Vikan - 04.12.1969, Blaðsíða 15
MEÐAN VIÐ FÖRUM
ÚT í MARRANDI
VETRARSNJÓ TIL AÐ
SKOÐA JÓLATRÉN,
BAÐA ÁSTRALÍUBÚAR
SIG í HEITRI
SUMARSÖL ....
HÉR ER SPJALLAÐ
LÍTILLEGA UM JÓL OG
JÓLASIÐI HÉR
HEIMA OG ERLENDIS
- BÆÐI TIL FORNA
OG NÚ Á DÖGUM.
19. öld, og eins og allar nýjung-
ar fyrst í kaupstaðina og síðan í
sveitirnar.
í Svíþjóð mun þó þegar á 16.
öld hafa þekkzt að hafa furu- og
grenitré fyrir utan húsin á jólun-
um. Þau voru ljóslaus, enda ekki
höfð vegna ljóssins og birtunnar,
heldur sem tákn lífsins, því að
þessi tré lifðu áfram jafnvel yfir
miðjan veturinn.
Á fyrstu árum jólatrjánna á
íslandi áttu fæstir kost á greni-
trjám. Þau var ekki farið að
flytja inn fyrr en eftir aldamót-
in og það takmarkað. Jólatrén
voru því að mestu heimatilbúin
úr sköftum og prikum, sem voru
tálguð til og umvafin með eini-
hríslum eða einfaldlega með
grænum pappír. Á markaðinn
komu síðan svokölluð „gervi“-
jólatré, en nú er eins og kunnugt
er algengast að hafa innflutt
grenitré eða jafnvel íslenzk.
Áður var allt jólaskrautið gert
á heimilunum sjálfum og er víða
gert enn, sérstaklega af börnum,
en algengast er þó að fólk velji
úr því mikla úrvali, sem verzl-
anir hafa upp á að bjóða af alls
kyns jólaskrauti, bjöllum, kúl-
um, körfum, litböndum og engla-
hári, að ógleymdum „topp“-
stjörnunum, sem minna eiga á
stjörnuna, sem forðum vísaði
vitringunum veg að jötu frelsar-
ans.
Áður voru ljósin lifandi kerta-
ljós, en nú eru löngu komnar til
sögunnar ljósasamstæður, marg-
ar perur í ýmsum litum og
myndum, sem tengdar eru þess-
ari mestu hátíð ársins.
JÓLAUNDIRBÚNINGURINN
er oft gagnrýndur og þá sér-
staklega af eiginmönnum, og
hvar er sú húsmóðir, sem ekki
hefur heitið því um hver jól að
hafa nú ekki svona mikið fyrir
næstu jólum eða byrja þá undir-
búninginn fyrr?
En þegar til kemur er ævin-
lega svo ótalmargt sem gera þarf
og allt á síðustu stundu. Það er
svo sem ekkert nýmæli að vak-
að sé á jólaföstu og keppzt við
vinnu. Hér áður fyrr var miðað
við, að búin stæðu ekki í skuld
í kaupstöðunum yfir nýárið, og
var þá reynt að koma öllu í
kaupstaðinn í tæka tíð. Húsráð-
endur kunnu sumir að meta það,
því að eitthvert kvöldið í fyrstu
viku jólaföstu var víða sá siður
allt fram á 19. öld, að húsmóðir-
in reyndi að koma vinnufólki
sínu á óvart með aukaglaðning
af mat. Var það kallað kvöld-
skattur, og var þá gefinn sá bezti
matur, sem til var, hangikjöt,
magáll, sperðill og flatbrauð og
skammtað svo ríflega, að menn
gátu geymt sér í marga daga.
Síðasta vikan fyrir jól var
nefnd staurvika, því að þá létu
húsbændur vökustaura á augn-
lokin á því fólki, sem vogaði sér
að sofna út af við prjónaskap-
inn. Vökustaurar þessir voru úr
smáspýtum, svipuðum eldspýt-
um, skorið í þær til hálfs og gerð
á lítil brotalöm. Skinninu á
augnlokinu var síðan smeygt í
lömina. Olli það sársauka ef
augunum var lokað.
En það var fleira en ullar-
vinna og prjónaskapur, sem unn-
ið var við. Allt var þvegið og
hreinsað og fægt. Og því var
trúað, að guð gæfi þurrk, svo-
nefndan fátækraþerri, rétt fyrir
jólin til að auðvelda þvottinn.
ÞRETTÁN DAGA FYRIR JÓL
kom fyrsti jólasveinninn til
byggða og síðan einn á hverj-
um degi og sá síðasti á aðfanga-
dag. Eftir það fóru þeir aftur,
einn á dag, og sá síðasti á þrett-
ándanum. Annars gengu ýmsar
sögur af fjölda jólasveinanna, en
þeir voru álitnir meinlausir,
Framhald á bls. 97
VIKAN-JÓLABLAÐ 15