Vikan


Vikan - 04.12.1969, Blaðsíða 22

Vikan - 04.12.1969, Blaðsíða 22
Þegar kistan var látin siga ofan í gröfina, reyndist gröfin vera of stutt. Gerir prestur sér I>4 lítið fyrir og kastar sér ofan á kistuna ... legir til að hafa á söluborði um jólin. Þess hefur nokkuð gætt síð- ustu árin, að miðaldra fólk og yngra hefur fengið einskonar of- næmi fyrir sjálfsævisögum inn- lendra manna. Helzt fyrir það, að því er virðist, að þær séu í senn fábreytilegt og dapurlegt lestrarefni. Þar greini yfirleitt ekki frá öðru en harðri lífsbar- áttu; allskonar erfiðleikum, bazli og fátækt, slæmum aðbúnaði, lé- legum húsakynnum og öðru slíku — nema þegar höfundurinn taki upp á því að krydda söguna með ótrúlegustu mannraunum og hrakningum á sjó og landi, þar sem hann komi sjálfur fram í hlutverki hetjunnar og bjargi lífi sínu og annarra með lygilegu snarræði eða þrautseigju, eftir því, sem við á. Eg las það meira að segja á prenti einhvern dag- inn, mig minnir að það hafi ver- ið ungur gagnrýnandi, sem sló því föstu, að nú væri meira en nóg komið af fróðleik og frá- sögnum gamla fólksins þar á meðal sjálfsævisögum frá þeim tímum — við vissum orðið ailt um það efni, sem við þyrftum að vita, og vel það. Það er að vísu margt til í þessu, svo langt sem það nær — en ekki heldur lengra. Ætli það GAMANSEMI ISLEN EFTIR LOFT GUÐMUNDSSON, RITHÖFUND Því fer víðsfjærri, að íslenzkar ævisögur séu dapurlegar aflestrar. Flestar þeirra luma einmitt á hinum skemmtilegustu frá- sögnum. Kaflar í sum- um þeirra bera meira að segja vitni, að höfundarnir hafi verið gæddir ósvikinni kímnigáfu. 22 VIKAN-JÓLABLAÐ Tveim dögum eða svo eftir út- komudag „Vikunnar" með grein minni, þar sem ég minntist nokk- uð á Hauksbók og Hauk Erlends- son, hringdi maður nokkur til mín. Hann gleymdi að sjálfsögðu að segja til sín — og með því á ég bókstaflega við að hann hafi gleymt því, en ekki það að hann hafi viljað leyna því, þar eð er- indi hans við mig gaf ekkert til- efni til þess. En erindið var að spyrja mig hver ætlaði að fara að gefa þessa Hauksbók út, eða hvort hún ætti ekki að verða jólabók hjá einhverju forlaginu. Þegar ég kvaðst ekki vita til þess; þóttist meira að segja mega fullyrða að því væri ekki til að dreifa, og færði meðal annars fram þau rök fyrir því, að þau i'it, sem væru meginuppistaðan í Hauksbók — Landnáma, Fóst- bræðrasaga, Eiríks saga rauða og fleiri — væru þegar í almenn- ings eigu í öðrum útgáfum, þá varð maninnum að orði: „Fyrir einhvern hlýturðu að vera að auglýsa hana ...“ Þótt ég gæti neitað því með góðri samvizku og þeim gildu rökum, að mér vitanlega væri bókin því sem næst ófáanleg sem slík, enda gefin út í Kaupmanna- höfn fyrir aldamótin, minnti það mig óþægilega á hve örðugt það er að skrifa greinar, þar sem get- ið er vissra bóka eða í þær vitn- að, án þess höfundur leggi sig undir þann grun, að honum gangi annað til með að skrifa greinina, en hann lætur uppskátt. Og að hann þiggi þá að sjálfsögðu ein- hverja þóknun fyrir þá óbeinu auglýsingu frá viðkomandi út- gefanda eða útgefendum. Jafnvel útgefendur, sem ættu þó að vita betur, geta verið einkennilega tortryggnir gagnvart slíku — ekki hvað sízt þegar líður að jólum og aðalhrota vertíðarinnar er fram undan. Að sjálfsögðu er þeim vorkunn. 'Bókaútgáfa er fjárhættuspil. En nóg um það. Og ég vil taka það fram til að forðast allan mis- skilning, að áreiðanlega hefur þessi maður ekki verið úr hópi bókaútgefenda. En upphringing- in hefur óbein áhrif á samningu þessarar greinar, því að hér verður ekki getið annarra bóka en þeirra, sem gefnar eru út fyr- ir nokkrum árum, sumar fyrir nokkrum áratugum, og engar í tölu þeirra, sem bóksalar eru lík- sé til dæmis ekki ýmislegt annað í okkar bókmenntum en þjóð- legur fróðleikur, sem komið er meira en nóg af í bili og draga mætti að minnsta kosti nokkuð úr, öllum að skaðlausu? Það væri í rauninni ekki svo ómerkilegt rannsóknarefni hvers vegna sú kynslóð, sem nú er í fullu fjöri, hefur allt í einu fengið ofnæmi fyrir frásögn af lífsbaráttu og kjörum eldri kynslóða, svo að jafnvel nálgast beyg. Slíkt minn- ir óþægilega á það, þegar fólk, sem hafizt hefur til auðs og álits úr fátækt og umkomuleysi, vill helzt slá striki yfir fortíð sína. Þessháttar hefur löngum þótt bera vitni allt öðru en greind og andlegum þroska, jafnvel kallast spjátrungsháttur og oflæti. Nú munu sálfræðingar hinsvegar halda því fram, að svo sé í raun- inni ekki — heldur séu það von- brigði yfir fánýti þess, sem unn- izt hefur, sem þannig kemur fram. Víst er um það, að ekki stendur sú kynslóð, sem nú er í broddi lífsins, neinni liðinni að baki að greind og andlegum þroska. Skyldu það þá vera ein- hvers konar vonbrigði, sem valda þessu ofnæmi; vonbrigði yfir því,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.