Vikan - 04.12.1969, Blaðsíða 5
ÍSLENZKUR JÖLASVEINN
Ólafur Magnússon frá Mosfelli er líklega sá íslendingur, sem oft-
ast hefur leikið jólasvein. Um langt skeið lék hann Kertasníki fyrir
Flugfélag íslands og ferðaðist þá um allt land og alla leið til Kaup-
mannahafnar. Á þessari mynd sjáum við Ólaf í gervi jólasveins með
lítinn snáða, sem er allsendis óhræddur.
ENGIR PENINGAR -
Það er ekki óalgengt, að menn
gifti sig um jólin. Vonandi hafa
þó ekki allir verið jafn óheppn-
ir og maður nokkur, sem gisti á
hóteli í Milano á jólanótt, sem
var jafnframt brúðkaupsnóttin.
Þegar hann var að greiða reikn-
inginn daginn eftir, kom í ljós,
að hann vantaði hundrað krónur
upp á.
Hótelstjórinn brást reiður við:
— Engir peningar, engin brúð-
ur, sagði hann ákveðinn. — Hún
Jólin eru hátíð barnanna.
Já, kaupmenn eru náttúr-
lega börn í vissum skiln-
ingi.
V j
• vísur vikunnar
Tæpt er lánið tíðum enn
tæmist fé úr sjóðum
illir draumar angra menn
yzt á norðurslóðum.
Erlendis er allt í hönk
eymd og kjaralækkun,
jafnvel drottning Breta er blönk
og biður um launahækkun.
En hversu mjög sem veröld villt
velgir oss í geði,
ekkert fái um eilífð spillt
okkar jólagleði.
ENGIN BRUÐUR
verður lokuð inni, þar til pen-
ingarnir verða borgaðir.
Vesalings nýbakaði eiginmað-
urinn varð að fara alla leið heim
í þorpið sitt í Norður-Ítalíu, fá
þar lánaðar hundrað krónur hjá
fjölskyldu sinni og hraða sér
síðan aftur til sinnar innilokuðu
ektakvinnu. Hann var þó svo
vitur að hafa lögregluþjón sér
til verndar og hótelstjórinn var
dæmdur til fangelsisvistar.
☆
AÐ VEIÐA
SNJÓKORN ....
Ekki er hægt að spá um það
enn, hvort þessi jól verða hvít
eða rauð, en samt kynni ein-
hverjum að þykja fróðleikur í
því að vita, að það er orðin heil
vísindagrein að athuga snjókorn-
in. Einn Ameríkumaður eyddi
allri ævi sinni í þetta og skráði
50.000 tegundir snjókorna. Þeg-
ar fór að snjóa, hljóp hann út
með svarta tusku, veiddi á hana
snjókorn og hljóp inn til sín.
Síðan skoðaði hann snjókornið
í smásjá og teiknaði mynd af
því. Athuga verður vel úr hvern-
ig skýi kornið er. Snjókorn úr
lágskýjum eru oft hinar fegurstu
rósir, en korn úr háskýjum eru
það sjaldnar. Það er sagt, að
menn sem stunda þessa vísinda-
grein, verði að vera grandheið-
arlegir. Það er auðvelt að teikna
fallega mynd og segja, að hún sé
af snjókorni, „sem ég veiddi í
bylnum mikla hér um árið.“
DROTTNINGIN FÆR ÖTAL JÓLAGJAFIR SEM HÚN MÁ EKKI ÞIGGJA
Um hver jól fær Englands-
drottning heilu vagnhlössin af
jólakortum og jólagjöfum. Þess-
ar jólasendingar eru frá alls kon-
ar fólki, bæði af háum stigum
og lágum. Nú vill þannig til, að
það er alger regla í konungs-
höllinni, að drottningin má að-
eins þiggja gjafir frá þeim, sem
hún þekkir persónulega. Hvað
skyldi þá vera gert við allar
þær þúsundir gjafa, sem berast
frá ókunnum þegnum? Allan
desembermánuð er fjöldi manna,
sem vinnur við að opna alla
pakkana til drottningarinnar og
senda sendanda þakkarkort. Að
því búnu eru gjafirnar sendar
barnaheimilum, sjúkrahúsum og
öðrum hjálparstofnunum. Það
eru ótrúlegustu hlutir, sem fólk
finnur upp á að senda drottn-
ingunni í jólagjöf. Fyrir nokkr-
um árum fékk hún til dæmis
sex brjóstsykurstengur, að sjálf-
sögðu af beztu og dýrustu teg-
und. Öðru sinni fékk hún pakka,
sem einungis hafði að geyma
einn ósköp venjulegan stein. —
Sendandinn var útflytjandi og
hann kvaðst vona, að þetta litla
brot af Labrador-fjalli mætti
hvíla í friði á Windsor-jörð.
☆
VIKAN-JÓLABLAÐ 5