Vikan


Vikan - 04.12.1969, Blaðsíða 38

Vikan - 04.12.1969, Blaðsíða 38
Húsid med jámlilidunum Þegar ég hafði farið framhjá yzta horni múrveggsins, hægði ég ferðina. Gróinn skógarvegg- urinn var mér til mikils léttis ökufær, enda þótt rætur og burknar strykjust upp undir bíl- inn. Að lítilli stundu liðinni kom ég að beygju og sást ekki leng- ur frá veginum. Ég stanzaði, drap á vélinni og var ein í grænni og hljóðri veröld sumars- ins. Mér fannst dýrlegt að vera í skógi aftur. Ég gat séð hluta af múrveggn- um gegnum lítið rjóður, þar sem nokkur tré höfðu fallið. Það tók mig ekki margar mínútur að komast þangað og klifra yfir vegginn. Ég furðaði mig á því, að Rees skyldi geta haldið for- vitnu fólki frá ríkidæmi sínu, án þess að hafa rammgerðari vegg í kringum landareign sína eða gera einhverjar aðrar ráð- stafanir. Hvergi sá ég nein skilti, sem á stóð „Óviðkomandi bann- aður aðgangur" eða „Svæði í einkaeign" eða eitthvað í þá átt- ina, eins og maður sér svo oft. Ég komst að þeirri niðurstöðu, að Rees væri býsna góður sál- fræðingur. Fyrir ákveðna gerð manna eru öll boð og bönn freisting. Veggur er sjaldan svo hár, að ekki sé hægt með ein- bverju móti að klifra yfir hann. Og rafmagnsvír má gera óvirk- an með því að rjúfa strauminn. Rees hafði tekið þann kost að gera ekkert til að bjóða hætt- unni heim og það var auðséð að fólk virti einkalíf hans og reyndi ekkert til að hnýsast í það, sem honum einum kom við. Það vakti strax athygli mína, þegar ég var komin yfir vegg- inn og var aftur stödd á landar- eign Bellwoods, að mér fannst jafnvel eins og fuglasöngurinn "væri öðruvísi en í villta skógin- um áðan. Eg hló að ótta Rees um að ég mundi villast. Ég hef frábært staðarskyn og er vön að ráfa um í skógi. Auk bess hafði ég tekið með mér lítinn áttavita, sem ég hafði hugsað mér að gefa Tim litla einhvern tíma. 38 VIKAN-JÓLABLAÐ Með áttavitann í hendinni hóf ég göngu mína í leit að rjóðri, þar sem ég gæti dvalizt um eft- irmiðdaginn, legið í sólbaði og hvílt mig rækilega. Ég naut lífs- ins í ríkum mæli, andaði að mér ilma grenitrjánna og hlutsaði á skrjáf vindsins í trjátoppunum. Þar sem ég gekk þarna ein varð ég gripin heimþrá. Ég sá sitt af hverju, sem minnti mig á bernsku mína. Ég hélt áfram að ráfa sísona stefnulaust, gaf um- hverfinu nánar gætur og rifjaði upp kynni mín af skóginum, en hann hafði allt frá fyrstu tíð verið mér afar kær. Skyndilega snarstanzaði ég. Við mér blasti í fjarska stein- húsið. Ég var komin lengra en ég hafði áttað mig á og varð grip- in viðlíka skelfingu og örvænt- ingu og ég hefði verið staðin að einhverri óhæfu. En því var ekki til að dreifa, því að hvergi var nokkra sálu að sjá. Þetta var lít- ið og lágreist hús með slútandi þaki og hefði getað verið fallegt á að líta, ef ekki hefðu verið fyr- ir litlum gluggunum þessi þykku járnhlið. Það fór hrollur um mig og ég vafði peysunni þéttar að mér. Hafði Valerie nokkru sinni fengið að koma inn í vinnuher- bergi Rees? Þá mundi ég eftir því, að hann hafði sjálfur sagt mér, að hann hefði ekki byrjað að nota steinhúsið fyrir vinnu- stofu, fyrr en eftir lát hennar. Það hlaut að vera léttir fyrir hann að geta flúið á stað, þar sem hún hafði aldrei verið. Mér fannst réttast að ég sneri nú við og færi aftur sömu leið. En ég gat hvorki hreyft legg né lið. Ég stóð grafkyrr og það var eneu líkara en húsið hefði eitthvert dularfullt vald yfir mér. Líklega stafaði það af því, að bað var svo nátenet Rees. Ég vildi ekki fara inn í það. Fyrst hann vildi hafa þennan stað al- gerlega fyrir sig, þá ætlaði ég að leyfa honum bað og virða rétt hans til þess. Kannski hafði hann ald’-oi fengið að vera í friði neins staðar, þegar hann var barn. Einnig var hugsanlegt að þetta væri draumur allra vísinda- manna. ... Ég hafði aldrei þekkt mann eins og Rees áður. Á sama andartaki og ég sneri mér við til að halda aftur sömu leið, heyrði ég einhvern hrópa. Mér brá svo, að ég fann til óþæg- inda í maganum. Ég sneri mér eldsnöggt við og bjóst við að sjá Rees. En allt var eins og áður. Fuglarnir sungu og skuggar frá grenitrjám dönsuðu á gráum veggjum hússins. Ég fékk svo mikinn hjartslátt, að