Vikan


Vikan - 04.12.1969, Blaðsíða 15

Vikan - 04.12.1969, Blaðsíða 15
MEÐAN VIÐ FÖRUM ÚT í MARRANDI VETRARSNJÓ TIL AÐ SKOÐA JÓLATRÉN, BAÐA ÁSTRALÍUBÚAR SIG í HEITRI SUMARSÖL .... HÉR ER SPJALLAÐ LÍTILLEGA UM JÓL OG JÓLASIÐI HÉR HEIMA OG ERLENDIS - BÆÐI TIL FORNA OG NÚ Á DÖGUM. 19. öld, og eins og allar nýjung- ar fyrst í kaupstaðina og síðan í sveitirnar. í Svíþjóð mun þó þegar á 16. öld hafa þekkzt að hafa furu- og grenitré fyrir utan húsin á jólun- um. Þau voru ljóslaus, enda ekki höfð vegna ljóssins og birtunnar, heldur sem tákn lífsins, því að þessi tré lifðu áfram jafnvel yfir miðjan veturinn. Á fyrstu árum jólatrjánna á íslandi áttu fæstir kost á greni- trjám. Þau var ekki farið að flytja inn fyrr en eftir aldamót- in og það takmarkað. Jólatrén voru því að mestu heimatilbúin úr sköftum og prikum, sem voru tálguð til og umvafin með eini- hríslum eða einfaldlega með grænum pappír. Á markaðinn komu síðan svokölluð „gervi“- jólatré, en nú er eins og kunnugt er algengast að hafa innflutt grenitré eða jafnvel íslenzk. Áður var allt jólaskrautið gert á heimilunum sjálfum og er víða gert enn, sérstaklega af börnum, en algengast er þó að fólk velji úr því mikla úrvali, sem verzl- anir hafa upp á að bjóða af alls kyns jólaskrauti, bjöllum, kúl- um, körfum, litböndum og engla- hári, að ógleymdum „topp“- stjörnunum, sem minna eiga á stjörnuna, sem forðum vísaði vitringunum veg að jötu frelsar- ans. Áður voru ljósin lifandi kerta- ljós, en nú eru löngu komnar til sögunnar ljósasamstæður, marg- ar perur í ýmsum litum og myndum, sem tengdar eru þess- ari mestu hátíð ársins. JÓLAUNDIRBÚNINGURINN er oft gagnrýndur og þá sér- staklega af eiginmönnum, og hvar er sú húsmóðir, sem ekki hefur heitið því um hver jól að hafa nú ekki svona mikið fyrir næstu jólum eða byrja þá undir- búninginn fyrr? En þegar til kemur er ævin- lega svo ótalmargt sem gera þarf og allt á síðustu stundu. Það er svo sem ekkert nýmæli að vak- að sé á jólaföstu og keppzt við vinnu. Hér áður fyrr var miðað við, að búin stæðu ekki í skuld í kaupstöðunum yfir nýárið, og var þá reynt að koma öllu í kaupstaðinn í tæka tíð. Húsráð- endur kunnu sumir að meta það, því að eitthvert kvöldið í fyrstu viku jólaföstu var víða sá siður allt fram á 19. öld, að húsmóðir- in reyndi að koma vinnufólki sínu á óvart með aukaglaðning af mat. Var það kallað kvöld- skattur, og var þá gefinn sá bezti matur, sem til var, hangikjöt, magáll, sperðill og flatbrauð og skammtað svo ríflega, að menn gátu geymt sér í marga daga. Síðasta vikan fyrir jól var nefnd staurvika, því að þá létu húsbændur vökustaura á augn- lokin á því fólki, sem vogaði sér að sofna út af við prjónaskap- inn. Vökustaurar þessir voru úr smáspýtum, svipuðum eldspýt- um, skorið í þær til hálfs og gerð á lítil brotalöm. Skinninu á augnlokinu var síðan smeygt í lömina. Olli það sársauka ef augunum var lokað. En það var fleira en ullar- vinna og prjónaskapur, sem unn- ið var við. Allt var þvegið og hreinsað og fægt. Og því var trúað, að guð gæfi þurrk, svo- nefndan fátækraþerri, rétt fyrir jólin til að auðvelda þvottinn. ÞRETTÁN DAGA FYRIR JÓL kom fyrsti jólasveinninn til byggða og síðan einn á hverj- um degi og sá síðasti á aðfanga- dag. Eftir það fóru þeir aftur, einn á dag, og sá síðasti á þrett- ándanum. Annars gengu ýmsar sögur af fjölda jólasveinanna, en þeir voru álitnir meinlausir, Framhald á bls. 97 VIKAN-JÓLABLAÐ 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.