Vikan


Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 50

Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 50
Í ÖLLUM KAUPFÉLAGSBLIÐUM ------------------------ --- . H,, •s SHAMPO t \ Hvað er soul? Framhald aí bls. 23. Það er engin tilviljun, að þeir, sem hér hafa látið álit sitt í ljós, eru blökkumenn. Margir álíta, að aðeins blökkumenn geti sungið soul. Þeir, sem eru þessarar skoðunar, hafa þá í huga banda- ríska blökkumanninn, fortíð hans og hefð, — þrælavinnu, kyn- þáttaofsóknir og stöðuga bar- áttu fyrir jafnrétti. Það voru blökkumenn í Suð- urríkjunum með rhytmann frá forfeðrum sínum í Afríku í blóð- inu, sem skópu jazzmúsikina. í New Orleans og fleiri borgum í Suðurríkjum Bandaríkjanna var (og er enn) fjöldi söngvara, sem söng um það, hve erfitt það get- ur verið að vera til. f söngvum þeirra kom líka fram, hve þá dreymdi um að verða einhvern tíma ríkir eða að þeir hittu draumaprinsessuna. Einfaldir textar um sjálfsögðustu þarfir mannsins. Þeir sungu ekki til þess að geta önglað saman aur- um, heldur vegna þess, að þeim fannst þeir verða að tjá sig á einhvern hátt. Það var soul í söngvunum þeirra. Af sömu rót og jazzmúsikin er sprottin, er soulmúsikin, sem í dag er svo vinsæl um heim all- an, einnig runnin. Nú græða menn mikla peninga á þessari músik, og hinar stóru stjörnur, eins og t. d. Aretha Franklin, sem kölluð er „lady soul“, aka um í lúxusbifreiðum og koma fram á fínustu stöðum iklædd- ar minki. En ef þið hlustið á söng Ar- ethu á hljómplötu, þá komizt þið að raun um, að hin „gömlu“ hug- tök, ást, sorg o. s. frv. skipta mestu máli. Það er ekkert barna- mál, sem við heyrum. Áheyr- endur hrópa „tell it like it is“, „talið um hlutina umbúðalaust", iog það gera Aretha og soulkoll- egar hennar. „Whip it to me“ eða „sock it to me“ eru bandarísk hugtök, sem á íslenzku eiga sér aðeins hliðstæðu í svæsnustu ástarlífsbókumenntum eða sorp- ritum. Hefur okkur nú tekizt að sýna fram á, að soul er miklu meira en músikin ein? Hér að framan sögðum við, að ■enginn hvítur maður gæti sung- ið soul. En Aretha Franklin tel- ur þó, að franski söngvarinn Charles Aznavour hafi í sér soul. Frank Sinatra hefur líka verið nefndur í þessu sambandi, einn- ig Peggy Lee, Tom Jones, Steve Windwood og margir fleiri hvít- ir listamenn. Af íslenzkum soul- söngvurum viljum við aðeins nefna Shady Owens, en hún er líka bandarísk í aðra ættina! Nú kunna kannski einhverjir lesendur að spyrja: Hvað vitið þið um það, hvað það er að þjást, að berjast fyrir tilverunni og allt það. Nei, við vitum kann- ski ekki mikum um það, en sama er líka að ségja um flesta hina bandarísku soulsöngvara. Við verðum að viðurkenna, að soul er ákveðin músikstefna, og ef okkur líkar hún, getum við auð- veldlega lokað augunum fyrir því, að hún sé orðin dálítið „óekta“. Við njótum rhytmans og kraftsins í músikinni. Hafi söngvarinn á sviðinu ekki soul, þá getum við bara haft það. ☆ 50 VnCAN «• tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.