Vikan


Vikan - 04.12.1969, Blaðsíða 87

Vikan - 04.12.1969, Blaðsíða 87
— Já, víða, í Englandi, Ame- ríku, Þýzkalandi líka. Og ég held, að þetta eigi framtíðina fyrir sér. Við megum ekki heldur gleyma því, að sum þeirra laga sem við í dag köllum kirkjuleg og erum mjög hrifin af, þau áttu nú all- deilis ekki upp á pallborðið þeg- ar þau komu fyrst fram. ÍÉg get nefnt dæmi: Bach var lokaður niðri í hundrað ár, vegna þess að samtímafólk hans leit á tón- list hans sem hávaða og garg og þoldi hana alls ekki. En við vit- um hvað fólk segir um hann nú. Gullkálfurinn með mynd Jesúbarnsins á hornunum — Svo við snúum okkur að jólunum. Lengi hefur það verið almannamál, að þau væru fyrst og fremst orðin hátíð kaupsýslu- manna. — Já, það er mjög áberandi að jólahátíðin er að verða þannig. Það var auðvitað það sem þeir áttu við, bræðurnir Jónas Árna- son og Jón Múli í leiknum Deler- íum búbónis, og undirstrikuðu það mjög sterkt með hugmynd- inni um að fresta jólunum. En þá megum við ekki gleyma því, að jólin voru í upphafi alls ekki kristin hátíð. Einhvers staðar las ég, að sjálft heitið, jól, þýddi hin gamansama tíð. Norðurlandabú- ar munu hafa haft uppi mikinn gleðskap á þessum tíma í heiðn- um sið. Rómverjar höfðu um þetta leyti hátíð, sem þeir höfðu skírt í höfuðið á Satúrnusi, og var ákaflega lík jólunum eins og þau eru nú. Þeir voru með grænar greinar. Þeir gáfu gjafir, leyfðu þrælum að tala eins og frjáls- um mönnum. Kirkjan reyndi svo að helga sér þessa hátíð. Það tókst. Nú virðist mér aftur á móti, að hinn kristni þáttur há- tíðahaldanna sé á undanhaldi, þótt fólkið haldi jól áfram engu að síður. Ég orðaði það einhvern tíma þannig, að gullkálfurinn væri með mynd Jesúbarnsins á hornunum. Jólin eru að lengjast; við sjáum jólaskreytingar þegar í nóvember. Nú svara kaupmenn því til, þegar ég ræði þetta við þá, að þeir vilji hjálpa fólki til að gleðjast, og vera kann að nokkuð sé til í því. En ósköp er ég hræddur um að þeir líti á jól- in fyrst og fremst sem sína mestu uppskeruhátíð. Og svo bjart get- um við gert kringum jólin, að við hættum að sjá Betlehems- stjörnuna. — Álíturðu að kirkjan ætti að taka upp skipulagða og ákveðna baráttu gegn þessari heiðnu hlið jólahaldsins? — Kirkjan berst gegn þessu- Hún notar þetta mikla áróðurs- tæki, sem þjónar hennar prest- arnir eru, til þeirrar baráttu, og ég held, að fólkið sé í hjarta sínu hlynnt henni. En það ræðst ekki í neinar breytingar á ástandinu. Það fylgir líka þessari velsæld okkar, að við þurfum að slá öll met í sællífi til að taka eftir því, að það séu nokkur jól. Það er nú það. Ég er hræddur um, að þetta eigi eftir að aukast enn. Ferða- maður, sem var að koma utan- lands frá, sagði mér til dæmis, að hann hefði komið í borg, þar sem allir útstillingagluggar voru farnir að minna á jólin og þörf- ina að kaupa jólagjafir strax. Og þá var október ekki liðinn. — Þú sagðir, að hákirkjustefn- an, orþódoxían, hefði komið hingað frá Svíþjóð? — Ekki kannski Svíþjóð sér- staklega, en hún kemur frá Norð- urlöndunum, og það er mjög áberandi, hvað hún hefur unnið á. Það má kannski eðlilegt kalla, þetta gengur alltaf í sveiflum. Við áttum hér vita, sem lýsti talsvert af, frjálslynda trúarleið- toga. Því mátti kannski búast við að eftir þá kæmi afturkippur, þar sem snúið yrði til fyrri viðhorfa. Hve lengi það stendur, þori ég ekki um að segja, vona að það verði sem stytzt, en samt finnst mér augljóst, að þetta sé í sókn í íslenzku kirkjunni. Ég verð þess greinilega var, hve orþó- doxían á meira fylgi hér í borg- inni en fyrir norðan, meðan ég var þar. Þeir sem labba upp í f jall — Þú sagðir áðan, að þér lit- ist miður vel á þessa þróun. — Já, ég er hræddur við þetta, en veit ekki fyllilega hversvegna- Ég held einna helzt að það hættu- legasta við orþódoxíuna sé það, hve hlutlaus hún er um líf manna. Klerkurinn getur orðið það heilagur, að hann sæki ekki til fólksins, heldur verði fólkið að sækja til hans. En þá verður fólkið að skilja, að það hafi eitt- hvað til hans að sækja, og það er það sem ég held að sé ekki fyrir hendi í þessu tilfelli. Ég er hræddur við að þetta geti um síð- ir leitt til þess, að kirkjan vakni við vondan draum, við að hún hafi villzt af veginum. Ég trúi því, að þeir hafi breytt af ein- lægri sannfæringu og trúar- trausti og öllu slíku, munkarnir sem löbbuðu upp í fjall og girtu sig þar af til að verða Guði þókn- anlegir. En ég er ekki viss um að þeir hafi orðið lífinu sjálfu til mikils gagns. Og kirkjan getur komizt í alvarlega hættu sjálf, ef hún fer þessa leið. — Þín stefna er þá sú, að kirkjan hafi sem mest afskipti af þjóðfélagsvandamálum. — Það held ég hún eigi að hafa. Og ég held, að þar sem þjóðfélagið er reist á kristninni sem grunni, þá sé það lífsspurs- mál fyrir kirkjuna að halda þeirri stefnu. — Meðal þess 1 sem Kristur sagði er margt, sem bendir til róttækrar afstöðu hans til þjóð- félagsmála, eða pólitíkur, ef ég má viðhafa það orð. Til dæmis SANDPAPPÍR ★ Iekamanti SANDSUPIBELTI FYRIR ALLAR GERÐIR SLÍPIVELA. ★ SÆNSK GÆÐAVARA. ★ UMBOÐSMENN: verkfœri & járnvörur h.f. Skeifan 3 B, Sími 84480 MUNIÐ NIÐURSUÐUVÖRUR MERKIÐ TRYGGIR GÆÐIN ★ AÐEINS VALIN HRÁEFNI ★ ORA VÖRUR í HVERRI BÚÐ ★ ORA VÖRUR Á HVERT BORÐ NiSursuðuverksmiSjan ORA hf. Símar: 41995 - 41996 VIKAN-JÓLABLAÐ 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.