Vikan


Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 32

Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 32
að Lákoniu rétt áður en skipið lagði af stað í sína síðustu ferð. Skoðunin hafði leitt í ljós að lágmarkskröfum varðandi eld- varnir, björgunarbáta o.s.frv. hafði verið fullnægt. En þar sem slysið hafði orðið á alþjóða- sjó, bar ráðuneytið enga ábyrgð á því. Ábyrgðin féll öll á grísku útgerðina. Fimmtíu skipverjar voru sett- ir á land í Kasabianka og flogið þaðan með þá til Aþenu, þar sem Fókas lögreglustjóri yfirheyrði þá. Allir báru þeir af sér sakir þær, er farþegarnir lýstu á hend- ur þeim. Einn þjónninn sagði til dæmis: — Ég var meðal þeirra síð- ustu, sem yfirgaf hið brennandi skip. Allan tímann þangað til hjálpaði ég farþegum í bátana. Ég afhenti konu nokkurri flot- vesti mitt og synti í sjónum í fjóra tíma, klæddur sundbuxum einum fata. Ég tók nokkrar myndir. Á þeim sér maður glæsi- lega búnar konur yfirgefa skipið glaðar í bragði, svo sem væru þær að koma af dansleik. Þær báru gimsteina og voru í loð- feldum. Margir félaga minna voru alsnaktir þegar þeir voru dregnir upp úr sjónum. Það var eingöngu áhöfninni að þakka að tókst að halda eldinum kyrrum svo lengi framan til í skipinu sem raun bar vitni um. Annar loftskeytamaður, Dimi- tríó Segínis, sagði svo frá: — Ég var í efri brú þegar flauturnar byrjuðu. Ég hljóp undir eins niður í loftskeyta- klefann, og kom Sarbis skip- stjóri þangað líka. Hann skip- aði mér að senda út SOS-merki. Fyrsta stöðin sem svaraði var sú í Kasablanka. Þá var klukkan hálftólf. í hálfan annan klukku- tíma héldum við áfram að senda neyðarköll, en neyddumst þá til að yfirgefa loftskeytaklefann, sem var beint yfir hárgreiðslu- stofunni, þar sem eldurinn kom upp. Mér tókst þó að draga leiðslu frá sendinum út undir bert loft og hélt þar áfram að senda meðan ég hafði frið fyr- ir reyknum. Síðar fór ég aftur í og hélt áfram að senda með merkjaljósum eftir að björgun- arskipin voru komin. Klukkan hálfsjö um morguninn neyddist ég til að stökkva fyrir borð, þá að köfnun kominn af reyk. Ég var lengi á sundi unz mér var bjargað um borð 1 MontcoJ,m. Um ofboð og ofsahræðslu um borð var aldrei að ræða. Talsmenn grísku útgerðarinn- ar sögðu: — Þetta skraf um ofboð og rán er hlægilegt. Áhöfnin hafði fyrirskipanir um að grípa til vissra aðgerða við slíkar aðstæð- ur. Það hljóta margir farþeg- anna að hafa misskilið. Hvernig eldurinn kom upp vitum við ekki. En við vitum að hver far- þegi hafði flotvesti, sem geymt Bragðið leynir sér ekki MAGGI súpurnar frá Sviss eru hreint afbraqð MAGGI súpurnar frá Sviss eru búnar til eftir upp- skriftum frægra matreiðslumanna á meginlandinu, og tilreiddar af beztu svissneskum kokkum. Það er einfalt að búa þær til, og þær eru dásamaðar af allri fjölskyldunni. Reynið strax í dag eina af hinum átján fáanlegu tegundum. MAGGI SUPUR FRÁ SVISS Asparagus Oxtail Mushroom Tomato Pea with Smoked Ham Chicken Noodle Cream of Chicken Veal Egg Macaroni Shells 11 Vegetables 4 Seasons Spring Vegetable algert hneyksli. Við vorum í bátnum í sex klukkustundir og fengum hvorki mat né vatn. Sama dag — tuttugasta og áttunda desember — kom skip- stjórinn á Lalconiu, Matteos Sarbis, frá Madrid til Aþenu til að vitna í sjóprófi. Enginn at- vinnusjómaður öfundaði hann. Þegar hér var komið höfðu tvö skip, Herkules, norskt og nærri átta hundruð tonn og pólski dráttarbáturinn Polzee komið dráttartugum í logandi flakið og lagt af stað með það til Gíbraltar. Jafnframt fóru blöðin í stórum stíl að skrifa um hneyksli í sambandi við slysið. Fyrst og fremst var spurt: Hvernig gátu svo margir far- izt, þegar frekar var kyrrt í sjó og nóg af bátum? Yfirmaður gríska skipafélagsins í Lundún- um, John Gúlandris, hélt blaða- mannafund. Hann tilkynnti að Lakonia hefði ekki haft neitt sjálfvirkt eldvarnarkerfi. Eina eldvarnakerfið um borð voru sír- enur, sem fóru í gang ef hitinn náði vissu hámarki. — En sagði Gúlandris, brezka flutningaráðuneytið krefst ekki frekari öryggisráðstafana. Hann hélt því fram að Lajconia hefði, þrátt fyrir aldurinn, verið ný- tízkulegt skip og hentugt til farþegaflutninga. En hinu gat hann ekki svarað, hversvegna allt hefði komizt á ringulreið þegar renna átti björg- unarbátunum í sjóinn, hvers- vegna svo margir farþegar hefðu hrapað í öldurnar, hvers- vegna áhöfnin hefði hegðað sér svo illa. Lakonia hafði nógu marga björgunarbáta — tuttugu og fjóra alls — og gátu þeir tekið yfir eitt þúsund og sjö hundr- uð manns. En um borð í skipinu voru aðeins eitt þúsund þrjá- tíu og sex manns. Fleiri og fleiri ákærur bárust frá farþegunum. Allir fullyrtu þeir að skipverjar hefðu misst stjórn á sér af ofsahræðslu og sumir þeirra voru meira að segja sagðir hafa notað ringulreiðina til að ræna og stela frá farþeg- um. f Grikklandi var yfirmaður hafnarlögreglunnar, Fókas, sett- ur til að stjórna rannsókninni á slysinu. Fulltrúi útgerðarfyrir- tækisins í Lundúnum sagði: Lög- um samkvæmt ber okkur engin skylda til að endurgreiða skips- brotsmönnum farmiðana, en það ætlum við þó að gera. Brezka flutningaráðuneytið sagði að fulltrúi þess hefði skoð- 32 VIKAN «• tbl'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.