Vikan


Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 5

Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 5
synd“. Auk þess segja þau, að ég sé alveg réttindalaus, ef hann giftist mér ekki. Hann geti farið frá mér hvenær sem hann vilji, án nokkurra skuldbindinga. Ég hef rætt þetta oft við nann, en hann bregzt allt- af reiður við. Hann segir, að það sé gamaldags og smáborgaralegt að gifta sig. Ef fólk elski hvort annað, sé alveg nóg að það búi saman. Það þurfti eng- an stimpil á það, hvorki frá guði eða þjóðfélaginu, eins og hann orðar það. Eg hef miklar áhyggjur af þessu. Hvað ráðleggur þú mér að gera? Þetta er eins og ég sagði áðan góð- ur strákur og heiðarlegur og trygglyndur og allt það. Eg treysti honum alveg fullkomlega. En mig lang- ar til að giftast honum — allra hluta vegna. Svaraðu mér fljótt, Ein saklaus ,,í synd“. Þú skalt vera lævís og brögðótt við hann til þess að vinna hann á þitt mál og gera hann að löglegum eiginmanni þínum bæði fyrir guði og mönnum. Þetta er bersýnilega ein- göngu stífni og sérvizka í honum. Þú skalt notfæra þér þær stundir, þegar sér- staklega vel stendur á; þegar hann er í óvenjulega góðu skapi og þið eruð kannski að skemmta ykk- ur. Þá skaltu ræða málið við hann á fínlegan hátt og reyna að læða því inn hjá honum, að það sé ekk- ert víst, að þú viljir búa með honum til langframa, nema því aðeins, að þið giftið ykkur. Vertu svolítið sniðug og klók og hættu ekki fyrr en þú hefur kom- ið handjárnunum á liann! Þótt kvenfólkið eigi að heita „veikara“ kynið, þá er það margsannað, að það er miklu sterkara en „sterka“ kynið. Gangi þér ve.l! ELDRAUÐ í FRAMAN Kæri Póstur! Ég á við ýmis vandamál að stríða, þótt ekki geti þau talizt stórvægileg. Og þó! Vonandi geturðu hjálp- að mér. Ég er með svo ljóta, hvíta bletti á nöglunum. Hvers vegna eru þeir og hvernig er hægt að ná þeim af sér? Og svo tvennt í viðbót: Alltaf þegar ég er úti fæ ég rautt nef og stundum líka rauðar kinn- ar, hversu stutt sem ég er úti. Og þegar frost er, þá verð ég alveg eldrauð í framan. Er ekkert hægt að gera við þessu? Og að lok- um: Hvernig er hægt að fá svört og löng augnahár? Vonandi geturðu hjálpað mér með þetta allt. Annars verð ég að láta mér nægja ráð við einu eða kannski tvennu. Með fyrirfram þökk, Todda Lodda. Hvítu blettina ráðum við ekkert við. En í sambandi við rauða nefið og rauðu kinnarnar þinar, væri kannski reynandi fyrir þig að borða C-vitamín og kalk. Annars hefur okkur alltaf fundizt fallegt og heilbrigt að sjá stelpur með rjóðar kinnar. Það er gamalt ráð að þvo augnhár upp úr Iaxerolíu til þess að þau verði löng og falleg, en kannski er það orðið úr- elt. Við höfum grun um, að til séu einhverjir sér- stakir burstar og efni til að fegra augnliárin, en þú skalt leita til snyrtisér- fræðings til að fá fullnægj- andi upplýsingar um það. Ef allt bregzt, neyðistu til að fá þér gerviaugnhár. HVÍTAR TENNUR Kæri Póstur! Ég hef séð, að þú gefur mörgum góð ráð. Og nú ætla ég að biðja þig að hjálpa mér. Ég fék í fyrra krónu á tvær framtennur. Er ekki til tannkrem eða áburður, sem hægt er að bursta krónuna með, svo að hún verði hvít eins og hinar tennurnar? Svo þakka ég þér fyrir allt gamalt og gott og von- ast eftir góðu svari. Hvernig er skriftin? Ég veit að stafsetningin er hræðileg. Með fyrirfram þökk, Ein í vandræðum. Því miður erum við ekki vel að okkur í þessum efn- um. En okkur þykir lík- legt, að einhver áburður sé til, sem hægt er að bera á t. d. gervitennur og þá krónur líka. Þú skalt hringja til tannlæknisins þíns og leita ráða hjá hon- um. Skriftin er góð, og við fundum enga stafsetning- arvillu. GEISHA" sófasett Grettiagötu 46 - Sími 225S4 Stílhreint og fallegt, meO harOviOargrindum og stálfjöOrum (springinnleggiJ í sceti. — Lengd. sófa 21/0 sm. Húsgaonaverzlun Kai Pind chdiz 1 CADIZ er eldfast postulín CADIZ er allt selt í stykkjatali CADIZ er gæSavara frá Luxemborg CADIZ fæst aSeins í Verzluninni Hamborg HAMBORG, BANKASTRÆTI 11 HAMBORG, HAFNARTSRÆTI 1 HAMBORG, KLAPPARSTÍG V__________________________________) 4i. tbi. yiKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.