Vikan - 04.12.1969, Blaðsíða 59
GEFJUNARGARN
'Tizkan í dag
Á hestbaki til Geysis
um aldamótin
Framhald a£ bls. 33
þarna var nefnilega gistihús-
nefna. Við fórum strax að skoða
þetta merkilega gistihús, og þetta
var það sem okkur opinberaðist:
Skúr klæddur bárujárni með
einu herbergi og tveim útskot-
um, sem líktust helzt skápum.
Herbergið var um 20 fet á hvern
veg og voru rúmbálkar meðfram
veggjum og eftir miðju herberg-
inu af svipaðri stærð og lögun og
appelsínukassar, samtals 24 rúm.
f hverju þeirra var heydýna og
koddi, og ábreiða úr gráu ullar-
efni. í öðrum „skápnum“ var búr
og matarsýslanin, en í hinum
voru fjórir rúmbálkar ætlaðir
„dömum“ eða smáhópum. Eitt
þessara rúma var upptekið, þeg-
ar við komum, af gesti, sem lýsti
ánægju sinni yfir tilverunni og
sjálfum sér með háværum og
hraustlegum hrotum. Þegar við
virtum fyrir okkur grunsamleg-
an lit rúmfatanna og gljáandi,
brún koddaverin, vaknaði hjá
okkur grunur um allskyns ó-
þekktar, skríðandi ógnir, svo við
flýttum okkur út og flýðum til
tjaldanna okkar.*
Fyrsta hugsunin, sem ósjálfrátt
vaknar hjá manni, þegar komið
er til hverasvæðisins við Geysi
er, að maður sé kominn í gríðar-
stórt þvottahús þar sem daunill
sápa sé mikið notuð, því alls-
staðar er fúleggjaþefur. Allsstað-
ar standa gufustrókarnir upp úr
jörðinni og maður heyrir kraum
og suð í sjóðandi vatni úr öllum
áttum. Þegar vindurinn sópar
gufubólstrunum frá, sér maður
eyðilegt umhverfi umlukt gróð-
urlausum hæðum, gömlum eld-
fjöllum og skuggalegum, hrjúf-
um fjöllum og í austri sést til
fjarlægra, svipþungra jökla með
hvítum fannbre:ðum. Nokkuð
burtu sjást einn eða tveir fátæk-
legir bóndabæir í skjóli hraun-
anna, þar sem nokkrar sauðkind-
ur leita sér magurs fóðurs í gróð-
ursnauðri auðninni. En yfir ná-
lægðinni drottnar Stóri Geysir,
uppi á háum kísilhól, sem hann
hefur að miklu leyti byggt sér
sjálfur og heldur áfram að
stækka. Efnið í hólnum er eins
og yfirborð á ostruskel eða stein-
runninn svampur og liggur í lög-
um, hvert lagið ofan á öðru.
Vatnið í hvernum inniheldur
uppleyst steinefni, sem losna úr
því þegar það flóir yfir barma
skálarinnar, kólnar og rennur
niður hliðar hólsins —• þannig
heldur hóllinn sífellt áfram að
hækka. Efst á hólnum er hver-
* Gistihúsið lét Ditlev Thomsen,
kaupm. reisa sumarið 1900 vegna
fyrirhugaðrar hópkomu danskra
stúdenta og menntamanna. Veitti
hann þeim af rausn og höfðings-
skap, meðan þeir dvöldu við Geys’
Þýð.
inn í kringlóttri dæld, eins og
undirskál í lögun, tær, kyrr tjörn
með sjóðandi vatni, 56 ensk fet í
þvermál, sem maður gæti eins
vel trúað að væri kaldur fjalla-
pollur, ef ekki væru gufubólstr-
arnir, sem sífellt leggur upp af
vatninu. Fæstir ferðamenn
standast þá freistingu að dýfa
fingrinum niður í, til að vita
hvort vatnið sé nú í raun og
veru heitt, — en þeir endurtaka
aldrei þessa tilraun. Frárennslið
frá hvernum hefur gert sér far-
veg niður hólinn, neðan við hann
skiptist hann í tvær kvíslar, sem
báðar renna út í Hvítá. Á bökk-
um þessara litlu lækja gat að
líta hinar litfegurstu stein-
skorpumyndir, sem vatnið frá
Geysi hafði gert úr allavega lit-
um jarðvegstegundum, er það
hafði runnið um. Litarlögin voru
næfurþunn, en litskrúðið mikið
— ljósrautt, blátt, fjólublátt,
rautt, gult, rauðblátt og hvann-
grænt, í óreglulegum hrærigraut.
Hverasvæðið er talsvert stórt
með leir- og vatnshverum svo
hundruðum skiptir, og þar sem
ekki sáust nein merki þess að
Geysir ætlaði að hreyfa sig um
sinn, fórum við að skoða aðra
hveri þarna. Fallegastur allra er
Blesi. Fyrst sýnist manni hann
vera tveir hverir, sem mjó spöng
úr hvítum kísil, skipti í tvennt,
en þegar maður lítur niður í
kristaltært vatnið, sér maður að
spöngin myndar aðeins þunna
brú, efst í hvernum, náttúru-
gerðan steinboga. Bakkar hvers-
is voru holir, svo að hættulegt
var að fara mjög nærri. Vatnið
er fagurblátt og gagnsætt sem
kristall og fyllir hverinn upp á
barma. Þegar litið er niður í
djúpið sjást ævintýrahellar úr
fíngerðum hvítum kísil, skreyttir
frostrósa-víravirki, sem blaktir
til og frá eins og knipplingar, í
bláu ljósinu. Vatnið er sjóðandi
heitt, en manni virðist sem það
sé ískalt. Við afrennsli Blesa hef-
VIKAN-JÓLABLAÐ 59