ég vissi eiginlega hvorki í þennan heim né annan. En ég reyndi samt að harka af mér, og þá heyrði ég allt í einu í krákum einhvers staðar utan sjónmáls. Þetta hása hróp, sem ég heyrði, hafði þá verið úr kráku. En örvæntingin gerði það samt að verkum, að ég hljóp í hendingskasti sömu leið og ég hafði komið, stökk yfir trjáræt- ur og beygði mig undir þungar greinar. Ég linnti ekki hlaupun- um, fyrr en ég var komin að múrveggnum. Mér varð hugsað til þess, ef Rees hefði nú komið óvænt heim og séð mig? Ég fann ennþá til óþæginda í maganum. Setjum svo, að þetta hefði ekki verið kráka? Hafði þetta undar- lega hljóð ekki verið líkara því, að það hefði komið frá manni en kráku, eins og einhver orð, sem ég hafði ekki greint? Kannski hafði ég ekki greint þau, af því' að ég varð svo óttaslegin og var haldin sektarkennd. Þegar ég kom loks að bílnum fann ég til ólýsanlegs léttis. Það var eins og ég hefði bjargazt naumlega á síðustu stundu úr mikilli tvísýnu. Ég hnipraði mig saman í aftursætinu og reyndi að róa taugarnar. Að utan heyrð- ist ekkert nema dauft skrjáf í laufblöðum. Ég hafði næstum fullkomlega gleymt Eric Allenby, þegar Ro- berts barði að dyrum hjá mér viku seinna, rétt í þann mund, sem Tim hafði fengið sér mið- degisblundinn. — Ungfrú Brewsters? Það er síminn til yðar. Það er herra Allenby, sem vill tala við yður. Ég gekk út og tók upp tólið á símanum uppi og sá um leið, að Roberts fór niður stigann. — Halló, er það Eric, sagði ég. — Halló, Carol. H?nn virtist vera svo ákafur og eftirvænt.ingarfullur í rödd- inni. Hvað átti ég að segja við hann? Skyldi mér nú detta í hug einhver trúverðug afsökun? f öllu falli varð ég að gera honum lióst í eitt skipti fyrir öll, að það ^æri ekkert á milli okkar og gæti aldrei orðið, hversu vænt sem mér þætti um hann. — Hvernig líður Tim núna? sagði hann. — Ágætlega, svaraði ég hik- andi. — Fínt. Hvenær ætlarðu að taka þér frí. Kannski í dag? Hvað mér þótti mikið fyrir því að þurfa að ljúga að honum. Hvers vegna í ósköpunum átti ég svona erfitt með að slíta sam- bandi við þennan mann? Það gat ég ómögulega skilið. — Ég ætla ekki að taka mér neinn frídag í þessari viku. Ég ætla að eiga hann inni, þangað til ég fer og heimsæki bróður minn yfir einhverja helgina. Hann var þögull andartak. — Hann virtist þó engan veginn vonsvikinn eða dapur, þegar hann sagði loks: — Þetta virðist vera skynsam- leg ráðstöfun hjá þér. En fæ ég þá alls ekki neitt að sjá þig? — Jú-ú, svaraði ég með sem- ingi. Ekki gat ég talið honum trú um, að ég ætlaði alls enga frídaga að taka framar. Þess vegna átti ég ekki margra kosta völ. — Jú, ég kem í næstu viku eins og venjulega, sagði ég. Síð- an heimsæki ég bróður minn yf- ir helgina. — Þá eyðir þú miðvikudegin- um með mér, sagði hann ákveð- inn. — Get ég sótt þig fyrir ut- an hús siglingaklúbbsins? Ég gat ekki annað en hlegið. Það var ekki nokkur leið að standa á móti Eric Allenby, þeg- ar hann hafði ákveðið eitthvað. — Ég kem. Ég hafði engar áhyggjur af þessu loforði mínu. Það var heil vika þangað til og margt gat gerzt á skemmri tíma en það. Ég huggaði mig við þetta um leið og ég gekk aftur til herbergis míns. Við höfðum ekkert talað ennþá um samband okkar eða framtíðaráform, Rees og ég, svo að það gat ekki talizt nein synd, þótt ég hitti annan mann að svo komnu máli. Rees vildi bersýni- lega, að ég hefði góðan tíma til að hugsa ráð mitt og átta mig á tilfinningum mínum. En ég þurfti þess raunar ekki með. Ég var þess fullviss, að ekkert gæti gerzt, sem breytti þeirri stað- reynd, að Rees væri sá maður, sem ég hefði alla tíð verið að leita að. Kvöld nokkurt tilkynnti Ro- berts, að hann þyrfti að fara til tannlæknis í Bangor daginn eft- ir, og ég hefði ekki orðið meira undrandi, þótt eldingu hefði slegið niður í húsið. Ég var farin að líta á Roberts eins og hvert annað húsgagn á heimilinu, og ég var löngu hætt að trúa því, að hann ætti sér neitt sem héti einkalíf. Þegar hann var uppábúinn og var að leggja af stað, fylgdum við Tim honum til dyra til þess að kveðja hann. Eftir að Faraday hjónin höfðu komið öllum að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.