Vikan


Vikan - 07.11.1968, Page 33

Vikan - 07.11.1968, Page 33
Halldór Pétursson er fæddur 26. september 1916 í Reykjavík. Hann er löngu landskunnur af teikn- ingum sínum og málverkum, og tvö af verkum hans eru sennilega kunnari útlendingum en nokkur önnur íslenzk verk: Merki flugfélaganna tveggja, Flugfélags íslands og Loftleiða. - Halldór hefur teiknað fyrir Vikuna frá því hún hóf útkomu sína fyrir þrjátíu árum, og hér kynn- um v:ð hann í máli og myndum á næstu síðum. Viðtalið gerði Sigurður Hreiðar. Á þessu ári eru 30 ár liðin síð- an fyrst birtist teikning í 'Vikunni með undirskriftinni HP. Líklega hefur þá verið á tiltölulega fárra vitorði, hver þessi HP var. Síðan er driúgur vatnssopi runninn til sjáv- ar og nú eru þeir ekki margir, sem eru í vafa, þegar þeir sjá teikn- ingu merkta HP. Halldór Pétursson er fyrir löngu orðinn einn af vin- sælustu listamönnum þjóðarinnar og hver er sá, sem ekki hefur einhvern tíma hlegið hjartanlega að teikn- ingum hans? Það renndi sem sagt margt styrk- um stoðum undir þá hugmynd, að spjalla við Halldór í þrjátíu ára af- mælisblaði Vikunnar og birta nokkr- ar myndir af honum og eftir hann. En hann var ekki ginkeyptur fyrir því. Eg varð að beita allri minni fortölukúnst og gefa ýmiss fögur fyrirheit (upp í ermina) áður en hann loks gafst upp og sagði: — Jæja, ég býð þér þá í morg- unkaffi klukkan tíu í fyrramálið. Venjulega leitast ég við að vera stundvís, en umræddan morgun var klukkan að verða hálf ellefu, þeg- ar ég stöðvaði jeppann utan við heimili Halldórs í Drápuhlíð 1 1. Þá var Halldór að ganga niður tröpp- urnar, ánægjulegur í bragði en nam staðar þegar hann sá til mín og vonbrigðasvip brá fyrir á andiitinu. — Ég var að vona, að þú hefðir gleymt þessu öllu, sagði hann, þeg- ar ég kom nær. Svo brosti hann glettnislega og bauð mér að ganga í bæinn, þar sem morgunkaffið beið — mín, því Halldór var auð- vitað búinn eftir þessa bið. En hann náði sér í stóran, grænan bolla, kvaðst ekki vilja neinar fing- urbjargir, og fékk sér meira kaffi mér til samlætis. Svo fórum við að tala saman. — Við getum til dæmis byrjað á þvi, hvaðan þú ert af landinu, Hall- dór. — Nú, veiztu það ekki? Ég er Reykvíkingur, Vesturbæingur meira að segja. Og foreldrar mínir eru bóðir fæddir Reykvíkingar. — Þú ert þá sem sagt fæddur KR-ingur. — Maður skyldi halda það. En það er nú svo undarlegt, að ég og bróðir minn vorum næstum einu Vesturbæingarnir, sem ekki vorum i KR. Ég veit ekki til, að það hafi verið nein sérstök ástæða fyrir því, nema ef vera skyldi sú, að bræð- urnir í Ási, Friðrik Sigurbjörnsson, Halldór og þeir, miklir vinir okkar, voru allir æstir Víkingar. KR-ing- arnir voru meira niðri við Vestur- götuna og þar — og það var ekki VIKAN—AFMÆLISBLAÐ 33

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.