Vikan - 04.12.1969, Blaðsíða 69
Indíánar, sem hafa fyllt kirkj-
una, kveikja nú á löngum og
mjóum vaxkertum, sem þeir hafa
haft með sér, takast í hendur,
svo að þeir mynda samfellda
keðju, og ganga syngjandi inn
í kór og fram hjá altarinu og
jötunni og til baka út að dyr-
um. Indiánarnir kringum okkur,
sem hafa tekið eftir að við erum
aðskotadýr, sem ekki kunnum
jólasiði þeirra og höfum ekkert
kerti haft með okkur, rétta okk-
ur logandi kerti og brosa til okk-
ar og draga okkur inn í keðjuna.
Með lítinn, alvarlegan og hrif-
inn „fjárhirði" í annarri hend-
inni og gamla og hrukkótta
Indíánakonu í hinni, blandast ég
inn í hinn syngjandi skara með
öllum logandi kertunum.
Eftir að við höfum farið endi-
langa kirkjuna fjórum til fimm
sinnum í hring og kertin okkar
eru að brenna út, hættir söng-
urinn og keðjan er rofin.
Jólahátíðin er á enda, og með-
an presturinn og meðhjálparinn
eru að slökkva á stóru kertunum,
tæmist kirkjan algerlega smátt
og smátt.
Við stöndum úti á Plaza undir
þúsundum af blikandi stjörn-
um jólanæturinnar. Kliður lágra
radda og fótatak fjöldans á máð-
um götuhellunum dvínar út í
fjarskann. Hér og þar blikar og
flöktir dauft ljós í myrkrinu. Það
eru Indíánabörn með kerti, sem
ekki eru enn brunnin út. Með
litlu höndunum hlífa þau mjó-
um, blaktandi logunum til að
varðveita sem lengst síðasta end-
urskinið frá hinu gullna ævin-
týri jólanna. •£?
Jólin hans Vöggs litla
Framhald af bls. 13
Hver skyldi nú vera þar á
ferð, hugsaði Vöggur. Hann
fer ekkj alfaraveg, heldur
stefnir liann þvert yfir heið-
ina. Hann vissi svo sem, hann
Vöggur litli, hvar leiðin lá,
hann sem hafði tint þarna
hæði bláber og krækiber og
farið fram og aftur, — mörg
hundruð álnir hringinn i
kringum kofann. Hver sem
mætti nú aka með svona
bjöllum og aka sjálfur!
Naumast liafði Vöggur látið
jiessa ósk i ljós, fyrr en sleð-
ann har þar að og fyrr en
hann staðnæmdist á hlaðinu
fyrir utan gluggann.
Hvorki meira né minna en
fjórum fákum var hoilt fyr-
ir sleðann; en þeir voru líka
minni en minnstu folöld. Þeir
höfðu numið staðar, af ]iví
að sá, sem stýrðj þeim, ríg-
r
I§éí
■
i
VAV.V.VA
íiSSÖfiS#;
::SS:íí;:í;í;í:
rhAMÍLí
\r
Námið er auövelt
nú á ég National
Mini segulband
Skólafólk hafið þið athugað hvernig NATIONAL
MINI-segulbandstækið getur unnið fyrir ykkur?
Er eitthvað erfitt? Lesið lausnina inn á
NATIONAL MINI og leikið þegar ykkur þóknast.
Er próf framundan? Geymið aðalatriðin á
NATIONAL MINI þar til þið þurfið á þeim að
halda og hlustið þá á.
SKÓLAFÓLK SPYRJIÐ UM NATIONAL MINI
SEGULBANDSTÆKIÐ.
National-umboðið: RAFBORG, Rauðarárstíg 1.
VIKAN-JOLABLAÐ 69