Vikan


Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 26

Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 26
Ringo Star) var enn ekki kominn til sögunnar. Hann lék með einni fremstu hljómsveit í Liverpool, „Rory Storm and the Hurricanes“. „Bruno Koschmeider sýndi okkur staðinn Kaiser- keller“, segir Pete Best. „Við héldum, að við ættum að leika þar og okkur leizt sæmilega á salarkynnin. Við spurðum, hvenær við ættum að byrja. En þá kom í Ijós, að við áttum alls ekki að leika á þessum stað, heldur í öðrum klúbbi, Indra, sem Bruno átti líka. Sá staður var miklu minni og óásjálegri á allan hátt. Þetta var kluklcan hálf tólf um kvöld, og það voru að- eins tvær hræður í salnum. Það leizt okkur ekkert á. Okkur var sýnt búningsherbergi okkar, en við gátum ekki betur séð, en það væri karlaklósettið! Við höfðum búizt við, að við yrðum látnir búa á gistihúsi, en því var ekki aldeilis að heilsa. Það var farið með okkur í gamalt kvikmyndahús, sem hét Bambi. Þar uppi á lofti var pínulítil íbúðarhola og þar áttum við allir að búa í einni kös. Þetta var argasta greni. En við vorum svo ungir og heimskir, að við þorðum ekki að malda í móinn. En við vorum afar óánægðir bæði með klúbbinn, Indra, og ekki síður þessa svokölluðu íbúð okkar.“ „Fyrst í stað fengum við mjög kaldar viðtökur er við spiluðum í Indra,“ segir John Lennon. „Þá sagði umboðsmaðurinn við okkur, að við skyldum reyna að vera svolítið lifandi á sviðinu; sprella og láta öllum illum látum, eins og hann sagði að hinar hljómsveit- irnar frá Liverpool gerðu. Við vorum mjög feimnir og hræddir við að gera þetta til að byrja með.“ Framkoman á hljómsveitarpallinum var það sem mestu máli skipti í Hamborg. Þjóðverjar kunnu að meta hávaða og hamagang. Enda þótt Bítlarnir væru rokk- hljómsveit, höfðu þeir alltaf hreyft sig h'tið á svið- inu, þegar þeir léku í Liverpool. Nú voru þeir hvatt- ir til að hafa eins hátt og þeir gætu og láta öllum illum látum. Og þeim tókst það betur en nokkurri annarri hljómsveit. Þeir hoppuðu og stöppuðu niður fótunum til að auka hávaðann. John var snjallastur í þessum kúnstum. Hann argaði og gargaði og velti sér upp x'ir gólfinu. „Okkur fór stöðugt fram,“ segir Paul. „Við komumst ekki hjá því. Við vorum látnir spila allar nætur. I Liverpool höfðum við aðeins leikið einn klukkutíma í senn. En í Hamborg urðum við að spila átta tíma í striklotu. Við spiluðum eins hátt og við gátum, bang- bang allan tímann. Það líkaði Þjóðverjunum." Eftir tvo mánuði var Indra lokað. Það hafði verið kvartað yfir hávaðanum. En Bítlarnir voru „hækkaðir í tign“ og fengu nú að leika á Kaiserkeller. Þótt sá stað- ur væri skárri en Tndra, var sviðið mjög gamalt og frum- stætt, smíðað úr kassafjölum. Bítlarnir fóru næstum niður úr gólfinu á endanum með hoppi sínu og stappi, en samt fengu þeir ekki nýjan hljómsveitarpall. Þeir urðu að vinna meira en nokkurn tíma áður. Liverpoolhljómsveitin, sem hafði verið í Kaiserkeller, þegar Bítlarnir komu, var nú farin, en í hennar stað var komin hljómsveitin, sem Ringo Star lék með. Þess- ar tvær hljómsveitir skiptust á að leika, sex tíma hvor á kvöldi. Reiknað var með, að gestir dveldust yfirleitt tólf tíma samfleytt í klúbbnum og þess vegna voru tvær hljómsveitir látnar leika á hverju kvöldi. „Maður var orðinn þegjandi hás og aumur í háls- inum af söngnum,“ segir Paul. „En við lærðum af Þjóðverjunum, að það er hægt að halda sér vakandi með því að taka inn megrunartöflur. Og það gerðum við." Pete Best tók aldrei inn slíkar töflur, en þetta var upphafið að áhuga Johns Lennons, Pauls McCartneys og Georges Harrisons á eiturlyfjum. Þeir borðuðu sjald- an ærlega máltíð og sváfu lítið sem ekkert. „Við höfum engan tíma til að sofa,“ segir John. „Við þurftum að spila, og við þurftum að drekka og við þurftum að eltast við stelpur.“ Þeir sáu, að þjónarnir laumuðust oft í vasa dauða- drukkinna gesta og stálu peningum þeirra. Eitt kvöld- ið ákvað John að reyna þetta sjálfur. „Brezkur sjómaður varð fyrir valinu. Við helltum hann fullan og hann spurði í sífellu: Hvar eru skvísurnar? Við þukluðum hann allan, en fundum hvergi veskið hans. A endanum gáfust við upp og reyndum þetta ekki oftar.“ Stuart Sutcliffe og Pete Best voru vinsælir meðal unga fólksms. En enginn var samt eins vinsæll og Paul. „Paul sagði mér um daginn, að við hefðum rifizt um það, hvor ætti að vera hljómsveitarstjórinn,“ segir John. „Eg man ekki eftir því. Hins vegar man ég, að George fleygði einu sinni í mig einhverjum mat á sviðinu. Við rifumst út af einhverju lítilræði. Öll okkar rifpildi voru út af smámunum. Við vorum enn hálfgerð börn.“ Það var gott samkomulag milli hljómsveitanna, sem skiptust á að leilca í Kaiserkeller. Trommuleikari Rorys sat oft og hlustaði á Bítlana og spurði þá um ýmis lög, sem þeir léku. George leizt ekki á hann: „Mér fannst hann svipljótur,“ segii' hann. „En síðar kom í ljós, að hann var góður strákur.“ Þetta voru fyrstu kynni Bítlanna af Ringo Star, en nokkur tími leið, þar til þeir kynntust honum nánar. Þeim var lítið um það gefið að kynnast þeim Bretum, sem komu í klúbbinn. „Þegar við fundum lykt af Senior Service-sígarettum vissum við, að kvöklið yrði óróasamt," segir John. „Við vissum, að brezkir hermenn væru í klúbbnum og ekki liði á löngu, þar til kæmi til handalögmála. Venjulega urðu slagsmálin út af of háum reikningum, sem þjón- arnir heimtuðu að fá greidda. Aður en kvöklið vrði úti, mundi allt loga í slagsmálum. Bretarnir mundu liggja eins og hráviði um allt gólfið og þjónarnir standa yl'ir þeim með hnífa og barefli. Eg hef aldrei séð aðra eins stríðsmenn og þjónana í Kaiserkeller.“ —o— Flestir virðulegir íbúar í Hamborg láta aldrei sjá sig á skemmtistöðunum á Reeperbahn. En Klaus Voor- mann og Astrid Ivirchherr voru undantekning frá þeirri 26 VIICAN «• tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.