Vikan


Vikan - 04.12.1969, Blaðsíða 23

Vikan - 04.12.1969, Blaðsíða 23
sem unnizt hefur? Það væri ótrú- legt, en — mannskepnan er und- arlega samansett. En það voru íslenzkar sjálfs- ævisögur, sem ég ætlaði að minn- ast lítillega á. Það má vera að þær séu hver annarri líkar að því leyti til, að þær fjalli marg- ar hverjar um svipað efni. En það gera allar frásagnir og sög- ur, hvort sem þær eru sannar eða skáldskapur, sé betur að gætt. Þegar á allt er litið, eru megin- þættir mannlegs lífs hvorki eins marglitir né misjafnt snúnir og ætla mætti. Fjölbreytnin er ekki í því fólgin,' að sagt sé frá at- burðum, sem ekki hafa komið fyrir áður, eða fyrir aðra en þann, sem söguna segir heldur hinu, að hann lifir atburðina á annan hátt en aðrir, sér þá í öðru ljósi og segir frá þeim með sínu orðalagi samkvæmt því. Fyrir það eru íslenzkar sjálfsævisögur — eins og raunar allar sjálfsævi- sögur — jafn ólíkar og höfundar þeirra voru eða eru ólíkir hver öðrum, þótt þær gerist á svipuðu tímabili, í svipuðu umhverfi og við líkar aðstæður. Eg nefni það sem dæmi, að í fjórum af þeim sjálfsævisögum, sem liggja hér á skrifborði mínu, er minnst á hinn alkunna og einkennilega lands- hornamann, Sölva Helgason, og honum lýst nokkuð. Skæri nafn- ið ekki úr um það, gæti lesand- inn jafnvel verið í nokkrum vafa um, að allir væru þeir, höfund- græzkulausasta mannlýsing, sem um getur í íslenzkum bókmennt- um, heldur og hið merkilegasta framlag til skilnings á ýmsum þáttum í skapgerð Gríms, en um hann segir Gröndal aftur á móti fátt eitt. Og þá er komið að því, sem þessum sjálfsæ-^isögum er oft fundið til foráttu — að þær séu dapurlegar aflestrar. Því fer fjærri. Flestar þeirra luma ein- mitt á hinum skemmtilegustu frá- sögnum. Kaflar í sumum þeirra bera því meira að segja vitni, að höfundarnir hafi verið gæddir ósvikinni kýmnigáfu og næmu skopskyni, sem hörð lífsbarátta og kröpp kjör hafi síður en svo megnað að slæva. Þegar þess er gætt, virðist það furðulegt hve nútímabókmenntir okkar, þær sem skráðar eru á timabili alls- nægtanna, eru einmitt dapurleg- ar; höfundar þeirra undantekn- ingarlítið drepandi hátíðlegir og alvörugefnir og gersneyddir öllu skopskyni. Fyrir nokkrum árum hófu danskir læknar og heilsu- farssérfræðingar vísindalega rannsókn á því — í fúlustu al- vöru —- hver áhrif allskonar „innréttingaefni", viðartegundir, gerviefni og annað þess háttar, hefði á heilsufar fólks, andlegt og líkamlegt. Það skyldi þó ekki eiga eftir að sýna sig, að harð- viðurinn, plastið og allt það, sem nútíma kynslóð á við að búa, hafi drepið úr henni allt skop- skyn og kýmnigáfu? Annað mál er svo það, að ekki er skóp höfunda sjálfsævisagn- anna alltaf jafn græzkulaust og lýsing Gröndals á „gullsa“ gamla. Sjálfur átti Gröndal það til að bregða fyrir sig meinlegu skopi um samferðamenn sína, þeirra sem honum var ekki allskosta saklaust við. Slíkt er mannlegur breyskleiki, en snjallt getur skopið verið þótt biturt sé og skemmtilegt aflestrar eigi að síð- ur, því að við lesendurnir erum, líka breyskir. Þrír eru þeir sjálfsævisagnahöfundar, auk Gröndals, sem að mínum dómi bera af öðrum, hvað snertir fyndni og næmt skopskyn, hvort heldur þeir segja frá mönnum eða atburðum, auk þess sem þeir hafa það fram yfir Gröndal, að fyndni þeirra er alltaf græzku- laus. Ber þar fyrst að nefna þjóð- skáldið, Matthías Jochumsson, en sjálfsævisaga hans, „Sögukaflar af sjálfum mér“, er með afbrigð- um fjörlega skrifuð og skemmti- leg aflestrar. Finnur Jónsson á Kjörseyri er annar, en bók hans, „Þjóðhættir og ævisögur frá 19. öld“, er öðrum þræði sjálfsævi- saga, og er vart að finna skemmtilegri mannlýsingar og um leið jafn