Vikan


Vikan - 04.12.1969, Blaðsíða 21

Vikan - 04.12.1969, Blaðsíða 21
 - ■ ':•' !• 'i . spiggii ?íiSi#Sps ; ;:•:■;: •':;,' '•:• • íiíMiíi; ' um gleðihátíð, þar sem menn glöddust yíir frelsi mannkindarinnar — og hækkandi sól, en sem slík voru jólin þekkt í einhverri inynd hjá flestum þjóðum á norðurhveli jarðar í óræðan aldur áður en kristnin kom til. Víða var þessi ljós- og sólarhátíð jafn- framt fæðingarhátíð einhvers guðs, er réði gróandi lífi. Klristnir menn tóku því snemma það snilldarráð að helga hátíð þessa fæðingu síns guðs, en fúsleiki frumkristinna kirkj uhöfðingj a til að yfirfæra mörg vin- sælustu meginatriði heiðins siðar yfir í sína trú var einmitt ein aðalástæðan fyrir sigri kristninnar í Miðjarðarhafslöndum. En þótt jólin yrðu kristin á Norðurlöndum sem miklu víðar, þá loddi lengi við þau margt úr heiðnum sið og gerir sjálfsagt enn. Þetta hefur venjulega í niðrandi merkingu verið kallað hjátrú. Hjátrúin var einkum tengd ótta við öfl myrkurs og illsku, en þau voru aldrei sprækari en um jólin, þótt undar- legt kunni að virðast ef litið er á háítð þessa frá sannkristnu sjónarmiði, því maður skyldi ætla að einmitt á fæðingarhátíð frelsarans ættu öfl vonzkunnar erfiðast um vik, saman- ber helgisögnina um að á jólanótt hinni fyrstu hafi slíkur kærleikur gagntekið alla skepnu að ekkert lifandi hafi unnið öðru mein. En sé litið á jólin sem heiðna hátíð, verður allur þessi djöflagangur í kringum þau skiljanlegri. Þetta voru einmitt þeir dagar, þegar ljós og myrkur börðust harðast um völdin, og liðsafli myrkranna neytti allra bragða til að hrinda þeirri sókn ljóssins, sem nú var að hefjast. Því gengu álfar og sæ- fólk í bæi uppi á íslandi og lömdu í sundur hvert bein í hverjum þeim er heima sat og tröll sóttu sér smalamenn í matinn. Og ekki kvað minna að þesskonar ófögnuði hjá frændum okkar Dönum. Það mun lengstum hafa þótt einkenna bændur að þeir væru raunsæismenn, alla- vega í samanburði við margt fólk annað, grónir við torfuna, treystandi fremur því er hendi var næst en í skýjunum og þar fyrir ofan. Líklegt er að í heiðnum sið hafi skand- Menn skruppu í heimsóknir og átu og drukku ósleitilega. inavískir bændur hversdagslega treyst meira á fulltingi ýmiskonar vætta, er áttu ból í hólum, trjám, vötnum og fjöllum á landar- eign þeirra og réðu miklu um grósku manna, dýra og jurta, en höfðingjalegra guða sem Óðins og Freys, er bjuggu í jafn fjarlægum og óljósum stöðum og Valhöll. Þegar kristni gekk í garð, virðist líka átrúnaður á æsina hafa horfið furðu fljótt, en allt öðru máli gegndi um álfana og tröllin. Bændunum var að vísu sagt að allt þetta væri af hinu illa, sem þeir þyrftu ekki að óttast hið minnsta, svo fremi þeir hlýddu í einu og öllu boðum kristninnar. En karlarnir klóruðu sér í skegginu og hugsuðu sem svo, að aldrei sak- aði það neitt þótt ákveðnum og gamalreynd- um varúðarráðstöfunum gagnvart þessum gömlu nábúum væri fylgt áfram. Enginn þorði að ábyrgjast, hvað fyrir gæti komið ef hinu forna ritúali yrði varpað fyrir borð. Hver vissi nema sókn ljóssins yrði að þessu sinni hrundið, að það endurtæki sig er sagn- ir hermdu, að eitt sinn hefðu komið yfir Norðurlönd þrír fimbulvetrar og ekkert sumar á milli? Og sjálf biblían útilokaði ekki þann möguleika. Danskt sveitafólk byrjaði jólaundirbún- inginn snemma. Það þurfti að brugga öl, og saltpækils- og sýrukerin urðu að vera full, svo nóg væri til handa öllum um jólin og helzt miklu lengur. Og sízt mátti gleyma jólabakstrinum, sem var talinn nánast heil- agt verk. Framhald á bls. 88. YIKAN -JÓL ABLAÐ 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.