Vikan


Vikan - 04.12.1969, Blaðsíða 35

Vikan - 04.12.1969, Blaðsíða 35
HERRA SIGURBJÖRN EINARSSON, BISKUP: Satt að segja hef ég ekki hug- leitt málið, en mér finnst það stór- mannleg ákvörðun að fresta jól- unum — ! stað þess að leggja þau alveg niður. Þó tel ég lítinn vafa leika á því, að þar verði samt sem áður hald- in kristin jól, á venjulegum tíma bæði í kirkjum og í heimahúsum, og ólíklegt þykir mér að þau muni varða við lög. En ég tel að Castró hefði betur gefið út einhverjar óskir um það hvernig hagkvæmast væri fyrir eyjaskeggja að haga jóla- haldi sínu, í stað þess að gefa út þessa skipun. Hitt er annað mál að það er svo sem ekkert nýtt að valdhafarnir hlutist til um helgihald. Hér á ís- landi eru til dæmis alltaf kosning- ar á sunnudögum svo sá helgi dag- ur er alveg undirlagður. Nú, ég veit ekki hvað myndi ske hér í sama tilfelli. Setjum sem svo að mikill afli bærist á land á Þorláks- messu eftir fádæma aflaleysi. Varla væri hægt að láta aflann eyðileggj- ast . . . Og til að segja eins og er, þá hefur mér oft dottið í hug, að við ættum, í Drottins nafni, að leggja jólin niður, því raunverulegur til- gangur þeirra er að drukkna í pen- ingum og hégóma. RÚNAR BJÖRGVINS- SON, MENNTASKÖLA- NEMI: Ef Castró vill endilega fresta jól- unum, þá má hann það fyrir mér. Ég veit ekkert um trúarlíf þeirra Kúbubúa og leiði þetta því algjör- lega hjá mér. Mér finnst mun skemmtilegra að hugsa um eitthvað annað. Að mörgu leyti finnst mér þetta góð hugmynd, og við ættum að reyna að koma henni í framkvæmd hér á íslandi. Eins og sakir standa er þetta í þágu efnahagslífs Kúbu- búa, og því vil ég meina, að við ættum að taka þetta til rækilegrar athugunar vegna atvinnuleysisins hér á landi. CAND. THEOL.GUNN- AR BENEDIKTSSON, RITHÖFUNDUR: UNNUR HALLDÓRS- DÖTTIR, SAFNAÐAR- SYSTIR: Að mínu áliti sýnir þetta mjög greinilega að jólin eru aðeins áfangi á almanaki Castrós. Einhver sagði um daginn, að sennilega hefði mætur maður hér í bæ laum- að þessari hugmynd til forsætis- ráðherrans suður þar, er Islend- ingurinn var þar í heimsókn fyrir nokkrum árum. Það fannst mér nokkuð góð skýring. JÓN MÚLI ARNASON, ÚTVARPSÞULUR: Ef Castro sér ástæðu til að fresta jólunum, þá finnst mér alveg sjálf- sagt af honum að gera það, og ég er viss um að hann gerir það ekki að ástæðulausu. DR. THEOL. JAKOB JÓNSSON: Sjálfum jólunum er ekki hægt að fresta. Þau eru kirkjuleg hátíð og kirkjan spyr Castró sennilega lítið um það. Að vísu getur hann frestað hinu og þessu tilstagdi í sambandi við jólin, en ekki jólun- um sjálfum. Og hér á Islandi erum við á góðri leið með að gera jólin að engu með alls kyns brambolti í marga mánuði bæði fyrir og eftir jól. Mætti að skaðlausu athuga þá hlið málsins. Þá er líka til jólahald hér á landi sem er þess eðlis að ekki mætti. einungis fresta því, heldur sleppa' alveg. VIKAN-.TOLABLAÐ 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.