græzkulausar. hjá öðrum höfundum. Þann þriðja, Sigurð Briem póstmeistara, tel ée síðast vegna þess að hann er yngstur, en sjálfsævisaga hans, „Minningar", ber ekki einungis vitni óvenjulega næmu og fág- uðu skopskyni, og leiftrandi frá- sagnargleði, heldur og þeirri yf- irlætislausu snilli varðandi mál og stíl, sem mönnum er annað- hvort meðfædd eða ekki eins og hagmælskan. Það er ekki ófróðlegt athugun- ar hvert skop þessara höfunda — og sjálfsævisagnahöfunda yf- irleitt — beinist fyrst og fremst. Þeim er það flestum sameigin- legt, að það beinist fremur að þeim sem meira máttu sín í þjóð- félaginu en hinna, sem þar voru utangarðs. Finnur á Kjörseyri var prestsonur, fæddur 1842, en missti ungur föður sinn, varð að vinna fyrir sér snemma, gerðist bóndi, átti margt barna, og hef- ur aldrei haft aflögu tíma að ráði til sjálfsmenntunar eða ritstarfa, eins og að líkum lætur, en mjög hefur hugur hans staðið til hvorutveggja. Hann skráði margt, frásagnir af þjóðháttum og gamlan fróðleik, en þó fyrst og fremst af mönnum, sem hann kynntist, sumpart af afspurn, og þá helzt þeim, sem voru að ein- hverju leyti frábrugðnir öllum almenningi. Hann nefndi það, sem hann skrifaði, ,,Minnisblöð“ — með því hefur hann vafalaust viljað gefa í skyn að það væri hripað niður í flýti, þar eð að- stæðurnar leyfðu sér ekki önnur vinnubrögð. Engu að síður er allt sem hann skráði á vönduðu og ZKUM ÆVISÖGUM arnir fjórir, að lýsa einum og sama manninum, svo ólíkum augum hafa þeir litið hann og tekið ólíka afstöðu gagnvart hon- um. Það er því harla órétt mælt þegar því er haldið fram að ís- lenzkar sjálfsævisögur séu fá- breytilegar aflestrar og hver annarri líkar. Og fyrst lýsingin á Sölva var tekin sem dæmi má geta þess, að margar þessar sjálfsævisögur hafa einmitt að geyma afburða snjallar mannlýs- ingar — þar er til að manni sé svo gerlýst í einni setningu, að leita þurfi til íslendingasagnanna eftir hliðstæðu. Enn er þar og að finna mannlýsingar, sem eru einskonar lykilorð að ýmsu í fari afkomenda þeirra, sem um er rætt, á stundum þjóðkunnra manna. Margt hefur verið ritað um Grím Thomsen, manninn, skáldið, stjórnmálamanninn og bóndann. Auk þess eru hin merkilegu sendibréf móður hans beinlínis gullnáma fyrir þá, sem komast vilja sem næst persónu- leika hans og skaphöfn. Engu að síður er lýsingin á föður hans í „Dægradvöl", sjálfsævisögu Benedikts Gröndals ekki einung- is einhver sú fyndnasta og Að jörðu ertu komin, af jörðu skaltu aftur verða .... Þá stakk hann spaðan- um í þriðja sinn í moldina, en missti við það fótanna og rann niður 1 gröfina ... kjarngóðu alþýðumáli, frásagn- arstíllinn lipur og hnökralaus og er auðséð að honum hefur verið létt um að skrifa. En þó er það fyrst og fremst hlý og góðlátleg kímni og næmleiki fyrir því broslega, bæði í fari manna og atvikum, sem einkennir alla frá- sögn hans. Ég tek sem dæmi kafla úr frásögn hans af Eggerti presti Bjarnasyni, syni Bjarna Pálssonar landlæknis; en Eggert þessi þjónaði ýmsum prestaköll- um á Suðurlandi og víðar í 48 ár. „Séra Eggert fékkst, að sagt er, talsvert við lækningar með góðri heppni, var talinn snarmenni mikið og glíminn, söngmaður og nafntogaður hesta- og reiðmað- ur .. .“ segir Finnur. „Þó að séra Eggert væri fljót- færinn og ekki nógu gætinn, tókst honum samt margt, sem öðrum var ófært. Og þótt hann færi ekki alltaf eftir ströngum reglum í embættisfærslu og fleiru, þá var hann svo vinsæll, að honum fyrirgafst meira en öðrum, og eru til um það margar sögur. Eina slíka sögu hefur sagt mér sonarsonur séra Eggerts ... en honum sögðu söguna Guðrún Framhald á bls. 100. VIKAN-JÓLABLAÐ 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.