Vikan - 04.12.1969, Blaðsíða 14
UPPHAF JÓLAHALDS má
rekja aftur til heiðni, þá er
menn í skammdeginu héldu
„miðsvetrarhátíð“ til að fagna
afturkomu ljóss og sólar. Var
þetta bæði að germönskum og
rómverskum sið, en á 4. öld eftir
Krist upptók kirkjan þessa miðs-
vetrarhátíð til að minnast fæð-
ingar Krists, komu guðsljóssins
til jarðarinnar.
Enginn veit þó með nákvæmri
vissu, hvenær í skammdeginu
hin raunverulega fæðing Krists
átti sér stað, þó að 24. desember
sé nú skoðaður sem fæðingardag-
ur hans.
Með sérhverri þjóð hafa skap-
azt ýmsar venjur í sambandi við
jólahald. Sumar þeirra hafa síð-
an breiðzt út til annarra þjóða
og náð þar miklum vinsældum,
en aðrar eru einskorðaðar við sín
upphaflegu heimkynni af ýms-
um ástæðum. í fyrstunni eiga
siðirnir rót sína að rekja til
heiðni, en síðan fyrnist yfir þá
og nýrri siðir taka við.
Sá siður að hafa upplýst jóla-
tré á jólunum, er nú svo vinsæll
og algeneur hér á landi sem ann-
ars staðar, að varla mun nokk-
urt heimili halda hátíðleg jól án
þess. En fyrir rúmum hundrað
árum var þessi siður með öllu
óþekktur á íslandi. Hugmyndin
um jólatré mun vera komin frá
Frakklandi eða Suður-Þýzka-
landi á 12. eða 13. öld.
Þá voru engin ljós á trjánum,
og það var ekki fyrr en á 16. öld
að sögur fara af upplýstum jóla-
trjám, og var það í Mið-Þýzka-
landi. Fyrst á 18. öld hefur þessi
siður verið orðinn almennur um
allt Þýzkaland, og þaðan hefur
hann borizt víðar til dæmis til
Norðurlanda í byriun 18. aldar.
A fyrstu jólunum, sem Jón
Sigurðsson lifði, þá sex mánaða
snáði vestur á Hrafnseyri á fs-
landi, það er á jólum 1811, var
kveikt á fyrsta jólatrénu í Kaup-
mannahöfn. Siðurinn barst til
Danmerkur með þýzkum fjöl-
skyldum og breiddist óðfluga út.
Hingað til lands barst hann með
dönskum kaupmönnum um miðja
14 VIKAN-JOLABLAÐ