hún fengið, ef hún seldi þá! Já, þau skötuhjúin ættu að fá það mikið fyrir þá að þau gætu farið til útlanda og lifað þar í marga mánuði. Hann hélt áfram útreikningum sínum, þangað til vagninn nam staðar fyrir utan hús foreldra hans. Brytinn spurði, svolítið undrandi, hvort frúin væri ennþá úti í vagninum, og þá rann það upp fyrir Soames að þau höfðu einmitt verið boðin að borða þar þetta kvöld. Hann flýtti sér að segja að konan hans væri kvefuð, og brytinn lýsti hluttekningu sinni. Um leið og Soames hafði losað sig við yfirhöfnina flýtti hann sér gegnum tóma dagstofuna og upp á loft, til svefnherbergis foreldra sinna. James stóð þar á skyrtunni og í hvítu vesti og var að krækja efstu krókunum á kjól konu sinnar. Augun voru starandi af áreynslu. Soames nam staðar. Honum fannst hann vera að kafna, hvort sem það var af þessari sjón sem mætti honum, biturleika yfir því að honum hafði ekki hlotnazt svona náið sambýli við konu sína, eða þá að hann hafði hlaupið of hratt upp stigann. Allan þann tíma sem hann hafði búið með Irenu, hafði það aldrei komið fyrir að hún hefði beðið hann um að hjálpa sér við að krækja kjól. — Ert þetta þú, drengur minn? sagði Emily glaðlega, og James tók undir með henni: — Ertu bara kominn, Soames? Hversvegna kemur þú hingað upp? Er eitthvað að? — Nei, ekki það minnsta, svaraði hann vélrænt, og vissi ekkert hvernig hann átti að fara að því að segja þeim frá því sem skeð hafði. En James var orðinn áhyggjufullur. — Þú lítur ekki vel út. Ertu kannski kvefaður? Eða er það lifrin? Mamma þín verður að gefa þér.... Emily tók fram í fyrir honum: Er Irene ekki með þér? 44 VIKAN «■ tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.