Vikan - 04.12.1969, Blaðsíða 35
HERRA SIGURBJÖRN
EINARSSON, BISKUP:
Satt að segja hef ég ekki hug-
leitt málið, en mér finnst það stór-
mannleg ákvörðun að fresta jól-
unum — ! stað þess að leggja þau
alveg niður.
Þó tel ég lítinn vafa leika á því,
að þar verði samt sem áður hald-
in kristin jól, á venjulegum tíma
bæði í kirkjum og í heimahúsum,
og ólíklegt þykir mér að þau muni
varða við lög. En ég tel að Castró
hefði betur gefið út einhverjar
óskir um það hvernig hagkvæmast
væri fyrir eyjaskeggja að haga jóla-
haldi sínu, í stað þess að gefa út
þessa skipun.
Hitt er annað mál að það er svo
sem ekkert nýtt að valdhafarnir
hlutist til um helgihald. Hér á ís-
landi eru til dæmis alltaf kosning-
ar á sunnudögum svo sá helgi dag-
ur er alveg undirlagður. Nú, ég
veit ekki hvað myndi ske hér í
sama tilfelli. Setjum sem svo að
mikill afli bærist á land á Þorláks-
messu eftir fádæma aflaleysi. Varla
væri hægt að láta aflann eyðileggj-
ast . . .
Og til að segja eins og er, þá
hefur mér oft dottið í hug, að við
ættum, í Drottins nafni, að leggja
jólin niður, því raunverulegur til-
gangur þeirra er að drukkna í pen-
ingum og hégóma.
RÚNAR BJÖRGVINS-
SON, MENNTASKÖLA-
NEMI:
Ef Castró vill endilega fresta jól-
unum, þá má hann það fyrir mér.
Ég veit ekkert um trúarlíf þeirra
Kúbubúa og leiði þetta því algjör-
lega hjá mér. Mér finnst mun
skemmtilegra að hugsa um eitthvað
annað.
Að mörgu leyti finnst mér þetta
góð hugmynd, og við ættum að
reyna að koma henni í framkvæmd
hér á íslandi. Eins og sakir standa
er þetta í þágu efnahagslífs Kúbu-
búa, og því vil ég meina, að við
ættum að taka þetta til rækilegrar
athugunar vegna atvinnuleysisins
hér á landi.
CAND. THEOL.GUNN-
AR BENEDIKTSSON,
RITHÖFUNDUR:
UNNUR HALLDÓRS-
DÖTTIR, SAFNAÐAR-
SYSTIR:
Að mínu áliti sýnir þetta mjög
greinilega að jólin eru aðeins
áfangi á almanaki Castrós. Einhver
sagði um daginn, að sennilega
hefði mætur maður hér í bæ laum-
að þessari hugmynd til forsætis-
ráðherrans suður þar, er Islend-
ingurinn var þar í heimsókn fyrir
nokkrum árum. Það fannst mér
nokkuð góð skýring.
JÓN MÚLI ARNASON,
ÚTVARPSÞULUR:
Ef Castro sér ástæðu til að fresta
jólunum, þá finnst mér alveg sjálf-
sagt af honum að gera það, og ég
er viss um að hann gerir það ekki
að ástæðulausu.
DR. THEOL. JAKOB
JÓNSSON:
Sjálfum jólunum er ekki hægt
að fresta. Þau eru kirkjuleg hátíð
og kirkjan spyr Castró sennilega
lítið um það. Að vísu getur hann
frestað hinu og þessu tilstagdi í
sambandi við jólin, en ekki jólun-
um sjálfum.
Og hér á Islandi erum við á
góðri leið með að gera jólin að engu
með alls kyns brambolti í marga
mánuði bæði fyrir og eftir jól.
Mætti að skaðlausu athuga þá hlið
málsins.
Þá er líka til jólahald hér á landi
sem er þess eðlis að ekki mætti.
einungis fresta því, heldur sleppa'
alveg.
VIKAN-.TOLABLAÐ 35