Vikan


Vikan - 04.12.1969, Blaðsíða 96

Vikan - 04.12.1969, Blaðsíða 96
PIERPONT ClR ALLAR NÝJUSTU GERÐIR GÓÐAR OG NYTSAMAR JÓLAGJAFIR Sendi gegn póstkröfu HELGI GUÐMUNDSSON LAUGAVEGI 96 - SIMI 22750 LÓÐAKLUKKUR STOFUKLUKKUR ELDHÚSKLUKKUR (með transistorverki) TÍMASTILLAR VEKJARAKLUKKUR B Ú S L 0 Ð Hvíldarstóll ný gerð á snúningsfæti með ruggu. BUSLOÐ HÚSGAGNAVERZLUN VIÐ NÓATÚN — SlMI 18520 — Ég skal bíða eftir herra Troy, ef húsmóðirin vill það, sagði Liddy. Ég get setið inni á herbergi mínu, en ég er ekkert hrædd við Fanny. — Nei, sagði Batsheba viðutan. — Það er ekki nauðsynlegt. Farðu bara að hátta. Ég bíð hér sjálf. En þegar Liddy var að ganga út, sneri Batsheba sér snöggt við. — Liddy, var Fanny hér ( gær? O, þessi flóttalegu augu, sem aldrei vildu mæta augnaráði henn- ar! Hvað var það sem allar konurn- ar voru svo sammála um að halda leyndu, og allir vissu, nema hún ein? Hvað var það sem þær vildu ekki segja henni? — Já, það held ég, sagði Liddy hljóðlega. — Hvert var þá banamein henn- ar? Hvernig gat hún dáið í nótt, úr því hún var hér í gær? Svaraðu mér! Ef hún gæti aðeins séð svipinn í augum Liddyar, en stúlkan stóð og horfði þrjózkulega niður fyrir sig, og Batsheba sá að hún ýmist roðnaði eða fölnaði. — Þetta er svo voðalegt, hvísl- aði stúlkan. — En ég trúi ekki öllu sem sagt er, svo ég vil helzt ekki segja neitt. Batsheba saup hveljur. f huga hennar toguðust á stoltið og ör- væntingin. — Unnustinn, — unnustinn henn- ar, — var hann ekki hermaður? — Jú, hvlslaði Liddy, — í sömu sveit og herra Troy. Stúlkan leit aðeins upp, það var allt og sumt. Batsheba kreppti hnef- ana og sneri sér við. — Jæja, sagði hún, og reyndi að láta ekki bera á því hve óróleg hún var. — Þú getur farið i rúmið. Liddy hikaði, en Batsheba vildi losna við hana. Hún vildi vera ein. Ein með Fanny, sem lá þarni í kist- unni. Batsheba hélt á logandi kerti. Fyrir eyrum hennar hljómaði klukknahringing, og hún heyrði raddir hvísla: unnusti hennar . . . í sömu herdeild . . . og hann hef- ur stúlku á hverjum fingri Fanny horfin Fanny á þess- um slóðum í gær. . Stúlkan sem Frank var að tala við f hesthúsinu . . . hún sem staulaðist burt Fanny? Fanny? Batsheba læddist niður stigann, með kertið i hendinni, og opnaði dyrnar að herberginu, þar sem Fanny lá í kistu sinni. Það hafði verið kveikt á kerti við höfðagafl kistunnar, og einhver hafði líka sett þar litla krús með blómum. Batsheba setti kertið frá sér á kistu- lokið, en hún gat einhvern veginn ekki komið sér til að biðja fyrir hinni látnu. Hún gekk fram og aft- ur um gólfið og kreppti hnefana, og fyrir eyrum sér heyrði hún þess- ar hvíslandi raddir, óhugnanlegan boðskap. Hún kraup á kné við kist- una og þurrkaði af sér tárin. Það hafði staðið eitthvað undir nafni Fannyar á kistulokinu, hún sá að bað voru nokkur orð, skrifuð með krít, en svo verið þurrkuð út. Hún reyndi að stauta sig fram úr því . . . og skyndilega fannst henni sem hún myndi kafna. Á næsta augnabliki ískraði í nöglunum í lok- inu, þegar Batsheba reyndi að ná þvi af með eldskörungnum. Hún varð að vita vissu sína Lokið losnaði. Það var friður yfir ásjónu Fanny- ar í dauðanum, og við hlið hennar lá litla, látna barnið hennar. — O, guð, hjálpaðu mér, and- varpaði Batsheba, — hjálpaðu okk- ur öllum! Hún fann kulda dauðans í sínum eigin líkama, en hún gat ekki grát- ið. Hún sneri hægt við, tók blómin úr krúsinni. Hún stakk blómunum varlega í hár Fannyar, eins og hún væri að biðja hana fyrirgefningar. Nokkru síðar heyrði hún fótatak í anddyrinu og hún vissi að Frank var kominn heim. Fyrsta hugsun- hennar var að leggja á flótta, en hún gat ekki flúið. Hann var þung- stígur, þegar hann kom inn, og sperrti upp augun, þegar hann sá kistuna. — Hver er þetta? spurði hann, hásum rómi. Hann mátti ekki koma svo ná- lægt að hann sæi Fanny! Að minnsta- kosti vildi hún sjálf ekki vera við- stödd. Batsheba varð að komast burt. Hún mjakaði sér að dyrunum, en hann greip í handlegg hennar. — Þú verður kyrr! Hann dró hana með sér, þegar hann gekk að kistunni og leit nið- ur. Hann fölnaði. Andlit hans varð jafn náfölt og andlit látnu stúlk- unnar I kistunni, og hann sleppti Batshebu. Hann beygði sig yfir kistuna og kyssti látnu stúlkuna innilega. Batsheba kiknaði. Hún gat ekkí afborið að vera áhorfandi að þess- ari sorg hans. Hann mátti ekki hafa þessar tilfinningar gagnvart annarri konu. Hún hljóp til hans og þrýsti sér upp að honum. — Ég elska þig, rödd hennar var ónotalega hvell f kyrrðinni. — Ég elska þig miklu heitar en hún gerði. En hann stjakaði henni frá sér. Andlit hans var sem höggið í stein, þegar hann leit á þessar tvær hljóðu verur í kistunni. — Fyrir augum guðs á himnum, Fanny, ert þú konan mfn, eina ást- in mín. — Nei, kjökraði Batsheba. — Nei, ég er konan þí.n — Ekki á þennan hátt, sagði Frank. — Þótt Fanny sé nú látin, þá er hún mér meira virði en nokkru sinni áður, meira virði en þú get- ur nokkru sinni orðið, eða nokkur önnur kona ☆ — Ekki er allt sem sýnist . . . var það ekki það, sem þú ætlaðir að segja? 96 VIKAN-JÓLABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.