Vikan


Vikan - 07.11.1968, Qupperneq 33

Vikan - 07.11.1968, Qupperneq 33
Halldór Pétursson er fæddur 26. september 1916 í Reykjavík. Hann er löngu landskunnur af teikn- ingum sínum og málverkum, og tvö af verkum hans eru sennilega kunnari útlendingum en nokkur önnur íslenzk verk: Merki flugfélaganna tveggja, Flugfélags íslands og Loftleiða. - Halldór hefur teiknað fyrir Vikuna frá því hún hóf útkomu sína fyrir þrjátíu árum, og hér kynn- um v:ð hann í máli og myndum á næstu síðum. Viðtalið gerði Sigurður Hreiðar. Á þessu ári eru 30 ár liðin síð- an fyrst birtist teikning í 'Vikunni með undirskriftinni HP. Líklega hefur þá verið á tiltölulega fárra vitorði, hver þessi HP var. Síðan er driúgur vatnssopi runninn til sjáv- ar og nú eru þeir ekki margir, sem eru í vafa, þegar þeir sjá teikn- ingu merkta HP. Halldór Pétursson er fyrir löngu orðinn einn af vin- sælustu listamönnum þjóðarinnar og hver er sá, sem ekki hefur einhvern tíma hlegið hjartanlega að teikn- ingum hans? Það renndi sem sagt margt styrk- um stoðum undir þá hugmynd, að spjalla við Halldór í þrjátíu ára af- mælisblaði Vikunnar og birta nokkr- ar myndir af honum og eftir hann. En hann var ekki ginkeyptur fyrir því. Eg varð að beita allri minni fortölukúnst og gefa ýmiss fögur fyrirheit (upp í ermina) áður en hann loks gafst upp og sagði: — Jæja, ég býð þér þá í morg- unkaffi klukkan tíu í fyrramálið. Venjulega leitast ég við að vera stundvís, en umræddan morgun var klukkan að verða hálf ellefu, þeg- ar ég stöðvaði jeppann utan við heimili Halldórs í Drápuhlíð 1 1. Þá var Halldór að ganga niður tröpp- urnar, ánægjulegur í bragði en nam staðar þegar hann sá til mín og vonbrigðasvip brá fyrir á andiitinu. — Ég var að vona, að þú hefðir gleymt þessu öllu, sagði hann, þeg- ar ég kom nær. Svo brosti hann glettnislega og bauð mér að ganga í bæinn, þar sem morgunkaffið beið — mín, því Halldór var auð- vitað búinn eftir þessa bið. En hann náði sér í stóran, grænan bolla, kvaðst ekki vilja neinar fing- urbjargir, og fékk sér meira kaffi mér til samlætis. Svo fórum við að tala saman. — Við getum til dæmis byrjað á þvi, hvaðan þú ert af landinu, Hall- dór. — Nú, veiztu það ekki? Ég er Reykvíkingur, Vesturbæingur meira að segja. Og foreldrar mínir eru bóðir fæddir Reykvíkingar. — Þú ert þá sem sagt fæddur KR-ingur. — Maður skyldi halda það. En það er nú svo undarlegt, að ég og bróðir minn vorum næstum einu Vesturbæingarnir, sem ekki vorum i KR. Ég veit ekki til, að það hafi verið nein sérstök ástæða fyrir því, nema ef vera skyldi sú, að bræð- urnir í Ási, Friðrik Sigurbjörnsson, Halldór og þeir, miklir vinir okkar, voru allir æstir Víkingar. KR-ing- arnir voru meira niðri við Vestur- götuna og þar — og það var ekki VIKAN—AFMÆLISBLAÐ 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.